Ísrael hét hefndum og hæfði skotmörk í Líbanon Eiður Þór Árnason skrifar 28. júlí 2024 10:35 Tólf létust þegar eldflaug lenti á fótboltavelli í Gólanhæðum í gær. Ap/Hassan Shams Ísraelski flugherinn segist hafa hæft skotmörk tengd Hezbollah-samtökunum í Líbanon eftir að tólf börn og ungmenni létust í eldflaugaárás á hernumdu svæði Ísraels í Gólanhæðum. Ísraelsmenn kenna herskáu líbönsku samtökunum um árásina í bænum Majdal Shams á laugardag en hin látnu voru að spila fótbolta þegar atvikið átti sér stað. Hezbollah-samtökin hafa neitað aðild sinni að árásinni. Snemma í dag sagðist Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjö Hezbollah-skotmörk á líbönsku yfirráðasvæði. Óljóst er hvort manntjón hafi orðið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að óttast sé að vaxandi spenna gæti hrundið af stað allsherjarstríði milli Ísraels og Hezbollah. Heraflar þeirra hafa reglulega skipst á skotum frá því að stríð Ísraels og Hamas hófst á Gasa í október. Aukin spenna í samskiptum Hezbollah og Ísraels Árásin á Gólanhæðir í gær er sögð sú mannskæðasta við norðurlandamæri Ísraels síðan Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Átök milli Ísrael og Hezbollah jukust eftir að samtökin skutu eldflaugum að Ísrael til að sýna samstöðu með Palestínu, daginn eftir innrásina þegar Ísraelsmenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Hamas. Gólanhæðir er landsvæði í Sýrlandi en Ísraelsher hernumdi tvo þriðjuhluta svæðisins í sex daga stríðinu árið 1967. Árásin í dag var gerð á hersetnu svæði Ísraels. Gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“ Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði eftir mannfallið á fótboltavellinum í gær að Hezbollah þyrfti að gjalda fyrir árásina. Nokkrum klukkustundum síðar sagði ísraelski flugherinn að hann hefði gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“, þar á meðal „vopnageymslur og innviði hryðjuverkamanna.“ Sameinuðu þjóðirnar brýna fyrir öllum aðilum að halda aftur af árásum sínum. Hætta sé á því að útbreidd átök brjótist út með gríðarmiklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Mohamad Afif, talsmaður Hezbollah, hefur neitað ábyrgð á árásinni í Gólanhæðum. BBC segist reyna að sannreyna fregnir þess efnis að vígasamtökin hafi sagt Sameinuðu þjóðunum að sprengingin hafi verið af völdum ísraelskar eldflaugar sem var ætlað að stöðva för komandi óvinaflaugar. Írönsk eldflaug lent á vellinum Áður en fregnir bárust af árásinni hafði Hezbollah lýst ábyrgð á fjórum öðrum árásum á hendur sér. Ein þeirra var á nærliggjandi herstöð í hlíðum Hermonfjalls, sem liggur á landamærum Gólanhæða og Líbanons. Herstöðin er um þrjá kílómetra frá fótboltavellinum. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers sagði eldflaugina sem olli mannfallinu á fótboltavellinum vera íranska af gerð Falaq-1 sem væru „eingöngu í eigu Hezbollah“ en Ísrael og Íran hafa átt í langvarandi staðgöngustríði. Bætti hann við að Ísrael búði sig undir hefndaraðgerðir. Óttast er að nýjasta útspil Ísraelsmanna muni auka stigmögnun átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í gær. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Líbanon Tengdar fréttir Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ísraelsmenn kenna herskáu líbönsku samtökunum um árásina í bænum Majdal Shams á laugardag en hin látnu voru að spila fótbolta þegar atvikið átti sér stað. Hezbollah-samtökin hafa neitað aðild sinni að árásinni. Snemma í dag sagðist Ísraelsher hafa gert loftárásir á sjö Hezbollah-skotmörk á líbönsku yfirráðasvæði. Óljóst er hvort manntjón hafi orðið. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá því að óttast sé að vaxandi spenna gæti hrundið af stað allsherjarstríði milli Ísraels og Hezbollah. Heraflar þeirra hafa reglulega skipst á skotum frá því að stríð Ísraels og Hamas hófst á Gasa í október. Aukin spenna í samskiptum Hezbollah og Ísraels Árásin á Gólanhæðir í gær er sögð sú mannskæðasta við norðurlandamæri Ísraels síðan Hamas-samtökin gerðu árás sína á Ísrael 7. október í fyrra. Átök milli Ísrael og Hezbollah jukust eftir að samtökin skutu eldflaugum að Ísrael til að sýna samstöðu með Palestínu, daginn eftir innrásina þegar Ísraelsmenn höfðu lýst yfir stríði á hendur Hamas. Gólanhæðir er landsvæði í Sýrlandi en Ísraelsher hernumdi tvo þriðjuhluta svæðisins í sex daga stríðinu árið 1967. Árásin í dag var gerð á hersetnu svæði Ísraels. Gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“ Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels sagði eftir mannfallið á fótboltavellinum í gær að Hezbollah þyrfti að gjalda fyrir árásina. Nokkrum klukkustundum síðar sagði ísraelski flugherinn að hann hefði gert árás á „hryðjuverkaskotmörk“, þar á meðal „vopnageymslur og innviði hryðjuverkamanna.“ Sameinuðu þjóðirnar brýna fyrir öllum aðilum að halda aftur af árásum sínum. Hætta sé á því að útbreidd átök brjótist út með gríðarmiklum mannlegum hörmungum og eyðileggingu. Mohamad Afif, talsmaður Hezbollah, hefur neitað ábyrgð á árásinni í Gólanhæðum. BBC segist reyna að sannreyna fregnir þess efnis að vígasamtökin hafi sagt Sameinuðu þjóðunum að sprengingin hafi verið af völdum ísraelskar eldflaugar sem var ætlað að stöðva för komandi óvinaflaugar. Írönsk eldflaug lent á vellinum Áður en fregnir bárust af árásinni hafði Hezbollah lýst ábyrgð á fjórum öðrum árásum á hendur sér. Ein þeirra var á nærliggjandi herstöð í hlíðum Hermonfjalls, sem liggur á landamærum Gólanhæða og Líbanons. Herstöðin er um þrjá kílómetra frá fótboltavellinum. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelshers sagði eldflaugina sem olli mannfallinu á fótboltavellinum vera íranska af gerð Falaq-1 sem væru „eingöngu í eigu Hezbollah“ en Ísrael og Íran hafa átt í langvarandi staðgöngustríði. Bætti hann við að Ísrael búði sig undir hefndaraðgerðir. Óttast er að nýjasta útspil Ísraelsmanna muni auka stigmögnun átaka fyrir botni Miðjarðarhafs. Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu í gær. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Líbanon Tengdar fréttir Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37 Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Sjá meira
Ellefu ungmenni létust í loftárás á fótboltavöll Ellefu ungmenni létust og nítján særðust í eldflaugaárás sem gerð var á fótboltavöll á Gólanhæðum í dag. Ísraelsher kennir líbönsku samtökunum Hizbollah um en þau neita sök. 27. júlí 2024 21:37
Börn stærsti hluti látinna eftir árás á skóla Minnst þrjátíu voru drepnir og hundrað særðust í loftárásum Ísraelshers á skóla á Gasasvæðinu. Fleiri en fjögur þúsund héldu til í skólanum fyrir árásina, meirihlutinn konur og börn. 27. júlí 2024 20:26