Fórnarlamb stunguárásar útskrifað af sjúkrahúsi Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2024 13:56 Árásin átti sér stað í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags. Verslunarmannahelgin fór að öðru leyti vel fram, að sögn lögreglu. HILMAR FRIÐJÓNSSON Karlmaður sem stunginn var með hnífi á Akureyri um helgina var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Einn hefur réttarstöðu sakbornings í málinu og miðar rannsókn ágætlega, að sögn lögreglu. Ungur karlmaður var handtekinn ásamt öðrum aðfaranótt laugardags en þeim síðar sleppt úr haldi. Sakborningurinn sætir nú farbanni. Árásin átti sér stað á miðbæjarsvæðinu á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram um verslunarmannahelgina, á þriðja tímanum á aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var þetta eina meiriháttar verkefnið sem kom inn á borð hennar yfir helgina sem hafi að öðru leyti gengið vel. Vildi lítið tjá sig um málið Að lokinni rannsókn fer málið áfram til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um það hvort sakborningur verði ákærður. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, staðfesti að fórnarlambið sé laust af sjúkrahúsi en vildi ekki tjá sig um aðdragandann að árásinni eða hvort sakborningur hafi áður komið við sögu lögreglu. Þá vildi hann ekki upplýsa hvort talið væri að hinn grunaði hafi þekkt fórnarlambið fyrir árásina. Erfitt væri að greina frá málsatvikum á meðan rannsókn stæði enn yfir. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48 Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44 Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11 Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Ungur karlmaður var handtekinn ásamt öðrum aðfaranótt laugardags en þeim síðar sleppt úr haldi. Sakborningurinn sætir nú farbanni. Árásin átti sér stað á miðbæjarsvæðinu á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram um verslunarmannahelgina, á þriðja tímanum á aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var þetta eina meiriháttar verkefnið sem kom inn á borð hennar yfir helgina sem hafi að öðru leyti gengið vel. Vildi lítið tjá sig um málið Að lokinni rannsókn fer málið áfram til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um það hvort sakborningur verði ákærður. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, staðfesti að fórnarlambið sé laust af sjúkrahúsi en vildi ekki tjá sig um aðdragandann að árásinni eða hvort sakborningur hafi áður komið við sögu lögreglu. Þá vildi hann ekki upplýsa hvort talið væri að hinn grunaði hafi þekkt fórnarlambið fyrir árásina. Erfitt væri að greina frá málsatvikum á meðan rannsókn stæði enn yfir.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48 Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44 Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11 Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48
Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44
Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11
Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39