KFC á Íslandi segir meinta ljósmynd viðskiptavinar „falska“ Eiður Þór Árnason skrifar 20. júlí 2024 18:11 KFC rekur átta veitingastaði á Íslandi. vísir/vilhelm Ljósmynd sem gefið var í skyn að væri af hráum kjúklingi keyptum á veitingastað KFC í Reykjanesbæ er „fölsk“, að sögn forsvarsmanna KFC á Íslandi. Svo virðist sem ljósmyndin hafi verið tekin erlendis fyrir minnst átta árum síðan. Umrædd ljósmynd var birt á hinum vinsæla Facebook-hóp Matartips og vakti þar nokkra athygli. Með myndinni fylgdi færsla þar sem notandi skrifaði um meinta upplifun sína af veitingakeðjunni og að hafa fengið hráan kjúklingabita þar fyrir tveimur árum. Færslan var skrifuð á ensku og síðar eytt úr Facebook-hópnum en þá hafði DV gert hana að umfjöllunarefni sínu. Noti ekki lengur sömu box undir kjúklinginn KFC svarar fyrir myndina í samhljóða færslum á Facebook-síðu sinni og Matartips. Telur hópurinn yfir 55 þúsund meðlimi sem ræða flestallt sem viðkemur mat. „Á Matartips segist prófíll undir nafninu Ryan Fendi hafa keypt hráan kjúkling í Keflavík og birtir hann þessa mynd með. KFC afgreiðir ekki lengur veitingar í sambærilegum boxum og sést á myndinni. Þá má með einfaldri leit finna myndina og sjá að hún birtist fyrst á samfélagsmiðlinum Imgur í maí 2016.“ Þá hvetja forsvarsmenn KFC á Íslandi viðskiptavini til að láta starfsmenn vita ef máltíð þeirra eða veitt þjónusta stendur ekki undir væntingum. Skjáskot af frétt DV sem hefur síðan verið fjarlægð af vefnum.Skjáskot Umrædd ljósmynd var endurbirt í frétt DV um færsluna á Matartips sem síðar var fjarlægð af vef miðilsins. Virðist myndin vera sú sama og fulltrúar KFC benda á að hafi verið sett inn á netið árið 2016. Facebook-færsla KFC. Hún hefur síðan verið fjarlægð.Skjáskot Fréttin hefur verið uppfærð með skjáskoti af færslu KFC eftir að færsla fyrirtækisins var fjarlægð af Facebook-síðu þess. Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Umrædd ljósmynd var birt á hinum vinsæla Facebook-hóp Matartips og vakti þar nokkra athygli. Með myndinni fylgdi færsla þar sem notandi skrifaði um meinta upplifun sína af veitingakeðjunni og að hafa fengið hráan kjúklingabita þar fyrir tveimur árum. Færslan var skrifuð á ensku og síðar eytt úr Facebook-hópnum en þá hafði DV gert hana að umfjöllunarefni sínu. Noti ekki lengur sömu box undir kjúklinginn KFC svarar fyrir myndina í samhljóða færslum á Facebook-síðu sinni og Matartips. Telur hópurinn yfir 55 þúsund meðlimi sem ræða flestallt sem viðkemur mat. „Á Matartips segist prófíll undir nafninu Ryan Fendi hafa keypt hráan kjúkling í Keflavík og birtir hann þessa mynd með. KFC afgreiðir ekki lengur veitingar í sambærilegum boxum og sést á myndinni. Þá má með einfaldri leit finna myndina og sjá að hún birtist fyrst á samfélagsmiðlinum Imgur í maí 2016.“ Þá hvetja forsvarsmenn KFC á Íslandi viðskiptavini til að láta starfsmenn vita ef máltíð þeirra eða veitt þjónusta stendur ekki undir væntingum. Skjáskot af frétt DV sem hefur síðan verið fjarlægð af vefnum.Skjáskot Umrædd ljósmynd var endurbirt í frétt DV um færsluna á Matartips sem síðar var fjarlægð af vef miðilsins. Virðist myndin vera sú sama og fulltrúar KFC benda á að hafi verið sett inn á netið árið 2016. Facebook-færsla KFC. Hún hefur síðan verið fjarlægð.Skjáskot Fréttin hefur verið uppfærð með skjáskoti af færslu KFC eftir að færsla fyrirtækisins var fjarlægð af Facebook-síðu þess.
Veitingastaðir Neytendur Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira