Þrír drepnir í árás Ísraela í Jemen Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júlí 2024 07:50 Mikill eldur kviknaði við höfnina í gær. epa Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust. Ísraelar höfðu heitið hefndum frá því að Hútum tókst að vinna bug á öflugu loftvarnarkerfi Ísraela fyrir helgi. Um er að ræða fyrstu árás Ísraela í Jemen frá því að Hútar hófu loft- og drónaárásir í Ísrael á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Húta á samfélagsmiðlum var sprengjum Ísraelshers varpað á eldsneytisbirgðastöð og orkuver. Yahya Saree, talsmaður Húta, segir að Hútar munu svara árás Ísraela. Ísraelskri herinn greindi sömuleiðis frá því í gær að herþotur þeirra hefðu hæft hernaðarskotmörk í Hodeidah í Jemen sem andsvar við „hundruðum árása sem gerðar hafa verið gegn Ísraelsríki á síðastliðnum mánuðum“. Netanjahú segir bryggju, sem skotið var á, hafa verið notaða í „hernaðartilgangi“. Mikill eldsvoði kviknaði á höfninni í gærkvöldi eftir loftárásirnar. Einn lét lífið í árásum Húta í Tel Aviv fyrir helgi. Fram að því hafði öflugt loftvarnarkerfi Ísraela komið í veg fyrir mannfall en í þetta sinn hæfðu eldflaugar íbúðablokk í Tel Aviv „vegna mannlegra mistaka“ eins og það var orðað í færslu ísraelska hersins á samfélagsmiðlum. Hútar eru hliðhollir Hamas-samtökunum á Gaza og hafa gert fjölda árása á flutningaskip á Rauðahafi frá því í nóvember. Þeir segjast beina árásum sínum að skipum tengdum Ísrael í því skyni að styðja Palestínumenn vegna árása Ísraels á Gasaströndinni. Ísrael Jemen Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Ísraelar höfðu heitið hefndum frá því að Hútum tókst að vinna bug á öflugu loftvarnarkerfi Ísraela fyrir helgi. Um er að ræða fyrstu árás Ísraela í Jemen frá því að Hútar hófu loft- og drónaárásir í Ísrael á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum Húta á samfélagsmiðlum var sprengjum Ísraelshers varpað á eldsneytisbirgðastöð og orkuver. Yahya Saree, talsmaður Húta, segir að Hútar munu svara árás Ísraela. Ísraelskri herinn greindi sömuleiðis frá því í gær að herþotur þeirra hefðu hæft hernaðarskotmörk í Hodeidah í Jemen sem andsvar við „hundruðum árása sem gerðar hafa verið gegn Ísraelsríki á síðastliðnum mánuðum“. Netanjahú segir bryggju, sem skotið var á, hafa verið notaða í „hernaðartilgangi“. Mikill eldsvoði kviknaði á höfninni í gærkvöldi eftir loftárásirnar. Einn lét lífið í árásum Húta í Tel Aviv fyrir helgi. Fram að því hafði öflugt loftvarnarkerfi Ísraela komið í veg fyrir mannfall en í þetta sinn hæfðu eldflaugar íbúðablokk í Tel Aviv „vegna mannlegra mistaka“ eins og það var orðað í færslu ísraelska hersins á samfélagsmiðlum. Hútar eru hliðhollir Hamas-samtökunum á Gaza og hafa gert fjölda árása á flutningaskip á Rauðahafi frá því í nóvember. Þeir segjast beina árásum sínum að skipum tengdum Ísrael í því skyni að styðja Palestínumenn vegna árása Ísraels á Gasaströndinni.
Ísrael Jemen Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10 Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58 Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51 Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Hútar hóta hefndum Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða. 13. janúar 2024 00:10
Ráðast enn og aftur á Húta Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum. 3. febrúar 2024 23:58
Skutu niður eldflaug sem skotið var að herskipinu USS Laboon Bandaríkjaher hefur skotið niður eldflaug sem var á leið í átt að hersskipinu USS Laboon á Rauðahafi. 15. janúar 2024 06:51