Tónleikum Taylor Swift frestað: „Best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt“ Jón Þór Stefánsson skrifar 7. ágúst 2024 21:33 Ásta Guðrún Helgadóttir í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau ætluðu tónleika Taylor Swift á morgun. Ásta/Getty Þrennum tónleikum poppstjörnunnar Taylor Swift í Vín í Austurríki hefur verið frestað vegna mögulegrar öryggis- og hryðjuverkaógnar. Fyrstu tónleikarnir áttu að fara fram á morgun, aðrir á föstudag og þriðju á laugardag. Í dag voru tveir handteknir vegna gruns um fyrirhugaðarárásir í borginni. Franz Ruf, yfirmaður öryggismála í Austurríki, hefur sagt annan hinna grunuðu vera nítján ára Austurrískan ríkisborgara sem hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína. Minna er vitað um hinn manninn sem var handtekinn. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður, er stödd í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau höfðu ætlað á fyrstu tónleikana á morgun. Hún segir fregnirnar mikið áfall, en henni skylst að 65 þúsund manns hafi ætlað að fara á hverja tónleika og þar að auki mætir yfirleitt fjöldi fólks fyrir utan tónleika Swift. „Við fjölskyldan erum búin að vera að plana þetta síðan í apríl eða maí á síðasta ári, að koma hérna saman,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. „Við vorum bara að perla vinabönd eins og Switur eru búnar að vera gera um allan heim fyrir svona tónleika. Þá kemur maðurinn minn og segir „Eruð þið búin að heyra fréttirnar? Það er búið að aflýsa tónleikunum.““ Ásta og fjölskylda voru að gera vinabönd þegar þau fengu fréttirnar.Ásta Ásta segir að þau hafi fylgst með fréttum í dag af handtökunum en síðan bárust fregnir af aflýsingunni í kvöld. Vegna þess voru þau búin að fara yfir ákveðnar öryggisráðstafanir. „Það er líklega best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt. Þetta er auðvitað hluti af svona hryðjuverkaógn að skemma fyrir þeim sem ætluðu að hafa gaman og vera glöð. En þetta er alveg rétt ákvörðun, en við erum ekki hamingjusöm með hana. Þetta er aðallega spurning um að öll séu örugg.“ Þau hafa fengið skeyti um að miðarnir á tónleikana verði endurgreiddir. „Við vorum búin að plana allt okkar sumarfrí í kringum þetta. Þetta er mikið sjokk og það er enginn ánægður, en við tökum þessu með íslenskri stóískri ró.“ Austurríki Tónlist Íslendingar erlendis Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
Í dag voru tveir handteknir vegna gruns um fyrirhugaðarárásir í borginni. Franz Ruf, yfirmaður öryggismála í Austurríki, hefur sagt annan hinna grunuðu vera nítján ára Austurrískan ríkisborgara sem hafi svarið Íslamska ríkinu hollustu sína. Minna er vitað um hinn manninn sem var handtekinn. Ásta Guðrún Helgadóttir, fyrrverandi þingmaður, er stödd í Vín ásamt fjölskyldu sinni en þau höfðu ætlað á fyrstu tónleikana á morgun. Hún segir fregnirnar mikið áfall, en henni skylst að 65 þúsund manns hafi ætlað að fara á hverja tónleika og þar að auki mætir yfirleitt fjöldi fólks fyrir utan tónleika Swift. „Við fjölskyldan erum búin að vera að plana þetta síðan í apríl eða maí á síðasta ári, að koma hérna saman,“ segir Ásta í samtali við fréttastofu. „Við vorum bara að perla vinabönd eins og Switur eru búnar að vera gera um allan heim fyrir svona tónleika. Þá kemur maðurinn minn og segir „Eruð þið búin að heyra fréttirnar? Það er búið að aflýsa tónleikunum.““ Ásta og fjölskylda voru að gera vinabönd þegar þau fengu fréttirnar.Ásta Ásta segir að þau hafi fylgst með fréttum í dag af handtökunum en síðan bárust fregnir af aflýsingunni í kvöld. Vegna þess voru þau búin að fara yfir ákveðnar öryggisráðstafanir. „Það er líklega best að þessu sé slaufað þó að það sé rosalega sárt. Þetta er auðvitað hluti af svona hryðjuverkaógn að skemma fyrir þeim sem ætluðu að hafa gaman og vera glöð. En þetta er alveg rétt ákvörðun, en við erum ekki hamingjusöm með hana. Þetta er aðallega spurning um að öll séu örugg.“ Þau hafa fengið skeyti um að miðarnir á tónleikana verði endurgreiddir. „Við vorum búin að plana allt okkar sumarfrí í kringum þetta. Þetta er mikið sjokk og það er enginn ánægður, en við tökum þessu með íslenskri stóískri ró.“
Austurríki Tónlist Íslendingar erlendis Hryðjuverkastarfsemi Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira