Rúnar: Höfum engu gleymt Árni Jóhannsson skrifar 28. júlí 2024 21:47 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar, í sólinni á Hlíðarenda Vísir/Anton Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum mjög ánægður með sigur sinna manna á Val á heimavelli í kvöld. Leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 4-1 og náðu Framarar að minnka muninn á liðin í efri hlutanum með sigrinum í kvöld. Rúnar var fyrst og fremst boðinn velkominn til baka úr 17 daga fríi frá fótboltaleikjum og því fleygt fram að Framarar kynnu enn að spila fótbolta þrátt fyrir langt frí. „Já við höfum engu gleymt miðað við frammistöðuna í kvöld en mönnum hefur hlakkað til að spila aftur en við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Strákarnir voru ofboðslega ferskir þó það hafi hægt aðeins á í seinni hálfleik, við vissum að Valsmenn myndu koma til baka með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að að halda markinu hreinu í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær fyrir aftan frábæra vörn. Kyle og Þorri skölluðu allt frá og allir börðust eins og ljón og þegar Valsmenn ná ekki að minnka muninn þá opnast möguleikar á skyndisóknum sem við nýttum afskaplega vel. Við náðum í mark sem létti aðeins pressuna á okkur því vissum að Valsmenn, með þetta frábæra lið sitt, myndu skapa færi og gætu skorað mörk.“ Rúnar var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt umfram það sem hann nefndi að ofan sem honum fannst skapa sigurinn. „Frábær byrjun líklega. Við byrjuðum með vindinn í bakið og reyndum að stela boltanum hátt og fara hratt á þá. Þannig náðum við í þessi mörk og skópum sigurinn.“ Það hlýtur að hafa verið skrýtið að fá svona langt frí á milli leikja á miðju Íslandsmóti. „Já það er búið að vera skrýtið. Maður vissi ekki hvernig þetta myndir verða, við vorum búnir að taka þetta í lotum haldandi að við værum að fara að spila fótboltaleik og halda vídeó fund um Valsmenn áður en þessu var frestað. Því miður fyrir Valsmenn þá gátu þeir ekkert að þessu gert, við erum ekki fúlir út í þá. Það var bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessu svona lengi. Maður er allavega sáttur í dag því við unnum leikinn og fáum þessi þrjú stig og stutt í næsta leik. Við þurfum að endurheimta núna og ná okkur í orku fyrir næsta leik.“ Eru Framarar ekki bara að horfa í efri hluta deildarinnar á þessum tímapunkti? „Við höfum verið á þessari línu, 6. og 7. sæti, allt tímabilið og erum að reyna að berjast við að vera í efri hlutanum. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir okkur og við getum ekkert slakað á. Við erum ánægðir með stigin í dag gegn frábæru Valsliði og erum að fara svo í Árbæinn og það verður ofboðslega erfiður leikur. Fylkir er með gott lið og við erum ekki þannig að við getum bókað sigur gegn einum né neinum í þessari deild. Við verðum að berjast og halda skipulagi. Við getum tapað fyrir öllum liðum en svo á móti unnið öll liðin í deildinni.“ Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Rúnar var fyrst og fremst boðinn velkominn til baka úr 17 daga fríi frá fótboltaleikjum og því fleygt fram að Framarar kynnu enn að spila fótbolta þrátt fyrir langt frí. „Já við höfum engu gleymt miðað við frammistöðuna í kvöld en mönnum hefur hlakkað til að spila aftur en við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Strákarnir voru ofboðslega ferskir þó það hafi hægt aðeins á í seinni hálfleik, við vissum að Valsmenn myndu koma til baka með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að að halda markinu hreinu í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær fyrir aftan frábæra vörn. Kyle og Þorri skölluðu allt frá og allir börðust eins og ljón og þegar Valsmenn ná ekki að minnka muninn þá opnast möguleikar á skyndisóknum sem við nýttum afskaplega vel. Við náðum í mark sem létti aðeins pressuna á okkur því vissum að Valsmenn, með þetta frábæra lið sitt, myndu skapa færi og gætu skorað mörk.“ Rúnar var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt umfram það sem hann nefndi að ofan sem honum fannst skapa sigurinn. „Frábær byrjun líklega. Við byrjuðum með vindinn í bakið og reyndum að stela boltanum hátt og fara hratt á þá. Þannig náðum við í þessi mörk og skópum sigurinn.“ Það hlýtur að hafa verið skrýtið að fá svona langt frí á milli leikja á miðju Íslandsmóti. „Já það er búið að vera skrýtið. Maður vissi ekki hvernig þetta myndir verða, við vorum búnir að taka þetta í lotum haldandi að við værum að fara að spila fótboltaleik og halda vídeó fund um Valsmenn áður en þessu var frestað. Því miður fyrir Valsmenn þá gátu þeir ekkert að þessu gert, við erum ekki fúlir út í þá. Það var bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessu svona lengi. Maður er allavega sáttur í dag því við unnum leikinn og fáum þessi þrjú stig og stutt í næsta leik. Við þurfum að endurheimta núna og ná okkur í orku fyrir næsta leik.“ Eru Framarar ekki bara að horfa í efri hluta deildarinnar á þessum tímapunkti? „Við höfum verið á þessari línu, 6. og 7. sæti, allt tímabilið og erum að reyna að berjast við að vera í efri hlutanum. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir okkur og við getum ekkert slakað á. Við erum ánægðir með stigin í dag gegn frábæru Valsliði og erum að fara svo í Árbæinn og það verður ofboðslega erfiður leikur. Fylkir er með gott lið og við erum ekki þannig að við getum bókað sigur gegn einum né neinum í þessari deild. Við verðum að berjast og halda skipulagi. Við getum tapað fyrir öllum liðum en svo á móti unnið öll liðin í deildinni.“
Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31