Fórnarlamb stunguárásar útskrifað af sjúkrahúsi Eiður Þór Árnason skrifar 6. ágúst 2024 13:56 Árásin átti sér stað í miðbæ Akureyrar aðfaranótt laugardags. Verslunarmannahelgin fór að öðru leyti vel fram, að sögn lögreglu. HILMAR FRIÐJÓNSSON Karlmaður sem stunginn var með hnífi á Akureyri um helgina var útskrifaður af sjúkrahúsi í gær. Einn hefur réttarstöðu sakbornings í málinu og miðar rannsókn ágætlega, að sögn lögreglu. Ungur karlmaður var handtekinn ásamt öðrum aðfaranótt laugardags en þeim síðar sleppt úr haldi. Sakborningurinn sætir nú farbanni. Árásin átti sér stað á miðbæjarsvæðinu á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram um verslunarmannahelgina, á þriðja tímanum á aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var þetta eina meiriháttar verkefnið sem kom inn á borð hennar yfir helgina sem hafi að öðru leyti gengið vel. Vildi lítið tjá sig um málið Að lokinni rannsókn fer málið áfram til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um það hvort sakborningur verði ákærður. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, staðfesti að fórnarlambið sé laust af sjúkrahúsi en vildi ekki tjá sig um aðdragandann að árásinni eða hvort sakborningur hafi áður komið við sögu lögreglu. Þá vildi hann ekki upplýsa hvort talið væri að hinn grunaði hafi þekkt fórnarlambið fyrir árásina. Erfitt væri að greina frá málsatvikum á meðan rannsókn stæði enn yfir. Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48 Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44 Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11 Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Ungur karlmaður var handtekinn ásamt öðrum aðfaranótt laugardags en þeim síðar sleppt úr haldi. Sakborningurinn sætir nú farbanni. Árásin átti sér stað á miðbæjarsvæðinu á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fór fram um verslunarmannahelgina, á þriðja tímanum á aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var þetta eina meiriháttar verkefnið sem kom inn á borð hennar yfir helgina sem hafi að öðru leyti gengið vel. Vildi lítið tjá sig um málið Að lokinni rannsókn fer málið áfram til ákærusviðs sem tekur ákvörðun um það hvort sakborningur verði ákærður. Skarphéðinn Aðalsteinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, staðfesti að fórnarlambið sé laust af sjúkrahúsi en vildi ekki tjá sig um aðdragandann að árásinni eða hvort sakborningur hafi áður komið við sögu lögreglu. Þá vildi hann ekki upplýsa hvort talið væri að hinn grunaði hafi þekkt fórnarlambið fyrir árásina. Erfitt væri að greina frá málsatvikum á meðan rannsókn stæði enn yfir.
Akureyri Lögreglumál Tengdar fréttir Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48 Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44 Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11 Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Laus úr haldi eftir hnífsstungu á Akureyri Ungur karlmaður sem grunaður um að stinga annan með hnífi í miðbæ Akureyrar í fyrrinótt er laus úr haldi ásamt öðrum sem voru handteknir. Varðstjóri segir rannsókn málsins nánast lokið. 4. ágúst 2024 08:48
Stemning og gott veður á Akureyri: „Sjaldan séð jafn mikinn fjölda í bænum“ Að frátalinni stunguárás í fyrrinótt hefur bæjarhátíðin Ein með öllu á Akureyri gengið eins og í sögu að sögn skipuleggjanda. Veðrið verið gott, og gleðin við völd. Davíð Rúnar Gunnarsson, skipuleggjandi bæjarhátíðarinnar, var hinn kátasti þegar fréttastofa náði af honum tali fyrr í dag. „Þetta er búið að ganga alveg eins og draumur hérna fyrir norðan hjá okkur. Fullt af fólki og hefur farið mjög vel fram allt saman,“ segir Davíð. 4. ágúst 2024 14:44
Ekki talinn í lífshættu eftir hnífsstungu á Akureyri í nótt Hnífstungumál á miðbæjarsvæðinu er til rannsóknar hjá lögreglunni á Akureyri eftir fyrstu nótt verslunarmannahelgarinnar þar. Sá slasaði er ekki talinn í lífshættu. Töluvert af fólki var í bænum en að öðru leyti hefur allt gengið vel, að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. 3. ágúst 2024 09:11
Myndir: Ein með öllu með öllu tilheyrandi Það var mikil stemning á bæjarhátíðinni Ein með öllu á Akureyri í dag. Fjölskylduskemmtun fór fram í blíðskaparveðri. 3. ágúst 2024 23:39