Full ástæða til að vara foreldra við Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. júlí 2024 22:43 Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi hefur áhyggjur af stöðunni. Vísir Starfsfólk Foreldrahúss hefur séð aukningu í vímuefnavanda ungmenna síðustu ár og hefur áhyggjur af stöðu mála. Mjög auðvelt sé fyrir unglinga að nálgast vímuefni á samfélagsmiðlum og það sé liðin tíð að einungis börn sem búi við erfiðar aðstæður glími við fíkniefnavanda. Starfsfólk hefur einkum séð aukna tíðni hjá yngri unglingum niður í tólf til fjórtán ára aldur. Kallað er eftir vitundarvakningu um stöðu barna og ákváðu stjórnendur hjá Foreldahúsi að hafa opið í júlí sérstaklega til að bregðast við vandanum. „Okkur finnst vera full ástæða til að skoða það svolítið og líka vara foreldra við að það er orðið svo auðvelt fyrir þau að verða sér út um þetta. Þau þurfa ekki að eiga mikinn pening til að byrja með,“ sagði Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún telur ýmislegt geta skýrt þessa aukningu en sérstaklega sé það umfangsmikil markaðssetning vímuefna á samfélagsmiðlum sem beinist að unglingum. „Þar sem verið er að bjóða þeim á góðu verði og það eru heimsendingar, það er ekki spurt um neinn aldur. Þetta er auglýst til að hjálpa þeim með kvíða, leiða, verða hress og svo framvegis og unglingar finna oft fyrir þeim tilfinningum.“ Vímuefni markaðsett með jákvæðum skilaboðum Guðrún telur aðra ástæðu fyrir aukningunni geta verið að búið sé að normalisera vímuefnaneyslu í samfélaginu. „Kannski út af lögleiðingu til dæmis kannabis út um allt og svona ýmislegt en ég held að það sé mikið það.“ Það er ekki flókið að finna síður á samfélagsmiðlum þar sem hægt er að kaupa alls kyns fíkniefni frá mismunandi söluaðilum. Þjónustan er víða betri en í hefðbundnum verslunum. Söluaðilar gefa upp síma og hvað efnin kosta. Upprunalands efnis er getið og einhverjir bjóða upp á að keyra fíkniefnin beint til kaupenda. Í einhverjum tilvikum er hægt að millifæra greiðslur á fíkniefnasalana. Loks eru eiturlyfin gjarnan markaðssett með jákvæðum skilaboðum eins og að þau auki orku og úthald. Mýta að bara sé um að ræða einhverja vandræðaunglinga Guðrún segir misjafnt í hversu mikinn vanda börn og foreldrar eru komin í þegar þau leita til Foreldrahúss. Sumir foreldrar átti sig strax á því þegar börn þeirra byrja að neyta vímuefna en ekki allir. „Aðrir foreldrar hafa ekki vitað þetta kannski í ár þannig að unglingurinn getur verið kominn í dálítinn vanda. Og ég ætla bara taka það fram að það eru ekkert frekar unglingar sem búa við einhverjar erfiðar heimilisaðstæður eða sem er eitthvað stórkostlega mikið að. Þetta er bara á öllum stigum þjóðfélagsins. Það er ekki lengur sú gamla saga að þetta séu bara unglingar sem eigi erfitt. Þetta er alls konar unglingar, unglingar í íþróttum og alls konar.“ Utan opnunartíma Foreldrahúss veitir fagaðili foreldrum ráðgjöf og stuðning í Foreldrasímanum sem er 581-1799. Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 26. júlí 2024 12:05 Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. 25. júlí 2024 12:22 „Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23. júlí 2024 13:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Starfsfólk hefur einkum séð aukna tíðni hjá yngri unglingum niður í tólf til fjórtán ára aldur. Kallað er eftir vitundarvakningu um stöðu barna og ákváðu stjórnendur hjá Foreldahúsi að hafa opið í júlí sérstaklega til að bregðast við vandanum. „Okkur finnst vera full ástæða til að skoða það svolítið og líka vara foreldra við að það er orðið svo auðvelt fyrir þau að verða sér út um þetta. Þau þurfa ekki að eiga mikinn pening til að byrja með,“ sagði Guðrún Björg Ágústsdóttir, áfengis- og vímuefnaráðgjafi hjá Foreldrahúsi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún telur ýmislegt geta skýrt þessa aukningu en sérstaklega sé það umfangsmikil markaðssetning vímuefna á samfélagsmiðlum sem beinist að unglingum. „Þar sem verið er að bjóða þeim á góðu verði og það eru heimsendingar, það er ekki spurt um neinn aldur. Þetta er auglýst til að hjálpa þeim með kvíða, leiða, verða hress og svo framvegis og unglingar finna oft fyrir þeim tilfinningum.“ Vímuefni markaðsett með jákvæðum skilaboðum Guðrún telur aðra ástæðu fyrir aukningunni geta verið að búið sé að normalisera vímuefnaneyslu í samfélaginu. „Kannski út af lögleiðingu til dæmis kannabis út um allt og svona ýmislegt en ég held að það sé mikið það.“ Það er ekki flókið að finna síður á samfélagsmiðlum þar sem hægt er að kaupa alls kyns fíkniefni frá mismunandi söluaðilum. Þjónustan er víða betri en í hefðbundnum verslunum. Söluaðilar gefa upp síma og hvað efnin kosta. Upprunalands efnis er getið og einhverjir bjóða upp á að keyra fíkniefnin beint til kaupenda. Í einhverjum tilvikum er hægt að millifæra greiðslur á fíkniefnasalana. Loks eru eiturlyfin gjarnan markaðssett með jákvæðum skilaboðum eins og að þau auki orku og úthald. Mýta að bara sé um að ræða einhverja vandræðaunglinga Guðrún segir misjafnt í hversu mikinn vanda börn og foreldrar eru komin í þegar þau leita til Foreldrahúss. Sumir foreldrar átti sig strax á því þegar börn þeirra byrja að neyta vímuefna en ekki allir. „Aðrir foreldrar hafa ekki vitað þetta kannski í ár þannig að unglingurinn getur verið kominn í dálítinn vanda. Og ég ætla bara taka það fram að það eru ekkert frekar unglingar sem búa við einhverjar erfiðar heimilisaðstæður eða sem er eitthvað stórkostlega mikið að. Þetta er bara á öllum stigum þjóðfélagsins. Það er ekki lengur sú gamla saga að þetta séu bara unglingar sem eigi erfitt. Þetta er alls konar unglingar, unglingar í íþróttum og alls konar.“ Utan opnunartíma Foreldrahúss veitir fagaðili foreldrum ráðgjöf og stuðning í Foreldrasímanum sem er 581-1799.
Börn og uppeldi Fíkn Tengdar fréttir Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 26. júlí 2024 12:05 Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. 25. júlí 2024 12:22 „Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23. júlí 2024 13:01 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sjá meira
Sala á fíkniefnum fari fram fyrir opnum tjöldum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lagt hald á umtalsvert magn af fíkniefnum og teygir málið anga sína víða. Yfirlögregluþjónn segir talsvert magn fíkniefna í umferð og sala þeirra fari fram fyrir opnum tjöldum á samfélagsmiðlum. Fimm manns eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 26. júlí 2024 12:05
Margt sem kann að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur áhyggjur af þróun í samfélaginu hvað lýtur að ofbeldi og vímuefnaneyslu barna- og unglinga. Það séu þó margir samverkandi þættir sem kunni að skýra fjölgun tilkynninga til barnaverndar og erfitt að leggja mat á raunverulega aukningu áhættuhegðunar barna. 25. júlí 2024 12:22
„Þetta eru ekki bara viðvörunarbjöllur heldur rauð ljós“ Aukna áhættuhegðun og vímuefnanotkun barna ber að taka alvarlega og gefur þróunin tilefni til að taka enn betur utan um málefni barna. Þetta segir formaður velferðarnefndar Alþingis sem gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir í nefndinni þegar þing kemur saman í haust. 23. júlí 2024 13:01