Hún var kölluð drusla Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 24. júlí 2024 16:00 Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út...... Lífið var núna og allt að gerast, við unnum eins og þrælar og djömmuðum allar helgar, en vorum oftast góð. Það var í sumarbyrjun að hún byrjaði hjá okkur, það var alltaf glatt í kringum hana, hún hafði þessa útgeislun sem hreif alla með. Hún var lágvaxin og grönn, rautt sítt hár og svo ótal margar glettnar freknur, fallega djúpblá augu full af gleði og gáska, snögg í hreyfingum og snögg og hnitin í svörum, alltaf stutt í grínið, ein af þessum fallegu sálum sem sum okkar erum svo heppin að fá að kynnast og eiga samleið með, þó hún hafi aðeins stoppað stutt hjá okkur hef ég aldrei gleymt hanni. Einn mánudaginn þurfti ég ekki inn í vinnslusal strax og sat því ein í ganginum að reykja þegar hún sest hjá mér, ég sá strax að það var eitthvað breytt, glampinn í augunum hennar var ekki eins „hreinn“ og áður, það hafði eitthvað hent. Hún segir: Gumma má ég segja þér svolítið?Ég náttúrulega svara já en svolítið hissa því hún hafði aldrei talað beint við mig þó við höfðum oft spjallað áður og fíflast. Hún var ekkert að málalengja þetta neitt en sagði beint: „Mér var nauðgað um helgina.“ Orðin lágu þarna í loftinu, þung, óyfirstíganleg. Guð minn góður sagði ég, tók utan um hana og við grétum saman þarna tvær í langaganginum í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Allt í einu ranka ég við mér, kærðirðu ekki? Jú, fór á slysó í skoðun og myndatöku og talaði svo við lögguna. OG sagði ég eftir smá þögn, þeir sögðu að ég gæti sjálfri mér um kennt að klæða mig svona og þeir tóku ekki skýrslu eða neitt. Það þýddi ekkert fyrir svona druslu að kæra. Reiðin kraumaði í mér, enda með sterka réttlætiskennd, en hún alveg róleg sagði þetta er allt í lagi, ég vill ekkert vesen, lofaðu að segja engum, ég þurfti bara að segja einhverjum þetta. Svo var hún farin að vinna, ég sá hana lítið, það fór minna fyrir henni en áður, svo einn daginn var hún hætt. Mér verður oft hugsað til hennar, og oft fellt tár hennar vegna, mér til skammar man ég ekki hvað hún heitir, en ég hef aldrei gleymt henni. Hún var 18 ára þá, hún var í hálfsíðu svörtu leðurpilsi, hvítri skyrtu, leðurjakka og háum leðurstígvélum, þetta kvöld sem henni var nauðgað. Þeir kölluðu hana druslu og hún fékk ekki að kæra. Ég hef aldrei sagt neinum þetta áður, vona að mér sé fyrirgefið að koma upp um leyndarmálið þitt, leyndarmál sem þú áttir aldrei að þurfa að burðast með. Vonandi hefur það hjálpað að ég hlustaði þennan dag. Ég hef aldrei gleymt þér. Höfundur er DRUSLA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Druslugangan Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Skoðun Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út...... Lífið var núna og allt að gerast, við unnum eins og þrælar og djömmuðum allar helgar, en vorum oftast góð. Það var í sumarbyrjun að hún byrjaði hjá okkur, það var alltaf glatt í kringum hana, hún hafði þessa útgeislun sem hreif alla með. Hún var lágvaxin og grönn, rautt sítt hár og svo ótal margar glettnar freknur, fallega djúpblá augu full af gleði og gáska, snögg í hreyfingum og snögg og hnitin í svörum, alltaf stutt í grínið, ein af þessum fallegu sálum sem sum okkar erum svo heppin að fá að kynnast og eiga samleið með, þó hún hafi aðeins stoppað stutt hjá okkur hef ég aldrei gleymt hanni. Einn mánudaginn þurfti ég ekki inn í vinnslusal strax og sat því ein í ganginum að reykja þegar hún sest hjá mér, ég sá strax að það var eitthvað breytt, glampinn í augunum hennar var ekki eins „hreinn“ og áður, það hafði eitthvað hent. Hún segir: Gumma má ég segja þér svolítið?Ég náttúrulega svara já en svolítið hissa því hún hafði aldrei talað beint við mig þó við höfðum oft spjallað áður og fíflast. Hún var ekkert að málalengja þetta neitt en sagði beint: „Mér var nauðgað um helgina.“ Orðin lágu þarna í loftinu, þung, óyfirstíganleg. Guð minn góður sagði ég, tók utan um hana og við grétum saman þarna tvær í langaganginum í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Allt í einu ranka ég við mér, kærðirðu ekki? Jú, fór á slysó í skoðun og myndatöku og talaði svo við lögguna. OG sagði ég eftir smá þögn, þeir sögðu að ég gæti sjálfri mér um kennt að klæða mig svona og þeir tóku ekki skýrslu eða neitt. Það þýddi ekkert fyrir svona druslu að kæra. Reiðin kraumaði í mér, enda með sterka réttlætiskennd, en hún alveg róleg sagði þetta er allt í lagi, ég vill ekkert vesen, lofaðu að segja engum, ég þurfti bara að segja einhverjum þetta. Svo var hún farin að vinna, ég sá hana lítið, það fór minna fyrir henni en áður, svo einn daginn var hún hætt. Mér verður oft hugsað til hennar, og oft fellt tár hennar vegna, mér til skammar man ég ekki hvað hún heitir, en ég hef aldrei gleymt henni. Hún var 18 ára þá, hún var í hálfsíðu svörtu leðurpilsi, hvítri skyrtu, leðurjakka og háum leðurstígvélum, þetta kvöld sem henni var nauðgað. Þeir kölluðu hana druslu og hún fékk ekki að kæra. Ég hef aldrei sagt neinum þetta áður, vona að mér sé fyrirgefið að koma upp um leyndarmálið þitt, leyndarmál sem þú áttir aldrei að þurfa að burðast með. Vonandi hefur það hjálpað að ég hlustaði þennan dag. Ég hef aldrei gleymt þér. Höfundur er DRUSLA.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar