Það er víst hægt að semja um aðildarskilmála! Mörg dæmi sanna það! Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júlí 2024 16:30 Hjörtur J. Guðmundsson, sennilega ákafasti ESB-, Evru- og Evrópuandstæðingur landsins, og um leið landsins mesti og hollasti stuðningsmaður Boris Johnson og Brexit, notar sem titil hér á Vísi:Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Svona titlar vekja upp spurningar. Hví er hann svona langur og ítarlegur? Á hann kannske að sýna, sanna, að viðkomandi sé einstaklega vel að sér og fróður á sínu sviði? Slá ryki í augu manna með það? Venjulega sýnir það, sem menn segja og skrifa, það bezt, hvaða mann þeir hafa að geyma og hversu fróðir, sannsöglir og heiðarlegir í málflutningi þeir eru. Af hverju titlar Hjörtur J. sig ekki einfaldlega með því, sem hann er í raun að gera, með sínum rétta starfstitli, eða er raunverulegur starfstitill kannske enginn? Eru óhróðursskrif um ESB, Evru og Evrópu það, sem Hjörtur lifir á? Og, ef svo er, hver borgar þá? Á einhverju verður Hjörtur að lifa. Þetta eru í raun mínar eigin hugleiðingar, sem ég þó opinbera hér og set á blað af gefnu tilefni. Hjörtur J. hefur reyndar gefið mér mörg tilefni til að fjalla um hans málflutning um ESB og tengd mál, en akkúrat núna er tilefnið grein hans hér á Vísi, nú í dag, með fyrirsögninni: „Reglurnar eru óumsemjanlegar“. Þar fullyrðir hann, að ný aðildarríki hafi í reynd enga möguleika á að semja um eitt eða neitt við mögulega inngöngu í ESB, annað hvort gangi þau að stöðluðum reglum og skilmálum ESB, eða, að þau geta bara átt sig utan ríkjasambandsins. Hlutasannleikur, hálfsannleikur, í málflutningi er þekkt aðferð til að reyna að sannfæra menn, þó að því sem satt er og rétt, sannleikanum, sé í raun hallað og í heildina sé dregin upp röng mynd; rangfærslum beitt. Skrif Hjartar J. um ESB og tengd mál einkennast fyrir mér nokkuð af þessari aðferðafræði. Hjörtur fullyrðir, að ekki sé hægt að semja við ESB um séróskir eða sérlausnir. Þetta er rangt! Það er hægt að semja um hvoru tveggja. Undanþágur og sérlausnir hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „Opting outs“. Bezta dæmið um undanþágur og sérlausnir eru frændur okkar, Danir. Þegar Europa-Magazin birtu frétt af því, að Danir hefðu gengið í ESB skrifuðu þeir: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur. Allur í götum“. Danir fengu nánast hverju því framgengt, sem þeir vildu. Þeir vildu ekki Evruna beint, heldur dulbúna, þeir vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðarstarfssemi ESB, þó að það hafi svo breytzt, þeir vildu ekki taka þátt í dómsmálasamvinnunni og innri öryggismálum ESB, þeir fengu því líka framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Finnar og Svíar sömdu um sérlausnir fyrir þeirra landbúnað, en hann hefur síðan verið kallaður „norðurslóðalandbúnaður“ til aðgreiningar frá öðrum ESB-landbúnaði. Malta, lítið eyríki eins og við, er þó allra bezta og sambærilegasta dæmið: Hún fékk fjölmargar sérlausnir við inngöngu í ESB. Héldu einir yfirráðum yfir sinni fiskveiðilögsögu (25 mílur í stað 12), takmörkun á kaupum annarra ESB-íbúa á fasteignum á Malta, fóstureyðingar fengust áfram bannaðar á Möltu, Malta var skilgreind sem harðbýlt land, sem tryggði ákveðin sérréttindi, og eyjunni Gozo voru áfram tryggð þau sérstöku réttindi, að hún væri „fríríki“, þar sem vöru mætti selja án virðisaukaskatts. Hér má líka nefna, að Pólland fékk undanþágu frá að taka upp regluverk ESB um grunn mannréttindi (EU Charter of Fundamental Rights), Svíþjóð tók sér undanþágu frá upptöku Evru og Írland fékk mikið sömu sérlausnir og Danir. Í september 2008 fór svokölluð 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins til Brussel til fundar við Olli Rehn, þá kommissar stækkunarmála, o.fl. ráðamenn. Í skýrslunni, sem gerð var um þessi fundahöld, segir m.a. „Viðmælendur nefndarinnar töldu líkur á, að Ísland gæti náð fram sérlausnum í fiskveiðistjórnun. Íslendingar hafi sérþekkingu á sviðinu og geti sýnt fram á árangur við verndun fiskistofna, stjórnun veiða og sjálfbæra þróun“. Eilífar úrtölur andstæðinga ESB og rangfærslur um, að ekki sé hægt að semja við ESB um sérlausnir, eru því ógrundaðar og út í hött. Varðandi fiskveiðilögsögu má aftur minna á, að Malta hélt óskoruðum rétti yfir sinni fiskveiðilögsögu við inngöngu, og, þó að fiskveiðar Maltverja séu miklu minni að umfangi, en fiskveiðar okkar Íslendinga, þá er sérlausn Maltverja mikilvæg fyrir okkur, því þessi sérlausn er spurning um prinsip, ekki umfang sérlausnarinnar. Á 38. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009, var ítarlega fjallað um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku Evru. Var um þetta gerð ítarleg skýrsla. Á bls. 14-15 er fjallað um „Samningsmarkmið varðandi aðildarviðræður við ESB“. Eru þar listuð upp þau 7 helztu mál, sem Ísland stefndi á sérlausnir fyrir: Aðlögunartíma fyrir úrvinnsluiðnað landbúnaðarins, nýtingu vatns- og jarðhitaauðlinda, loftslagsmál, vörn íslenzks velferðarkerfis, viðurkenningu á byggðavanda, Norðurslóðalandbúnaður gildi, trygging sögulegra réttinda Íslendinga til veiða innan 200 mílna. Skyldi Hjörtur J., sérfræðingurinn og sagnfræðingurinn mikli, ekkert um þetta vita, eða vill hann fullyrða, að helztu sérfræðingar Sjálfstæðisflokksins í ESB- og Evrópumálum hafi ekkert vitað, hvað þeir voru að segja; fjalla um og stefna á!? Var þetta bara ein loftbóla hjá D? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, sennilega ákafasti ESB-, Evru- og Evrópuandstæðingur landsins, og um leið landsins mesti og hollasti stuðningsmaður Boris Johnson og Brexit, notar sem titil hér á Vísi:Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Svona titlar vekja upp spurningar. Hví er hann svona langur og ítarlegur? Á hann kannske að sýna, sanna, að viðkomandi sé einstaklega vel að sér og fróður á sínu sviði? Slá ryki í augu manna með það? Venjulega sýnir það, sem menn segja og skrifa, það bezt, hvaða mann þeir hafa að geyma og hversu fróðir, sannsöglir og heiðarlegir í málflutningi þeir eru. Af hverju titlar Hjörtur J. sig ekki einfaldlega með því, sem hann er í raun að gera, með sínum rétta starfstitli, eða er raunverulegur starfstitill kannske enginn? Eru óhróðursskrif um ESB, Evru og Evrópu það, sem Hjörtur lifir á? Og, ef svo er, hver borgar þá? Á einhverju verður Hjörtur að lifa. Þetta eru í raun mínar eigin hugleiðingar, sem ég þó opinbera hér og set á blað af gefnu tilefni. Hjörtur J. hefur reyndar gefið mér mörg tilefni til að fjalla um hans málflutning um ESB og tengd mál, en akkúrat núna er tilefnið grein hans hér á Vísi, nú í dag, með fyrirsögninni: „Reglurnar eru óumsemjanlegar“. Þar fullyrðir hann, að ný aðildarríki hafi í reynd enga möguleika á að semja um eitt eða neitt við mögulega inngöngu í ESB, annað hvort gangi þau að stöðluðum reglum og skilmálum ESB, eða, að þau geta bara átt sig utan ríkjasambandsins. Hlutasannleikur, hálfsannleikur, í málflutningi er þekkt aðferð til að reyna að sannfæra menn, þó að því sem satt er og rétt, sannleikanum, sé í raun hallað og í heildina sé dregin upp röng mynd; rangfærslum beitt. Skrif Hjartar J. um ESB og tengd mál einkennast fyrir mér nokkuð af þessari aðferðafræði. Hjörtur fullyrðir, að ekki sé hægt að semja við ESB um séróskir eða sérlausnir. Þetta er rangt! Það er hægt að semja um hvoru tveggja. Undanþágur og sérlausnir hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „Opting outs“. Bezta dæmið um undanþágur og sérlausnir eru frændur okkar, Danir. Þegar Europa-Magazin birtu frétt af því, að Danir hefðu gengið í ESB skrifuðu þeir: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur. Allur í götum“. Danir fengu nánast hverju því framgengt, sem þeir vildu. Þeir vildu ekki Evruna beint, heldur dulbúna, þeir vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðarstarfssemi ESB, þó að það hafi svo breytzt, þeir vildu ekki taka þátt í dómsmálasamvinnunni og innri öryggismálum ESB, þeir fengu því líka framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Finnar og Svíar sömdu um sérlausnir fyrir þeirra landbúnað, en hann hefur síðan verið kallaður „norðurslóðalandbúnaður“ til aðgreiningar frá öðrum ESB-landbúnaði. Malta, lítið eyríki eins og við, er þó allra bezta og sambærilegasta dæmið: Hún fékk fjölmargar sérlausnir við inngöngu í ESB. Héldu einir yfirráðum yfir sinni fiskveiðilögsögu (25 mílur í stað 12), takmörkun á kaupum annarra ESB-íbúa á fasteignum á Malta, fóstureyðingar fengust áfram bannaðar á Möltu, Malta var skilgreind sem harðbýlt land, sem tryggði ákveðin sérréttindi, og eyjunni Gozo voru áfram tryggð þau sérstöku réttindi, að hún væri „fríríki“, þar sem vöru mætti selja án virðisaukaskatts. Hér má líka nefna, að Pólland fékk undanþágu frá að taka upp regluverk ESB um grunn mannréttindi (EU Charter of Fundamental Rights), Svíþjóð tók sér undanþágu frá upptöku Evru og Írland fékk mikið sömu sérlausnir og Danir. Í september 2008 fór svokölluð 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins til Brussel til fundar við Olli Rehn, þá kommissar stækkunarmála, o.fl. ráðamenn. Í skýrslunni, sem gerð var um þessi fundahöld, segir m.a. „Viðmælendur nefndarinnar töldu líkur á, að Ísland gæti náð fram sérlausnum í fiskveiðistjórnun. Íslendingar hafi sérþekkingu á sviðinu og geti sýnt fram á árangur við verndun fiskistofna, stjórnun veiða og sjálfbæra þróun“. Eilífar úrtölur andstæðinga ESB og rangfærslur um, að ekki sé hægt að semja við ESB um sérlausnir, eru því ógrundaðar og út í hött. Varðandi fiskveiðilögsögu má aftur minna á, að Malta hélt óskoruðum rétti yfir sinni fiskveiðilögsögu við inngöngu, og, þó að fiskveiðar Maltverja séu miklu minni að umfangi, en fiskveiðar okkar Íslendinga, þá er sérlausn Maltverja mikilvæg fyrir okkur, því þessi sérlausn er spurning um prinsip, ekki umfang sérlausnarinnar. Á 38. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009, var ítarlega fjallað um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku Evru. Var um þetta gerð ítarleg skýrsla. Á bls. 14-15 er fjallað um „Samningsmarkmið varðandi aðildarviðræður við ESB“. Eru þar listuð upp þau 7 helztu mál, sem Ísland stefndi á sérlausnir fyrir: Aðlögunartíma fyrir úrvinnsluiðnað landbúnaðarins, nýtingu vatns- og jarðhitaauðlinda, loftslagsmál, vörn íslenzks velferðarkerfis, viðurkenningu á byggðavanda, Norðurslóðalandbúnaður gildi, trygging sögulegra réttinda Íslendinga til veiða innan 200 mílna. Skyldi Hjörtur J., sérfræðingurinn og sagnfræðingurinn mikli, ekkert um þetta vita, eða vill hann fullyrða, að helztu sérfræðingar Sjálfstæðisflokksins í ESB- og Evrópumálum hafi ekkert vitað, hvað þeir voru að segja; fjalla um og stefna á!? Var þetta bara ein loftbóla hjá D? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun