Handbolti

Svein­björn fyrsti ís­lenski hand­bolta­maðurinn til að spila í Ísrael

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sveinbjörn Pétursson er þrautreyndur markvörður.
Sveinbjörn Pétursson er þrautreyndur markvörður. vísir/bára

Markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson hefur samið við ísraelskt félagslið, Hapoel Ashdod, til eins árs.

Sveinbjörn verður þar með fyrsti íslenski handboltamaðurinn til að leika í Ísrael.

Hinn 35 ára Sveinbjörn er uppalinn hjá Þór og lék þar og með sameiginlegu liði Þórs og KA, Akureyri, áður en hann fór til HK. Hann fór svo aftur til Akureyrar áður en hann samdi við Aue í Þýskalandi 2012. 

Þar lék hann til 2016 er hann gekk í raðir Stjörnunnar. Sveinbjörn lék með Stjörnunni í þrjú ár en tók sér svo hlé frá handbolta vegna bílveltu. Hann sneri aftur til Aue 2020 og lék með liðinu út síðasta tímabil.

Hapoel Ashdod lenti í 5. sæti ísraelsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki á fjögurra liða úrslitakeppni um meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×