Hún var kölluð drusla Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 24. júlí 2024 16:00 Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út...... Lífið var núna og allt að gerast, við unnum eins og þrælar og djömmuðum allar helgar, en vorum oftast góð. Það var í sumarbyrjun að hún byrjaði hjá okkur, það var alltaf glatt í kringum hana, hún hafði þessa útgeislun sem hreif alla með. Hún var lágvaxin og grönn, rautt sítt hár og svo ótal margar glettnar freknur, fallega djúpblá augu full af gleði og gáska, snögg í hreyfingum og snögg og hnitin í svörum, alltaf stutt í grínið, ein af þessum fallegu sálum sem sum okkar erum svo heppin að fá að kynnast og eiga samleið með, þó hún hafi aðeins stoppað stutt hjá okkur hef ég aldrei gleymt hanni. Einn mánudaginn þurfti ég ekki inn í vinnslusal strax og sat því ein í ganginum að reykja þegar hún sest hjá mér, ég sá strax að það var eitthvað breytt, glampinn í augunum hennar var ekki eins „hreinn“ og áður, það hafði eitthvað hent. Hún segir: Gumma má ég segja þér svolítið?Ég náttúrulega svara já en svolítið hissa því hún hafði aldrei talað beint við mig þó við höfðum oft spjallað áður og fíflast. Hún var ekkert að málalengja þetta neitt en sagði beint: „Mér var nauðgað um helgina.“ Orðin lágu þarna í loftinu, þung, óyfirstíganleg. Guð minn góður sagði ég, tók utan um hana og við grétum saman þarna tvær í langaganginum í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Allt í einu ranka ég við mér, kærðirðu ekki? Jú, fór á slysó í skoðun og myndatöku og talaði svo við lögguna. OG sagði ég eftir smá þögn, þeir sögðu að ég gæti sjálfri mér um kennt að klæða mig svona og þeir tóku ekki skýrslu eða neitt. Það þýddi ekkert fyrir svona druslu að kæra. Reiðin kraumaði í mér, enda með sterka réttlætiskennd, en hún alveg róleg sagði þetta er allt í lagi, ég vill ekkert vesen, lofaðu að segja engum, ég þurfti bara að segja einhverjum þetta. Svo var hún farin að vinna, ég sá hana lítið, það fór minna fyrir henni en áður, svo einn daginn var hún hætt. Mér verður oft hugsað til hennar, og oft fellt tár hennar vegna, mér til skammar man ég ekki hvað hún heitir, en ég hef aldrei gleymt henni. Hún var 18 ára þá, hún var í hálfsíðu svörtu leðurpilsi, hvítri skyrtu, leðurjakka og háum leðurstígvélum, þetta kvöld sem henni var nauðgað. Þeir kölluðu hana druslu og hún fékk ekki að kæra. Ég hef aldrei sagt neinum þetta áður, vona að mér sé fyrirgefið að koma upp um leyndarmálið þitt, leyndarmál sem þú áttir aldrei að þurfa að burðast með. Vonandi hefur það hjálpað að ég hlustaði þennan dag. Ég hef aldrei gleymt þér. Höfundur er DRUSLA. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Druslugangan Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Ég var að vinna í Bæjarútgerð Reykjavíkur (BÚR) árin í kringum 1983 til 85, við vorum ung og við áttum heimin, rigningin var góð, fjólublátt ljós við barinn, Pamela í Dallas þurfti ekki að vaska upp en Sísí fríkaði út...... Lífið var núna og allt að gerast, við unnum eins og þrælar og djömmuðum allar helgar, en vorum oftast góð. Það var í sumarbyrjun að hún byrjaði hjá okkur, það var alltaf glatt í kringum hana, hún hafði þessa útgeislun sem hreif alla með. Hún var lágvaxin og grönn, rautt sítt hár og svo ótal margar glettnar freknur, fallega djúpblá augu full af gleði og gáska, snögg í hreyfingum og snögg og hnitin í svörum, alltaf stutt í grínið, ein af þessum fallegu sálum sem sum okkar erum svo heppin að fá að kynnast og eiga samleið með, þó hún hafi aðeins stoppað stutt hjá okkur hef ég aldrei gleymt hanni. Einn mánudaginn þurfti ég ekki inn í vinnslusal strax og sat því ein í ganginum að reykja þegar hún sest hjá mér, ég sá strax að það var eitthvað breytt, glampinn í augunum hennar var ekki eins „hreinn“ og áður, það hafði eitthvað hent. Hún segir: Gumma má ég segja þér svolítið?Ég náttúrulega svara já en svolítið hissa því hún hafði aldrei talað beint við mig þó við höfðum oft spjallað áður og fíflast. Hún var ekkert að málalengja þetta neitt en sagði beint: „Mér var nauðgað um helgina.“ Orðin lágu þarna í loftinu, þung, óyfirstíganleg. Guð minn góður sagði ég, tók utan um hana og við grétum saman þarna tvær í langaganginum í Bæjarútgerð Reykjavíkur. Allt í einu ranka ég við mér, kærðirðu ekki? Jú, fór á slysó í skoðun og myndatöku og talaði svo við lögguna. OG sagði ég eftir smá þögn, þeir sögðu að ég gæti sjálfri mér um kennt að klæða mig svona og þeir tóku ekki skýrslu eða neitt. Það þýddi ekkert fyrir svona druslu að kæra. Reiðin kraumaði í mér, enda með sterka réttlætiskennd, en hún alveg róleg sagði þetta er allt í lagi, ég vill ekkert vesen, lofaðu að segja engum, ég þurfti bara að segja einhverjum þetta. Svo var hún farin að vinna, ég sá hana lítið, það fór minna fyrir henni en áður, svo einn daginn var hún hætt. Mér verður oft hugsað til hennar, og oft fellt tár hennar vegna, mér til skammar man ég ekki hvað hún heitir, en ég hef aldrei gleymt henni. Hún var 18 ára þá, hún var í hálfsíðu svörtu leðurpilsi, hvítri skyrtu, leðurjakka og háum leðurstígvélum, þetta kvöld sem henni var nauðgað. Þeir kölluðu hana druslu og hún fékk ekki að kæra. Ég hef aldrei sagt neinum þetta áður, vona að mér sé fyrirgefið að koma upp um leyndarmálið þitt, leyndarmál sem þú áttir aldrei að þurfa að burðast með. Vonandi hefur það hjálpað að ég hlustaði þennan dag. Ég hef aldrei gleymt þér. Höfundur er DRUSLA.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun