Lárus skuli fyrst taka til í „eigin veðmálastarfsemi“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 15. júlí 2024 10:39 Lögmennirnir Sigurður G. Guðjónsson og Lárus Blöndal eru ekki á sama máli um starfsemi erlendra veðmálafyrirtækja. vísir Sigurður G. Guðjónsson lögmaður veðmálafyrirtækisins Betsson skýtur föstum skotum á Íþrótta og Ólympíusamband Íslands og Lárus Blöndal formann sambandsins, í aðsendri grein á Vísi í dag. Hann segir Lárus þurfa að taka til í eigin veðmálastarfsemi áður en hann fari að tala fyrir því að banna erendar veðmálasíður. Greinin er innlegg í umræðu síðustu vikna um aukin umsvif erlendra veðmálasíðna hér á landi, ásamt aukinni þáttöku landsmanna í þess konar fjárhættuspilum. Lárus hafði áður lýst þeirri skoðun sinni að brýnt væri að stjórnvöld bregðist við þessum auknu umsvifum erlendra veðmálasíðna. Ólíðandi sé að þær fái að „troða sér inn í íslenskt samfélag“. Einungis megi reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Háar fjárhæðir til að höfða til barna Sigurður tekur undir með Lárusi að ótækt sé að veðmálafyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum, líkt og fordæmi virðast vera fyrir. „Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni,“ segir Sigurður G. „Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum.“ Lengjan taki þannig virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beini efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna, þar á meðal börnum. Sigurður kallar auk þess eftir upplýsingum um það hversu miklum fjáhæðum sé eytt í auglýsingar Íslenskra getrauna, auk upplýsingum um laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Ekki öll fyrirtæki tekið skref Sigurður vill meina að veðmálafyrirtækið sem hann starfar fyrir, Betsson.com, hafi vandað mjög til verka. Lúti ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og sjái til þess að einstaklingar undir átján ára aldri geti ekki veðjað á þeirra síðu. Sigurður vill því beina því til fjölmiðla og fólks að gera greinarmun á þeim fyrirtækjum „sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel“. „Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.“ Fjárhættuspil Fíkn Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Greinin er innlegg í umræðu síðustu vikna um aukin umsvif erlendra veðmálasíðna hér á landi, ásamt aukinni þáttöku landsmanna í þess konar fjárhættuspilum. Lárus hafði áður lýst þeirri skoðun sinni að brýnt væri að stjórnvöld bregðist við þessum auknu umsvifum erlendra veðmálasíðna. Ólíðandi sé að þær fái að „troða sér inn í íslenskt samfélag“. Einungis megi reka starfsemina í þeim tilgangi að afla fjár til almannaheilla hér á landi. Háar fjárhæðir til að höfða til barna Sigurður tekur undir með Lárusi að ótækt sé að veðmálafyrirtæki stýri markaðssetningu sinni sérstaklega að ungmennum, líkt og fordæmi virðast vera fyrir. „Það væri hins vegar tilvalið fyrir Lárus að byrja á að taka til í eigin rekstri í þeim efnum ef hann vill eyða öllum veðmálaauglýsingum úr umhverfi þar sem unglingar koma við sögu. Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands er aðaleigandi umfangsmesta veðmálafyrirtækis landsins, Íslenskra getrauna, sem borgar háa upphæð fyrir að láta næstefstu deild karla í fótbolta heita í höfuðið á veðmálastarfsemi sinni,“ segir Sigurður G. „Í Lengjudeildinni spilar ár hvert fjöldi leikmanna sem hefur ekki náð átján ára aldri og áhorfendapallar liða í deildinni eru þar að auki fullar af börnum.“ Lengjan taki þannig virkan þátt í starfi leikmanna á barnsaldri og beini efni sínu að fjölbreyttum stuðningshópum liðanna, þar á meðal börnum. Sigurður kallar auk þess eftir upplýsingum um það hversu miklum fjáhæðum sé eytt í auglýsingar Íslenskra getrauna, auk upplýsingum um laun- og hlunnindi stjórnenda og stjórnarfólks. Ekki öll fyrirtæki tekið skref Sigurður vill meina að veðmálafyrirtækið sem hann starfar fyrir, Betsson.com, hafi vandað mjög til verka. Lúti ströngum reglum ESB um varnir gegn peningaþvætti og sjái til þess að einstaklingar undir átján ára aldri geti ekki veðjað á þeirra síðu. Sigurður vill því beina því til fjölmiðla og fólks að gera greinarmun á þeim fyrirtækjum „sem gera hlutina illa og þeim fyrirtækjum sem gera þá vel“. „Betsson hefur fyrir löngu tekið þess skref af eigin hvötum, en eins og fréttir undanfarinna vikna bera með sér, á það því miður ekki við um ýmis önnur fyrirtæki. Bæði erlend en líka innlend eins og bent er á hér að ofan.“
Fjárhættuspil Fíkn Börn og uppeldi Íslenski boltinn Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira