Rúnar: Höfum engu gleymt Árni Jóhannsson skrifar 28. júlí 2024 21:47 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar, í sólinni á Hlíðarenda Vísir/Anton Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum mjög ánægður með sigur sinna manna á Val á heimavelli í kvöld. Leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 4-1 og náðu Framarar að minnka muninn á liðin í efri hlutanum með sigrinum í kvöld. Rúnar var fyrst og fremst boðinn velkominn til baka úr 17 daga fríi frá fótboltaleikjum og því fleygt fram að Framarar kynnu enn að spila fótbolta þrátt fyrir langt frí. „Já við höfum engu gleymt miðað við frammistöðuna í kvöld en mönnum hefur hlakkað til að spila aftur en við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Strákarnir voru ofboðslega ferskir þó það hafi hægt aðeins á í seinni hálfleik, við vissum að Valsmenn myndu koma til baka með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að að halda markinu hreinu í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær fyrir aftan frábæra vörn. Kyle og Þorri skölluðu allt frá og allir börðust eins og ljón og þegar Valsmenn ná ekki að minnka muninn þá opnast möguleikar á skyndisóknum sem við nýttum afskaplega vel. Við náðum í mark sem létti aðeins pressuna á okkur því vissum að Valsmenn, með þetta frábæra lið sitt, myndu skapa færi og gætu skorað mörk.“ Rúnar var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt umfram það sem hann nefndi að ofan sem honum fannst skapa sigurinn. „Frábær byrjun líklega. Við byrjuðum með vindinn í bakið og reyndum að stela boltanum hátt og fara hratt á þá. Þannig náðum við í þessi mörk og skópum sigurinn.“ Það hlýtur að hafa verið skrýtið að fá svona langt frí á milli leikja á miðju Íslandsmóti. „Já það er búið að vera skrýtið. Maður vissi ekki hvernig þetta myndir verða, við vorum búnir að taka þetta í lotum haldandi að við værum að fara að spila fótboltaleik og halda vídeó fund um Valsmenn áður en þessu var frestað. Því miður fyrir Valsmenn þá gátu þeir ekkert að þessu gert, við erum ekki fúlir út í þá. Það var bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessu svona lengi. Maður er allavega sáttur í dag því við unnum leikinn og fáum þessi þrjú stig og stutt í næsta leik. Við þurfum að endurheimta núna og ná okkur í orku fyrir næsta leik.“ Eru Framarar ekki bara að horfa í efri hluta deildarinnar á þessum tímapunkti? „Við höfum verið á þessari línu, 6. og 7. sæti, allt tímabilið og erum að reyna að berjast við að vera í efri hlutanum. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir okkur og við getum ekkert slakað á. Við erum ánægðir með stigin í dag gegn frábæru Valsliði og erum að fara svo í Árbæinn og það verður ofboðslega erfiður leikur. Fylkir er með gott lið og við erum ekki þannig að við getum bókað sigur gegn einum né neinum í þessari deild. Við verðum að berjast og halda skipulagi. Við getum tapað fyrir öllum liðum en svo á móti unnið öll liðin í deildinni.“ Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Rúnar var fyrst og fremst boðinn velkominn til baka úr 17 daga fríi frá fótboltaleikjum og því fleygt fram að Framarar kynnu enn að spila fótbolta þrátt fyrir langt frí. „Já við höfum engu gleymt miðað við frammistöðuna í kvöld en mönnum hefur hlakkað til að spila aftur en við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Strákarnir voru ofboðslega ferskir þó það hafi hægt aðeins á í seinni hálfleik, við vissum að Valsmenn myndu koma til baka með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að að halda markinu hreinu í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær fyrir aftan frábæra vörn. Kyle og Þorri skölluðu allt frá og allir börðust eins og ljón og þegar Valsmenn ná ekki að minnka muninn þá opnast möguleikar á skyndisóknum sem við nýttum afskaplega vel. Við náðum í mark sem létti aðeins pressuna á okkur því vissum að Valsmenn, með þetta frábæra lið sitt, myndu skapa færi og gætu skorað mörk.“ Rúnar var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt umfram það sem hann nefndi að ofan sem honum fannst skapa sigurinn. „Frábær byrjun líklega. Við byrjuðum með vindinn í bakið og reyndum að stela boltanum hátt og fara hratt á þá. Þannig náðum við í þessi mörk og skópum sigurinn.“ Það hlýtur að hafa verið skrýtið að fá svona langt frí á milli leikja á miðju Íslandsmóti. „Já það er búið að vera skrýtið. Maður vissi ekki hvernig þetta myndir verða, við vorum búnir að taka þetta í lotum haldandi að við værum að fara að spila fótboltaleik og halda vídeó fund um Valsmenn áður en þessu var frestað. Því miður fyrir Valsmenn þá gátu þeir ekkert að þessu gert, við erum ekki fúlir út í þá. Það var bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessu svona lengi. Maður er allavega sáttur í dag því við unnum leikinn og fáum þessi þrjú stig og stutt í næsta leik. Við þurfum að endurheimta núna og ná okkur í orku fyrir næsta leik.“ Eru Framarar ekki bara að horfa í efri hluta deildarinnar á þessum tímapunkti? „Við höfum verið á þessari línu, 6. og 7. sæti, allt tímabilið og erum að reyna að berjast við að vera í efri hlutanum. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir okkur og við getum ekkert slakað á. Við erum ánægðir með stigin í dag gegn frábæru Valsliði og erum að fara svo í Árbæinn og það verður ofboðslega erfiður leikur. Fylkir er með gott lið og við erum ekki þannig að við getum bókað sigur gegn einum né neinum í þessari deild. Við verðum að berjast og halda skipulagi. Við getum tapað fyrir öllum liðum en svo á móti unnið öll liðin í deildinni.“
Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31