Fórnarlamb stunguárásar útskrifað af sjúkrahúsi Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2024 13:56 Árásin átti sér stað í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags. Verslunarmannahelgin fór að öðru leyti vel fram, að sögn lögreglu. HILMAR FRIÐJÓNSSON Karlmaður sem stunginn var með hnífi á Akureyri um helgina var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Einn hefur réttarstöðu sakbornings í málinu og miðar rannsókn ágætlega, að sögn lögreglu. Ungur karlmaður var handtekinn ásamt öðrum aðfaranótt laugardags en þeim síðar sleppt úr haldi. Sakborningurinn sætir nú farbanni. Árásin átti sér stað á miðbæjarsvæðinu á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram um verslunarmannahelgina, á þriðja tímanum á aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var þetta eina meiriháttar verkefnið sem kom inn á borð hennar yfir helgina sem hafi að öðru leyti gengið vel. Vildi lítið tjá sig um málið Að lokinni rannsókn fer málið áfram til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um það hvort sakborningur verði ákærður. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, staðfesti að fórnarlambið sé laust af sjúkrahúsi en vildi ekki tjá sig um aðdragandann að árásinni eða hvort sakborningur hafi áður komið við sögu lögreglu. Þá vildi hann ekki upplýsa hvort talið væri að hinn grunaði hafi þekkt fórnarlambið fyrir árásina. Erfitt væri að greina frá málsatvikum á meðan rannsókn stæði enn yfir. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48 Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44 Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11 Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Ungur karlmaður var handtekinn ásamt öðrum aðfaranótt laugardags en þeim síðar sleppt úr haldi. Sakborningurinn sætir nú farbanni. Árásin átti sér stað á miðbæjarsvæðinu á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram um verslunarmannahelgina, á þriðja tímanum á aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var þetta eina meiriháttar verkefnið sem kom inn á borð hennar yfir helgina sem hafi að öðru leyti gengið vel. Vildi lítið tjá sig um málið Að lokinni rannsókn fer málið áfram til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um það hvort sakborningur verði ákærður. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, staðfesti að fórnarlambið sé laust af sjúkrahúsi en vildi ekki tjá sig um aðdragandann að árásinni eða hvort sakborningur hafi áður komið við sögu lögreglu. Þá vildi hann ekki upplýsa hvort talið væri að hinn grunaði hafi þekkt fórnarlambið fyrir árásina. Erfitt væri að greina frá málsatvikum á meðan rannsókn stæði enn yfir.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48 Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44 Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11 Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjá meira
Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48
Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44
Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11
Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39