Samfélagið þurfi á börnum að halda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. júlí 2024 20:31 Sunna Símonardóttir aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Frjósemi hér á landi hefur ekki verið minni frá upphafi mælinga á nítjándu öld. Síðasta áratug hefur þjóðin ekki viðhaldið mannfjölda til framtíðar. Það er brýnt að snúa þróuninni við að mati sérfræðings vilji landsmenn viðhalda góðu velferðarkerfi og innviðum. Algjört hrun hefur orðið á fæðingartíðni hér á landi síðustu ár og hefur hún aldrei verið lægri. Nú fæðir hver kona að meðaltali eitt komma sex barn. Frjósemin þyrfti að vera tvö komma eitt barn svo mannfjöldanum væri viðhaldið en það þarf að fara aftur til 2012 til að finna þann fjölda. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar kemur fram að á síðasta ári fæddust Sjötíu færri börn en árið á undan eða samtals 4.315 börn. Eldri mæður og færri sem vilja börn Áður fyrr var mun algengara að konur eignuðust fyrsta barn á þrítugsaldri en frá 2019 hafa langflestar konur verið á fertugsaldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Það er svo talin vera ein af ástæðunum fyrir lækkandi fæðingartíðni að sögn Sunnu Símonardóttur nýdoktors og aðjúnkts við Háskóla Íslands. „Konur eru að eignast börn seinna og það er líka stærri hópur en áður sem ákveður að eignast ekki börn,“ segir Sunna. Öflug velferðarkerfi ali ekki endilega af sér fleiri börn Sama þróun hófst nokkuð fyrr annars staðar á Norðurlöndum og í fyrra var t.d. er fæðingartíðni í Finnlandi um eitt komma tvö börn á hverja konu. Sunna segir að þrátt fyrir að samfélög teljist með öflug velferðarkerfi eignist fólk þar sífellt færri börn. „Það ber vott um það að það sé líka eitthvað annað í gangi. Það er flókið að snúa þessari þróun við því það eru svo margir áhrifaþættir í gangi. Það hefur t.d. komið fram í rannsóknum að fólk á barneignaraldri upplifir meiri hættu í kringum sig en áður og það getur haft áhrif á viljann til að eignast börn,“ segir Sunna. Samfélagið þurfi á börnum að halda Fækkunin hafi ekki haft áhrif á mannfjöldann hér á landi en sem komið er vegna þess hversu margir innflytjendur hafi sest hér að en það geti breyst. „Þá munum við vera í vanda því þá verða of fáir til að viðhalda kerfunum okkar, innviðum og velferðinni. Þetta er áskorun sem mjög margar þjóðir standa frammi fyrir núna og mikilvægt að vanmeta hana ekki til framtíðar,“ segir Sunna. Það þurfi að huga enn betur að fólki á barneignaraldri hér á landi. „Það þarf að huga að betri innviðum til að fólk geti séð fyrir sér að eignast hér börn. Við þurfum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar, það er morgunljóst. Það þarf að skapa foreldrum bestu aðstæðurnar til að geta eignast börn,“ segir Sunna að lokum. Börn og uppeldi Félagsmál Alþingi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira
Algjört hrun hefur orðið á fæðingartíðni hér á landi síðustu ár og hefur hún aldrei verið lægri. Nú fæðir hver kona að meðaltali eitt komma sex barn. Frjósemin þyrfti að vera tvö komma eitt barn svo mannfjöldanum væri viðhaldið en það þarf að fara aftur til 2012 til að finna þann fjölda. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þar kemur fram að á síðasta ári fæddust Sjötíu færri börn en árið á undan eða samtals 4.315 börn. Eldri mæður og færri sem vilja börn Áður fyrr var mun algengara að konur eignuðust fyrsta barn á þrítugsaldri en frá 2019 hafa langflestar konur verið á fertugsaldri þegar þær eignast sitt fyrsta barn. Það er svo talin vera ein af ástæðunum fyrir lækkandi fæðingartíðni að sögn Sunnu Símonardóttur nýdoktors og aðjúnkts við Háskóla Íslands. „Konur eru að eignast börn seinna og það er líka stærri hópur en áður sem ákveður að eignast ekki börn,“ segir Sunna. Öflug velferðarkerfi ali ekki endilega af sér fleiri börn Sama þróun hófst nokkuð fyrr annars staðar á Norðurlöndum og í fyrra var t.d. er fæðingartíðni í Finnlandi um eitt komma tvö börn á hverja konu. Sunna segir að þrátt fyrir að samfélög teljist með öflug velferðarkerfi eignist fólk þar sífellt færri börn. „Það ber vott um það að það sé líka eitthvað annað í gangi. Það er flókið að snúa þessari þróun við því það eru svo margir áhrifaþættir í gangi. Það hefur t.d. komið fram í rannsóknum að fólk á barneignaraldri upplifir meiri hættu í kringum sig en áður og það getur haft áhrif á viljann til að eignast börn,“ segir Sunna. Samfélagið þurfi á börnum að halda Fækkunin hafi ekki haft áhrif á mannfjöldann hér á landi en sem komið er vegna þess hversu margir innflytjendur hafi sest hér að en það geti breyst. „Þá munum við vera í vanda því þá verða of fáir til að viðhalda kerfunum okkar, innviðum og velferðinni. Þetta er áskorun sem mjög margar þjóðir standa frammi fyrir núna og mikilvægt að vanmeta hana ekki til framtíðar,“ segir Sunna. Það þurfi að huga enn betur að fólki á barneignaraldri hér á landi. „Það þarf að huga að betri innviðum til að fólk geti séð fyrir sér að eignast hér börn. Við þurfum að brúa bilið milli fæðingarorlofs og dagvistunar, það er morgunljóst. Það þarf að skapa foreldrum bestu aðstæðurnar til að geta eignast börn,“ segir Sunna að lokum.
Börn og uppeldi Félagsmál Alþingi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Sjá meira