FBI dregur forstjórann í land og staðfestir að Trump hafi orðið fyrir byssukúlu Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2024 10:47 Donald Trump var fylgt af sviðinu eftir árásina í Butler í Pennsylvaníu þann 13. júlí síðastliðinn. Ap/Gene J. Puskar Bandaríska alríkislögreglan (FBI) staðfestir að það hafi verið byssukúla sem hæfði eyra Donalds Trump á kosningafundi í Pennsylvaníu fyrir um tveimur vikum. Yfirlýsingin kemur í kjölfar óljósra frásagna um það hvað olli sárum hans þegar byssumaður hóf skothríð þann 13. júlí. „Það sem hæfði Trump, fyrrverandi forseta í eyrað var byssukúla, hvort sem hún var heil eða búin að sundrast í minni hluta, skotið úr riffli hins látna,“ segir í yfirlýsingu alríkislögreglunnar en árásarmaðurinn var skotinn til bana á staðnum. Þessi stutta yfirlýsing kemur í kjölfar óljósra ummæla sem Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar lét falla fyrr í vikunni. Virtust þau vekja efasemdir um það hvort Trump hafi raunverulega orðið fyrir byssukúlu. „Það er viss spurning hvort það var byssukúla eða eitthvað brot sem hæfði eyra hans,“ sagði Wray í svari við spurningu Jim Jordan, formanni dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á miðvikudag. Sneri hún að því hvort FBI hafi gert grein fyrir öllum byssukúlunum sem skotið var af árásarmanninum. „Það er hugsanlegt – eins og stendur veit ég ekki hvort þessi kúla, ásamt því að valda skrámunni hefði hún líka getað lent annars staðar,“ sagði Wray. Vakið reiði stuðningsmanna Orð forstjórans vöktu reiði Trumps og bandamanna hans og ýttu frekar undir samsæriskenningar sem hafa sprottið upp eftir banatilræðið þann 13. júlí. Fram að þessu höfðu fulltrúar alríkislögreglunnar og leyniþjónustunnar sem tóku þátt í rannsókn málsins neitað að veita upplýsingar um það hvað olli sárum Trumps. Kosningaherbúðir Trumps hafa sömuleiðis ekki viljað birta sjúkraskrár frá sjúkrahúsinu þar sem hann var fyrst meðhöndlaður eða veita fjölmiðlum aðgang að læknum þar. Í stað þess hafa upplýsingar fyrst og fremst borist frá Trump sjálfum og Ronny Jackson, lækni og dyggum stuðningsmanni Trumps sem starfaði sem læknir hans í Hvíta húsinu. Donald Trump hefur lýst því að byssukúla hafi farið í gegnum eyra hans á þessum örlagaríka kosningafundi.AP/Evan Vucci Lítið um svör í fyrstu AP-fréttaveitan greinir frá því að spurningar um umfang og eðli sára Trumps hafi vaknað strax eftir árásina þegar kosningateymi hans og lögreglumenn neituðu að svara spurningum um ástand hans eða meðferðina sem hann fékk. Trump sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social nokkrum klukkustundum eftir árásina að hann hafi verið „skotinn með byssukúlu sem fór í gegnum efri hlutann á hægra eyra mínu.“ „Ég vissi strax að eitthvað var að af því ég heyrði suð, skot og fann strax þegar kúlan fór í gegnum húðina,“ skrifaði hann. Tregða alríkislögreglunnar við að staðfesta þessa frásögn hefur aukið á spennu milli forsvarsmanna stofnunarinnar og forsetans fyrrverandi sem hefur lengi sakað hana um að vinna gegn sér. Wray, forstjóri alríkislögreglunnar hefur hafnað þeim ásökunum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira
„Það sem hæfði Trump, fyrrverandi forseta í eyrað var byssukúla, hvort sem hún var heil eða búin að sundrast í minni hluta, skotið úr riffli hins látna,“ segir í yfirlýsingu alríkislögreglunnar en árásarmaðurinn var skotinn til bana á staðnum. Þessi stutta yfirlýsing kemur í kjölfar óljósra ummæla sem Christopher Wray, forstjóri alríkislögreglunnar lét falla fyrr í vikunni. Virtust þau vekja efasemdir um það hvort Trump hafi raunverulega orðið fyrir byssukúlu. „Það er viss spurning hvort það var byssukúla eða eitthvað brot sem hæfði eyra hans,“ sagði Wray í svari við spurningu Jim Jordan, formanni dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á miðvikudag. Sneri hún að því hvort FBI hafi gert grein fyrir öllum byssukúlunum sem skotið var af árásarmanninum. „Það er hugsanlegt – eins og stendur veit ég ekki hvort þessi kúla, ásamt því að valda skrámunni hefði hún líka getað lent annars staðar,“ sagði Wray. Vakið reiði stuðningsmanna Orð forstjórans vöktu reiði Trumps og bandamanna hans og ýttu frekar undir samsæriskenningar sem hafa sprottið upp eftir banatilræðið þann 13. júlí. Fram að þessu höfðu fulltrúar alríkislögreglunnar og leyniþjónustunnar sem tóku þátt í rannsókn málsins neitað að veita upplýsingar um það hvað olli sárum Trumps. Kosningaherbúðir Trumps hafa sömuleiðis ekki viljað birta sjúkraskrár frá sjúkrahúsinu þar sem hann var fyrst meðhöndlaður eða veita fjölmiðlum aðgang að læknum þar. Í stað þess hafa upplýsingar fyrst og fremst borist frá Trump sjálfum og Ronny Jackson, lækni og dyggum stuðningsmanni Trumps sem starfaði sem læknir hans í Hvíta húsinu. Donald Trump hefur lýst því að byssukúla hafi farið í gegnum eyra hans á þessum örlagaríka kosningafundi.AP/Evan Vucci Lítið um svör í fyrstu AP-fréttaveitan greinir frá því að spurningar um umfang og eðli sára Trumps hafi vaknað strax eftir árásina þegar kosningateymi hans og lögreglumenn neituðu að svara spurningum um ástand hans eða meðferðina sem hann fékk. Trump sagði á samfélagsmiðlinum Truth Social nokkrum klukkustundum eftir árásina að hann hafi verið „skotinn með byssukúlu sem fór í gegnum efri hlutann á hægra eyra mínu.“ „Ég vissi strax að eitthvað var að af því ég heyrði suð, skot og fann strax þegar kúlan fór í gegnum húðina,“ skrifaði hann. Tregða alríkislögreglunnar við að staðfesta þessa frásögn hefur aukið á spennu milli forsvarsmanna stofnunarinnar og forsetans fyrrverandi sem hefur lengi sakað hana um að vinna gegn sér. Wray, forstjóri alríkislögreglunnar hefur hafnað þeim ásökunum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Fleiri fréttir Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Sjá meira