Pólitískur leiðtogi Hamas ráðinn af dögum í Íran Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. júlí 2024 06:46 Haniyeh þótti hófsamari en aðrir leiðtogar Hamas og var lykilmaður í viðræðum um vopnahlé á Gasa. AP/Vahid Salemi Áhyggjur af stigmögnun átaka í tengslum við stríð Ísrael gegn Hamas fara nú vaxandi eftir að fregnir bárust af því að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi samtakanna, hefði verið ráðinn af dögum í Íran. Íranskir ríkismiðlar, sem endurspegla afstöðu stjórnvalda, segja Ísraelsmenn ábyrga og að aftakan muni fresta vopnahléi á Gasa um marga mánuði. Þá sé einsýnt að það kalli á hefndaraðgerðir frá hinum ýmsu hópum, sem njóta stuðnings Íran. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en vitað er að stjórnvöld þar í landi hafa staðið fyrir banatilræðum í Íran, aðallega í tengslum við kjarnorkuáætlun landsins. Drápið á Haniyeh hefur þegar verið gagnrýnt af háttsettum embættismanni Palestínsku heimastjórnarinnar, Hussein al-Sheikh, sem hefur þó verið gagnrýninn á Hamas. Sakaði hann banamenn Haniyeh um heigulshátt. Add to this that the timing, the inauguration of a new president, dares Iran to retaliate which forces decision and course of action that Tehran likely didn’t anticipate or want https://t.co/5qWULS9Tle— Vali Nasr (@vali_nasr) July 31, 2024 Öryggisráð Íran hefur fundað vegna málsins en það þykir meðal annars vekja spurningar um öryggi æðstu ráðamanna landsins. Leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khameini, fundaði með Haniyeh á þriðjudag og fleiri ráðamenn hittu hann aðeins klukkustundum áður en hann var myrtur. Fregnirnar koma á hæla árásar Ísrael á úthverfi Beirút, þar sem Fuad Shukr, háttsettur leiðtogi Hezbollah hafðist við. Talsmenn Hezbollah hafa staðfest að hann hafi verið á svæðinu þegar árásin var gerð en ekki að hann hafi fallið. Leitað sé í rústunum. Yfirvöld í Líbanon hafa lýst furðu vegna árásarinnar en þau höfðu greint frá því í gær að hafa verið fullvisuuð um að Ísrael myndi ekki svara árás síðustu helgar, þar sem tólf börn létust á Gólan-hæðum, með árás á höfuðborgina. Stóðu vonir til þess að Ísraelsmenn myndu svara með hófsömum hætti og Hezbollah, sem hefur neitað að hafa staðið fyrir árásinni á Ísrael, sömuleiðis. Fyrirheit um að menn haldi aftur af sér þykja nú orðin tóm. Íran Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Íranskir ríkismiðlar, sem endurspegla afstöðu stjórnvalda, segja Ísraelsmenn ábyrga og að aftakan muni fresta vopnahléi á Gasa um marga mánuði. Þá sé einsýnt að það kalli á hefndaraðgerðir frá hinum ýmsu hópum, sem njóta stuðnings Íran. Ísraelar hafa ekki lýst ábyrgðinni á hendur sér en vitað er að stjórnvöld þar í landi hafa staðið fyrir banatilræðum í Íran, aðallega í tengslum við kjarnorkuáætlun landsins. Drápið á Haniyeh hefur þegar verið gagnrýnt af háttsettum embættismanni Palestínsku heimastjórnarinnar, Hussein al-Sheikh, sem hefur þó verið gagnrýninn á Hamas. Sakaði hann banamenn Haniyeh um heigulshátt. Add to this that the timing, the inauguration of a new president, dares Iran to retaliate which forces decision and course of action that Tehran likely didn’t anticipate or want https://t.co/5qWULS9Tle— Vali Nasr (@vali_nasr) July 31, 2024 Öryggisráð Íran hefur fundað vegna málsins en það þykir meðal annars vekja spurningar um öryggi æðstu ráðamanna landsins. Leiðtogi Íran, Ayatollah Ali Khameini, fundaði með Haniyeh á þriðjudag og fleiri ráðamenn hittu hann aðeins klukkustundum áður en hann var myrtur. Fregnirnar koma á hæla árásar Ísrael á úthverfi Beirút, þar sem Fuad Shukr, háttsettur leiðtogi Hezbollah hafðist við. Talsmenn Hezbollah hafa staðfest að hann hafi verið á svæðinu þegar árásin var gerð en ekki að hann hafi fallið. Leitað sé í rústunum. Yfirvöld í Líbanon hafa lýst furðu vegna árásarinnar en þau höfðu greint frá því í gær að hafa verið fullvisuuð um að Ísrael myndi ekki svara árás síðustu helgar, þar sem tólf börn létust á Gólan-hæðum, með árás á höfuðborgina. Stóðu vonir til þess að Ísraelsmenn myndu svara með hófsömum hætti og Hezbollah, sem hefur neitað að hafa staðið fyrir árásinni á Ísrael, sömuleiðis. Fyrirheit um að menn haldi aftur af sér þykja nú orðin tóm.
Íran Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira