Skaðinn í leyndri meðferð á heimilum Matthildur Björnsdóttir skrifar 17. júlí 2024 09:01 Ef það á vera veruleiki allra að lifa við innantengda fjölskyldu? Þá er þjónusta við sannleikann í lífi foreldra fyrsta mikilvæga skrefið og opnunin. Hvort það gerist á Íslandi í dag að einstaklingum sé skipað að giftast vegna óvænts getnaðar í stundar þörf fyrir kynmök, veit ég ekki. En það gerðist í ýmsum tilfellum á síðustu öld, sem er í raun ekki það langur tími, þannig séð. Af því að ótjáðar erfiðar tilfinningar flytjast áfram til næstu kynslóða á einn og annan veg eins og Thomas Hubl segir í bókum sínum. Svo eiga slík viðhorf það til að læsa mikilvæg ferli í næstu kynslóð. Þöggun og slæm orð andlegs ofbeldis setur einstaklinga oft út af því ferli sem allar mannverur og ekki síst konur eiga rétt á. Eins og til dæmis varðandi það að fá tíma til að upplifa að þrá að verða mæður sem gerist ekki í nærri öllum á sama aldri. Eða að kannski uppgötva þær að líf þeirra muni verða um önnur atriði og tilgang. Það er greinilega margt öðruvísi í dag. Konur kjósa að verða mæður án maka. Kannski er það vegna lærdóms svo margra skilnaða. Það að gifta sig, segja það já að altari. Reyndist ekki, og var aldrei trygging fyrir að vera hamingjusöm alla ævi eftir jáið að altarinu. Slíkt var ekki tilkynnt sem frétt í dagblöðum minna tíma á landinu, en er núna Samt eru og væru ýmsir að gjalda þess sem ég upplifði. Reynsla mín kenndi mér að það sem foreldrar voru ófær um að tjá sig um vegna viðhorfa sem réðu þeim sem ungum og neyddu í hjónaband. Slík ofstjórnun og krafa um að hætta við eigin starfsframadraum skapa stíflur í dæmi tjáskipta í fjölskyldu. Þannig skapar slík ofstjórn lás í sannleiksflæðis möguleikum foreldra. Sem koma þá um leið í veg fyrir þær tengingar sem hugtakið „Fjöl-skylda“ á að lofa samkvæmt Goðsögn presta. Einstaklinga í þeim stöðum sem voru samt ófærir um að kenna hvernig þær tengingar væru tryggðar. Þeir virtust halda að einstaklingarnir sem giftust væru allir meira og minna með sömu andlegu og tilfinningalegu innréttingu og myndu haga sér svipað. Kannski var það þannig fyrir tíma iðnvæðingar þegar tækni og endalausra möguleika til að njóta sín í lífinu voru ekki til og nota einstaka hæfileika sem voru ekki endilega á sviði tilfinninga eða uppeldis heldur þrá til að lifa hæfileika sína á því sviði sem það var og er. Það er hreinlega eins og að horfa á leikrit úr fjarlægð utan frá að hugsa um það dæmi sem ég lýsi hér: Svo kom áfallið - það var hrikalegt Þá skreppum við 78 ár til baka í tíma og rúmi. Þar sem sjokkið var getnaður sem gerðist á seinni mánuðum ársins 1946. Þegar stöðugildi voru mikilvægari en flest annað í lífi fólks Tveir ungir einstaklingar sem unnu á sama stað fengu þetta kall um miðja síðustu öld eða svo fyrir að upplifa kynlíf saman, en voru ekki á leið í neitt framhald með hvert öðru. Hann þráði að verða Bóhem í sínu starfi og flakka í heiminn án ábyrgðar á börnum og buru. Kannski vildi hún giftast en eiginleikar hennar voru allir um hið ytra í lífinu sem hefðu gert hana að frábærum innanhúss arkitekt, tísku eitthvað, leikkonu, og svo skipuleggjara á veislum af hvaða tagi sem væri. Það var það sem hugur hennar snerist um. En ekki hvað var að brjótast um innan í henni eða öðrum. Kirkjan hafði ógnarhald á hugum sumra af þjóðinni, og það meira þegar um stöður var að ræða. Þá var dómharkan úr öllu jafnvægi þegar engin kennsla hafði verið veitt um virkni hinna villtu kerfa sem kallast getnaðar-færa-kerfi. Dómharkan setti þunga orku á þau sem kirkjan ákvað að hefðu svindlað á Guði með að gera „Það“ án þess að segja já við altari. Svo til að forðast að fara til Helvítis eftir dauðann. Það er ef þau myndu ekki segja það já, lúffuðu þau. Það tók þó ekki þungu orku dóms með smán af þeim. Svo að konan varð að fara í felur með bumbuna til að forðast slúður samfélags sem þá var mjög fámennt. Þetta var ekki hvernig þau höfðu planað líf sín, og það í sitt hvoru lagi. Þeim var þá ráðstafað eins og um dauða hluti væri að ræða, húsgögn eða eitthvað. Og það án þess að þau sem höfðu það vald virtu þau einu sinni til að ræða málin við þau. Hann fór úr landi til að fara í nám. En hún í skömm og smán til að vera ekki séð á götum Reykjavíkur borgar með þá bumbu. Svo fluttist mengaða orkan niður í barnið í móðurlífi Barnið hafði svo fæðst heima hjá foreldrum hennar. En hún varð að yfirgefa það og fara úr landi sem þýddi að barnið varð eftir í umsjón foreldra hennar, ömmu og afa barnsins. Svo kom hún eftir um tvö ár og náði í barnið sem þekkti hana ekki svo að tilfinningalega upplifði barnið það að vera rænt þó að sú hugsun væri auðvitað ekki til í því. Sálfræðingur hér sagði að þá sé öll tenging farin. Það reyndist auðvitað tilfellið. Líf rúmlega tveggja ára barns sem var í öðrum löndum með öðrum tungumálum og algerrar vanrækslu á þörf þess fyrir atlæti og heilaörvun gerðist ekki. Svo að engar minningamyndir urðu til um allt hið nýja sem augun höfðu séð, en ekkert náð að festast í heilabúinu vegna skorts á því sem þarf að verða í þeim kringumstæðum hjá ungu barni. Árið 1954 snúa þau svo til baka til Íslands en eru á flandri húsnæðislega séð í þrjú ár og tvö börn hafa bæst í hópinn. Árið 1957 flytur fjölskyldan svo í eigið húsnæði sem þá skapar öruggt skjól fyrir konu með innri sár að koma þeim yfir á það barn hvers getnaður eyðilagði draumana. Þau fóru auðvitað á aðra rás í sér sem var þeim óhjákvæmileg, af því að þau höfðu ekki farið í hjónaband frá hjartanu og djúpri þrá frá sjálfum sér. En í margra augum var það sem þau settu upp séð sem mjög fínt og gott. Svo að úr varð að þau sköpuðu einskonar félagsheimili, þegar þau að lokum fengu eigið húsnæði sem var þrem árum eftir að maðurinn hafði lokið námi sínu í öðru landi. Fallegt heimili hafði þau áhrif að það hélt gestum frá að skynja inn í það sem undir lá. Þegar næmir einstaklingar koma inn í hýbýli þar sem margt erfitt hefur gerst, finna þau og upplifa þungt andrúmsloft. Það er það sem þau neyddust til að halda að sér og kyngja í ótta við höfnun samfélagsins svo að ytri umgjörð fínheita sá um að gestir trúðu bara hinu besta um fullkomnun. Förum svo sjötíu og átta ár fram í tímann frá þessu slæma áfalli Í dag er komin þekking á að slíkt viðhorf og ofstjórn og andlegt ofbeldi er slæmt fyrir heilsuna og að áföll af slíku tagi skapi það að mengaðar tilfinningar fari á hraðferð beint inn í taugakerfin framhjá heilabúinu. Og á þeim tíma var ógerningur að tjá sig um slíkt eins og þá hótun svo að smáninni var kyngt þar sem hún sat alla ævi í þeim og það var ættingi sem sagði mér frá þessu með hótunina og ofbeldið. Orð, hugtak og veruleiki sem voru ekki í orðabók né hugsun eða leyfðs mögulegs veruleika þá. Þöggunin var djúp vitsmunaleg sem og undirvitundar krafa sem hélst alla þeirra ævi. Litið inn í hið ósýnilega, en samt langtíma áþreifanlegu áhrif seinna Vansæl kona sem hafði ekki í neitt hús að venda með sín innri og augum annarra ósýnilegu sár. Engir fræðingar á þeim tímum hefðu hjálpað henni að losna úr prísundinni. Enda hefði það verið ansi seint þá, með tvö börn í viðbót. Hún hélt þá áfram að níða það barn, þegar engin vitni voru. Engir heima til að heyra þau orð um hvað útlit og allt um það barn sem pirraði hana. Eftir að barnið var eitthvað eldra og vissi að börn kæmu innan úr konum skildi þá auðvitað ekki af hverju þessi kona sem vissi að hún kom frá, gat séð hana þannig. En gat aldrei sagt neitt. Afleiðingar tveggja slæmra árása frá tveim konum stuttu eftir það. Urðu til þess að tveir einstaklingar sem komu í heiminn á sömu forsendum ó-óskaðra eftir getnaða urðu par. En voru í raun ekki ástfangin. Bara á þeim tíma að upplifa þægilegan kunnugleika. Ég var eitthvað smá meira fær eftir að alast upp í félagslífi, og vera elst í þeim barnahópi, en kunni samt auðvitað ekkert að gagni um hvernig tjáskipti pör hefðu. Og hafði ekki vitnað neinar alvöru lærdómsríkar samræður á milli foreldra, né heldur neina gleðisöngva við getnaði og meðgöngur kvenna í kring um mig. Tvo fín börn komu í heiminn. En hann var ekki kominn á það stig að vera fær um alvöru samband né foreldrun. Ég skildi og vissi löngu seinna að í raun hafði ég bara verið í ástandi barnapíu. Eins og Buddhismi skilur voru það afleiðingar lögmáls orsaka og afleiðinga. Af því að ekkert sem ég hafði vitnað í kring um mig hafði veitt mér þau mikilvægu atriði til að vera tilbúin í það hlutverk. Eftir að hafa vaknað til þess varð skilnaður og nokkur ár í vinnu sem einstæð móðir. Svo kom að því að uppgötva að finna sjálfa mig og næsta kafla í lífinu. Svo, eins og Thomas Hubl segir, þá fara afleiðingar sáranna niður kynslóðirnar og geta setið þar í áratugi eða alla ævi. Sýn mín á það, er hinsvegar að það sé hægt að létta þá mengun í taugakerfum með tjáskiptum. Það er ef það má tjá sig. Þær lúra lengur ef engin einlæg tjáskipti fá að gerast um þau, til að læra af því sem hafði gerst til að sjá um að bæta hegðun. Meira en hálfri öld síðat kom hinn óborganlegi reikningur fram Á hinn veginn eins og ég upplifði. Þá geta slíkar árásir sett hluta af mannverum í lás, af því að það var engin fyrirmynd. Né nein leið fyrir viðkomandi mannveru að standa upp gegn slíkri niðurlægingu. Svo að mikilvægur og dýrmætur hluti mannverunnar fer í lás. Og ekkert bakland né uppskrift í heilanum til að breyta ástandinu. Útkoman og niðurstaðan verður sú, að lærdómurinn getur ekki gerst, fyrr en ef og þegar eitthvað gerist sem opnar það. Veruleiki sem ég náði að upplifa að skilja afleiðingar af að lokum eftir meira en fimm áratugi frá þeim andlegu árásum. Ég upplifði það árið 2017 að orð sonar míns opnuðu þá rennihurð. Það var meiriháttar óvæntu upplifun þess að ljósi var beitt í þá læstu rennihurð sem þá opnaðist og undirvitundin fór að skila ýmsu upp. Þá laust það allt upp fyrir mér. Og ég fór að skilja eðli þess sem hafði gerst í kerfum mínum að orka orðanna og innihald þeirra virkuðu með eitri sínu sem einskonar orku-rennihurð sem atvikið skapaði sem engin leið var að vita skilja eða vinna með fyrr en orð eru sögð sem kalla það upp. Upplifun sem ég verð að segja að sé því miður of seint í rassinn gripið fyrir mín eigin börn og barnabörn sem að stórum hluta er líka vegna skáldskapar konunnar sem níddi. Af því að hún hafði ekki eiginleika til að sjá það sem henni hafði verið gert sem barni og svo ungri konu hafi haft erfið áhrif. Það voru engin orð né veruleiki um það sem er kallað mismeðferð eða ofbeldi á ungu fólki þá. Svo að hún skáldaði dæmið um það barn við aðra fjölskyldumeðlimi í kring um sig sem sá um að enda tengingar. Þetta er skrifað að lokum af því að ég tel að það séu ansi margir sem hafi upplifað eitthvað svipað eða sama. Ég komst að þeirri niðurstöðu að sjá þegar ég var rúmlega þrítug að ég yrði að kalla til umheimsins um að senda mér mann sem ég gæti átt djúpar og innihaldsríkar samræður við og áður en það kall kom hafði ég beðið um að vera frelsuð frá að lifa við snjó. Einhverjir þarna úti tóku við þeim pöntunum og þannig endaði ég hér hinum megin á jörðunni í Ástralíu, og tel mig ekki hafa getað náð að gera það sem ég hef gert, ef ég hefði verið á íslandi. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matthildur Björnsdóttir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Ef það á vera veruleiki allra að lifa við innantengda fjölskyldu? Þá er þjónusta við sannleikann í lífi foreldra fyrsta mikilvæga skrefið og opnunin. Hvort það gerist á Íslandi í dag að einstaklingum sé skipað að giftast vegna óvænts getnaðar í stundar þörf fyrir kynmök, veit ég ekki. En það gerðist í ýmsum tilfellum á síðustu öld, sem er í raun ekki það langur tími, þannig séð. Af því að ótjáðar erfiðar tilfinningar flytjast áfram til næstu kynslóða á einn og annan veg eins og Thomas Hubl segir í bókum sínum. Svo eiga slík viðhorf það til að læsa mikilvæg ferli í næstu kynslóð. Þöggun og slæm orð andlegs ofbeldis setur einstaklinga oft út af því ferli sem allar mannverur og ekki síst konur eiga rétt á. Eins og til dæmis varðandi það að fá tíma til að upplifa að þrá að verða mæður sem gerist ekki í nærri öllum á sama aldri. Eða að kannski uppgötva þær að líf þeirra muni verða um önnur atriði og tilgang. Það er greinilega margt öðruvísi í dag. Konur kjósa að verða mæður án maka. Kannski er það vegna lærdóms svo margra skilnaða. Það að gifta sig, segja það já að altari. Reyndist ekki, og var aldrei trygging fyrir að vera hamingjusöm alla ævi eftir jáið að altarinu. Slíkt var ekki tilkynnt sem frétt í dagblöðum minna tíma á landinu, en er núna Samt eru og væru ýmsir að gjalda þess sem ég upplifði. Reynsla mín kenndi mér að það sem foreldrar voru ófær um að tjá sig um vegna viðhorfa sem réðu þeim sem ungum og neyddu í hjónaband. Slík ofstjórnun og krafa um að hætta við eigin starfsframadraum skapa stíflur í dæmi tjáskipta í fjölskyldu. Þannig skapar slík ofstjórn lás í sannleiksflæðis möguleikum foreldra. Sem koma þá um leið í veg fyrir þær tengingar sem hugtakið „Fjöl-skylda“ á að lofa samkvæmt Goðsögn presta. Einstaklinga í þeim stöðum sem voru samt ófærir um að kenna hvernig þær tengingar væru tryggðar. Þeir virtust halda að einstaklingarnir sem giftust væru allir meira og minna með sömu andlegu og tilfinningalegu innréttingu og myndu haga sér svipað. Kannski var það þannig fyrir tíma iðnvæðingar þegar tækni og endalausra möguleika til að njóta sín í lífinu voru ekki til og nota einstaka hæfileika sem voru ekki endilega á sviði tilfinninga eða uppeldis heldur þrá til að lifa hæfileika sína á því sviði sem það var og er. Það er hreinlega eins og að horfa á leikrit úr fjarlægð utan frá að hugsa um það dæmi sem ég lýsi hér: Svo kom áfallið - það var hrikalegt Þá skreppum við 78 ár til baka í tíma og rúmi. Þar sem sjokkið var getnaður sem gerðist á seinni mánuðum ársins 1946. Þegar stöðugildi voru mikilvægari en flest annað í lífi fólks Tveir ungir einstaklingar sem unnu á sama stað fengu þetta kall um miðja síðustu öld eða svo fyrir að upplifa kynlíf saman, en voru ekki á leið í neitt framhald með hvert öðru. Hann þráði að verða Bóhem í sínu starfi og flakka í heiminn án ábyrgðar á börnum og buru. Kannski vildi hún giftast en eiginleikar hennar voru allir um hið ytra í lífinu sem hefðu gert hana að frábærum innanhúss arkitekt, tísku eitthvað, leikkonu, og svo skipuleggjara á veislum af hvaða tagi sem væri. Það var það sem hugur hennar snerist um. En ekki hvað var að brjótast um innan í henni eða öðrum. Kirkjan hafði ógnarhald á hugum sumra af þjóðinni, og það meira þegar um stöður var að ræða. Þá var dómharkan úr öllu jafnvægi þegar engin kennsla hafði verið veitt um virkni hinna villtu kerfa sem kallast getnaðar-færa-kerfi. Dómharkan setti þunga orku á þau sem kirkjan ákvað að hefðu svindlað á Guði með að gera „Það“ án þess að segja já við altari. Svo til að forðast að fara til Helvítis eftir dauðann. Það er ef þau myndu ekki segja það já, lúffuðu þau. Það tók þó ekki þungu orku dóms með smán af þeim. Svo að konan varð að fara í felur með bumbuna til að forðast slúður samfélags sem þá var mjög fámennt. Þetta var ekki hvernig þau höfðu planað líf sín, og það í sitt hvoru lagi. Þeim var þá ráðstafað eins og um dauða hluti væri að ræða, húsgögn eða eitthvað. Og það án þess að þau sem höfðu það vald virtu þau einu sinni til að ræða málin við þau. Hann fór úr landi til að fara í nám. En hún í skömm og smán til að vera ekki séð á götum Reykjavíkur borgar með þá bumbu. Svo fluttist mengaða orkan niður í barnið í móðurlífi Barnið hafði svo fæðst heima hjá foreldrum hennar. En hún varð að yfirgefa það og fara úr landi sem þýddi að barnið varð eftir í umsjón foreldra hennar, ömmu og afa barnsins. Svo kom hún eftir um tvö ár og náði í barnið sem þekkti hana ekki svo að tilfinningalega upplifði barnið það að vera rænt þó að sú hugsun væri auðvitað ekki til í því. Sálfræðingur hér sagði að þá sé öll tenging farin. Það reyndist auðvitað tilfellið. Líf rúmlega tveggja ára barns sem var í öðrum löndum með öðrum tungumálum og algerrar vanrækslu á þörf þess fyrir atlæti og heilaörvun gerðist ekki. Svo að engar minningamyndir urðu til um allt hið nýja sem augun höfðu séð, en ekkert náð að festast í heilabúinu vegna skorts á því sem þarf að verða í þeim kringumstæðum hjá ungu barni. Árið 1954 snúa þau svo til baka til Íslands en eru á flandri húsnæðislega séð í þrjú ár og tvö börn hafa bæst í hópinn. Árið 1957 flytur fjölskyldan svo í eigið húsnæði sem þá skapar öruggt skjól fyrir konu með innri sár að koma þeim yfir á það barn hvers getnaður eyðilagði draumana. Þau fóru auðvitað á aðra rás í sér sem var þeim óhjákvæmileg, af því að þau höfðu ekki farið í hjónaband frá hjartanu og djúpri þrá frá sjálfum sér. En í margra augum var það sem þau settu upp séð sem mjög fínt og gott. Svo að úr varð að þau sköpuðu einskonar félagsheimili, þegar þau að lokum fengu eigið húsnæði sem var þrem árum eftir að maðurinn hafði lokið námi sínu í öðru landi. Fallegt heimili hafði þau áhrif að það hélt gestum frá að skynja inn í það sem undir lá. Þegar næmir einstaklingar koma inn í hýbýli þar sem margt erfitt hefur gerst, finna þau og upplifa þungt andrúmsloft. Það er það sem þau neyddust til að halda að sér og kyngja í ótta við höfnun samfélagsins svo að ytri umgjörð fínheita sá um að gestir trúðu bara hinu besta um fullkomnun. Förum svo sjötíu og átta ár fram í tímann frá þessu slæma áfalli Í dag er komin þekking á að slíkt viðhorf og ofstjórn og andlegt ofbeldi er slæmt fyrir heilsuna og að áföll af slíku tagi skapi það að mengaðar tilfinningar fari á hraðferð beint inn í taugakerfin framhjá heilabúinu. Og á þeim tíma var ógerningur að tjá sig um slíkt eins og þá hótun svo að smáninni var kyngt þar sem hún sat alla ævi í þeim og það var ættingi sem sagði mér frá þessu með hótunina og ofbeldið. Orð, hugtak og veruleiki sem voru ekki í orðabók né hugsun eða leyfðs mögulegs veruleika þá. Þöggunin var djúp vitsmunaleg sem og undirvitundar krafa sem hélst alla þeirra ævi. Litið inn í hið ósýnilega, en samt langtíma áþreifanlegu áhrif seinna Vansæl kona sem hafði ekki í neitt hús að venda með sín innri og augum annarra ósýnilegu sár. Engir fræðingar á þeim tímum hefðu hjálpað henni að losna úr prísundinni. Enda hefði það verið ansi seint þá, með tvö börn í viðbót. Hún hélt þá áfram að níða það barn, þegar engin vitni voru. Engir heima til að heyra þau orð um hvað útlit og allt um það barn sem pirraði hana. Eftir að barnið var eitthvað eldra og vissi að börn kæmu innan úr konum skildi þá auðvitað ekki af hverju þessi kona sem vissi að hún kom frá, gat séð hana þannig. En gat aldrei sagt neitt. Afleiðingar tveggja slæmra árása frá tveim konum stuttu eftir það. Urðu til þess að tveir einstaklingar sem komu í heiminn á sömu forsendum ó-óskaðra eftir getnaða urðu par. En voru í raun ekki ástfangin. Bara á þeim tíma að upplifa þægilegan kunnugleika. Ég var eitthvað smá meira fær eftir að alast upp í félagslífi, og vera elst í þeim barnahópi, en kunni samt auðvitað ekkert að gagni um hvernig tjáskipti pör hefðu. Og hafði ekki vitnað neinar alvöru lærdómsríkar samræður á milli foreldra, né heldur neina gleðisöngva við getnaði og meðgöngur kvenna í kring um mig. Tvo fín börn komu í heiminn. En hann var ekki kominn á það stig að vera fær um alvöru samband né foreldrun. Ég skildi og vissi löngu seinna að í raun hafði ég bara verið í ástandi barnapíu. Eins og Buddhismi skilur voru það afleiðingar lögmáls orsaka og afleiðinga. Af því að ekkert sem ég hafði vitnað í kring um mig hafði veitt mér þau mikilvægu atriði til að vera tilbúin í það hlutverk. Eftir að hafa vaknað til þess varð skilnaður og nokkur ár í vinnu sem einstæð móðir. Svo kom að því að uppgötva að finna sjálfa mig og næsta kafla í lífinu. Svo, eins og Thomas Hubl segir, þá fara afleiðingar sáranna niður kynslóðirnar og geta setið þar í áratugi eða alla ævi. Sýn mín á það, er hinsvegar að það sé hægt að létta þá mengun í taugakerfum með tjáskiptum. Það er ef það má tjá sig. Þær lúra lengur ef engin einlæg tjáskipti fá að gerast um þau, til að læra af því sem hafði gerst til að sjá um að bæta hegðun. Meira en hálfri öld síðat kom hinn óborganlegi reikningur fram Á hinn veginn eins og ég upplifði. Þá geta slíkar árásir sett hluta af mannverum í lás, af því að það var engin fyrirmynd. Né nein leið fyrir viðkomandi mannveru að standa upp gegn slíkri niðurlægingu. Svo að mikilvægur og dýrmætur hluti mannverunnar fer í lás. Og ekkert bakland né uppskrift í heilanum til að breyta ástandinu. Útkoman og niðurstaðan verður sú, að lærdómurinn getur ekki gerst, fyrr en ef og þegar eitthvað gerist sem opnar það. Veruleiki sem ég náði að upplifa að skilja afleiðingar af að lokum eftir meira en fimm áratugi frá þeim andlegu árásum. Ég upplifði það árið 2017 að orð sonar míns opnuðu þá rennihurð. Það var meiriháttar óvæntu upplifun þess að ljósi var beitt í þá læstu rennihurð sem þá opnaðist og undirvitundin fór að skila ýmsu upp. Þá laust það allt upp fyrir mér. Og ég fór að skilja eðli þess sem hafði gerst í kerfum mínum að orka orðanna og innihald þeirra virkuðu með eitri sínu sem einskonar orku-rennihurð sem atvikið skapaði sem engin leið var að vita skilja eða vinna með fyrr en orð eru sögð sem kalla það upp. Upplifun sem ég verð að segja að sé því miður of seint í rassinn gripið fyrir mín eigin börn og barnabörn sem að stórum hluta er líka vegna skáldskapar konunnar sem níddi. Af því að hún hafði ekki eiginleika til að sjá það sem henni hafði verið gert sem barni og svo ungri konu hafi haft erfið áhrif. Það voru engin orð né veruleiki um það sem er kallað mismeðferð eða ofbeldi á ungu fólki þá. Svo að hún skáldaði dæmið um það barn við aðra fjölskyldumeðlimi í kring um sig sem sá um að enda tengingar. Þetta er skrifað að lokum af því að ég tel að það séu ansi margir sem hafi upplifað eitthvað svipað eða sama. Ég komst að þeirri niðurstöðu að sjá þegar ég var rúmlega þrítug að ég yrði að kalla til umheimsins um að senda mér mann sem ég gæti átt djúpar og innihaldsríkar samræður við og áður en það kall kom hafði ég beðið um að vera frelsuð frá að lifa við snjó. Einhverjir þarna úti tóku við þeim pöntunum og þannig endaði ég hér hinum megin á jörðunni í Ástralíu, og tel mig ekki hafa getað náð að gera það sem ég hef gert, ef ég hefði verið á íslandi. Höfundur er Íslendingur sem hefur verið búsettur til langs tíma í Ástralíu.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar