Það er víst hægt að semja um aðildarskilmála! Mörg dæmi sanna það! Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. júlí 2024 16:30 Hjörtur J. Guðmundsson, sennilega ákafasti ESB-, Evru- og Evrópuandstæðingur landsins, og um leið landsins mesti og hollasti stuðningsmaður Boris Johnson og Brexit, notar sem titil hér á Vísi:Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Svona titlar vekja upp spurningar. Hví er hann svona langur og ítarlegur? Á hann kannske að sýna, sanna, að viðkomandi sé einstaklega vel að sér og fróður á sínu sviði? Slá ryki í augu manna með það? Venjulega sýnir það, sem menn segja og skrifa, það bezt, hvaða mann þeir hafa að geyma og hversu fróðir, sannsöglir og heiðarlegir í málflutningi þeir eru. Af hverju titlar Hjörtur J. sig ekki einfaldlega með því, sem hann er í raun að gera, með sínum rétta starfstitli, eða er raunverulegur starfstitill kannske enginn? Eru óhróðursskrif um ESB, Evru og Evrópu það, sem Hjörtur lifir á? Og, ef svo er, hver borgar þá? Á einhverju verður Hjörtur að lifa. Þetta eru í raun mínar eigin hugleiðingar, sem ég þó opinbera hér og set á blað af gefnu tilefni. Hjörtur J. hefur reyndar gefið mér mörg tilefni til að fjalla um hans málflutning um ESB og tengd mál, en akkúrat núna er tilefnið grein hans hér á Vísi, nú í dag, með fyrirsögninni: „Reglurnar eru óumsemjanlegar“. Þar fullyrðir hann, að ný aðildarríki hafi í reynd enga möguleika á að semja um eitt eða neitt við mögulega inngöngu í ESB, annað hvort gangi þau að stöðluðum reglum og skilmálum ESB, eða, að þau geta bara átt sig utan ríkjasambandsins. Hlutasannleikur, hálfsannleikur, í málflutningi er þekkt aðferð til að reyna að sannfæra menn, þó að því sem satt er og rétt, sannleikanum, sé í raun hallað og í heildina sé dregin upp röng mynd; rangfærslum beitt. Skrif Hjartar J. um ESB og tengd mál einkennast fyrir mér nokkuð af þessari aðferðafræði. Hjörtur fullyrðir, að ekki sé hægt að semja við ESB um séróskir eða sérlausnir. Þetta er rangt! Það er hægt að semja um hvoru tveggja. Undanþágur og sérlausnir hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „Opting outs“. Bezta dæmið um undanþágur og sérlausnir eru frændur okkar, Danir. Þegar Europa-Magazin birtu frétt af því, að Danir hefðu gengið í ESB skrifuðu þeir: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur. Allur í götum“. Danir fengu nánast hverju því framgengt, sem þeir vildu. Þeir vildu ekki Evruna beint, heldur dulbúna, þeir vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðarstarfssemi ESB, þó að það hafi svo breytzt, þeir vildu ekki taka þátt í dómsmálasamvinnunni og innri öryggismálum ESB, þeir fengu því líka framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Finnar og Svíar sömdu um sérlausnir fyrir þeirra landbúnað, en hann hefur síðan verið kallaður „norðurslóðalandbúnaður“ til aðgreiningar frá öðrum ESB-landbúnaði. Malta, lítið eyríki eins og við, er þó allra bezta og sambærilegasta dæmið: Hún fékk fjölmargar sérlausnir við inngöngu í ESB. Héldu einir yfirráðum yfir sinni fiskveiðilögsögu (25 mílur í stað 12), takmörkun á kaupum annarra ESB-íbúa á fasteignum á Malta, fóstureyðingar fengust áfram bannaðar á Möltu, Malta var skilgreind sem harðbýlt land, sem tryggði ákveðin sérréttindi, og eyjunni Gozo voru áfram tryggð þau sérstöku réttindi, að hún væri „fríríki“, þar sem vöru mætti selja án virðisaukaskatts. Hér má líka nefna, að Pólland fékk undanþágu frá að taka upp regluverk ESB um grunn mannréttindi (EU Charter of Fundamental Rights), Svíþjóð tók sér undanþágu frá upptöku Evru og Írland fékk mikið sömu sérlausnir og Danir. Í september 2008 fór svokölluð 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins til Brussel til fundar við Olli Rehn, þá kommissar stækkunarmála, o.fl. ráðamenn. Í skýrslunni, sem gerð var um þessi fundahöld, segir m.a. „Viðmælendur nefndarinnar töldu líkur á, að Ísland gæti náð fram sérlausnum í fiskveiðistjórnun. Íslendingar hafi sérþekkingu á sviðinu og geti sýnt fram á árangur við verndun fiskistofna, stjórnun veiða og sjálfbæra þróun“. Eilífar úrtölur andstæðinga ESB og rangfærslur um, að ekki sé hægt að semja við ESB um sérlausnir, eru því ógrundaðar og út í hött. Varðandi fiskveiðilögsögu má aftur minna á, að Malta hélt óskoruðum rétti yfir sinni fiskveiðilögsögu við inngöngu, og, þó að fiskveiðar Maltverja séu miklu minni að umfangi, en fiskveiðar okkar Íslendinga, þá er sérlausn Maltverja mikilvæg fyrir okkur, því þessi sérlausn er spurning um prinsip, ekki umfang sérlausnarinnar. Á 38. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009, var ítarlega fjallað um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku Evru. Var um þetta gerð ítarleg skýrsla. Á bls. 14-15 er fjallað um „Samningsmarkmið varðandi aðildarviðræður við ESB“. Eru þar listuð upp þau 7 helztu mál, sem Ísland stefndi á sérlausnir fyrir: Aðlögunartíma fyrir úrvinnsluiðnað landbúnaðarins, nýtingu vatns- og jarðhitaauðlinda, loftslagsmál, vörn íslenzks velferðarkerfis, viðurkenningu á byggðavanda, Norðurslóðalandbúnaður gildi, trygging sögulegra réttinda Íslendinga til veiða innan 200 mílna. Skyldi Hjörtur J., sérfræðingurinn og sagnfræðingurinn mikli, ekkert um þetta vita, eða vill hann fullyrða, að helztu sérfræðingar Sjálfstæðisflokksins í ESB- og Evrópumálum hafi ekkert vitað, hvað þeir voru að segja; fjalla um og stefna á!? Var þetta bara ein loftbóla hjá D? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védísi Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, sennilega ákafasti ESB-, Evru- og Evrópuandstæðingur landsins, og um leið landsins mesti og hollasti stuðningsmaður Boris Johnson og Brexit, notar sem titil hér á Vísi:Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Svona titlar vekja upp spurningar. Hví er hann svona langur og ítarlegur? Á hann kannske að sýna, sanna, að viðkomandi sé einstaklega vel að sér og fróður á sínu sviði? Slá ryki í augu manna með það? Venjulega sýnir það, sem menn segja og skrifa, það bezt, hvaða mann þeir hafa að geyma og hversu fróðir, sannsöglir og heiðarlegir í málflutningi þeir eru. Af hverju titlar Hjörtur J. sig ekki einfaldlega með því, sem hann er í raun að gera, með sínum rétta starfstitli, eða er raunverulegur starfstitill kannske enginn? Eru óhróðursskrif um ESB, Evru og Evrópu það, sem Hjörtur lifir á? Og, ef svo er, hver borgar þá? Á einhverju verður Hjörtur að lifa. Þetta eru í raun mínar eigin hugleiðingar, sem ég þó opinbera hér og set á blað af gefnu tilefni. Hjörtur J. hefur reyndar gefið mér mörg tilefni til að fjalla um hans málflutning um ESB og tengd mál, en akkúrat núna er tilefnið grein hans hér á Vísi, nú í dag, með fyrirsögninni: „Reglurnar eru óumsemjanlegar“. Þar fullyrðir hann, að ný aðildarríki hafi í reynd enga möguleika á að semja um eitt eða neitt við mögulega inngöngu í ESB, annað hvort gangi þau að stöðluðum reglum og skilmálum ESB, eða, að þau geta bara átt sig utan ríkjasambandsins. Hlutasannleikur, hálfsannleikur, í málflutningi er þekkt aðferð til að reyna að sannfæra menn, þó að því sem satt er og rétt, sannleikanum, sé í raun hallað og í heildina sé dregin upp röng mynd; rangfærslum beitt. Skrif Hjartar J. um ESB og tengd mál einkennast fyrir mér nokkuð af þessari aðferðafræði. Hjörtur fullyrðir, að ekki sé hægt að semja við ESB um séróskir eða sérlausnir. Þetta er rangt! Það er hægt að semja um hvoru tveggja. Undanþágur og sérlausnir hafa meira að segja sína eigin nafngift. Þær eru kallaðar „Opting outs“. Bezta dæmið um undanþágur og sérlausnir eru frændur okkar, Danir. Þegar Europa-Magazin birtu frétt af því, að Danir hefðu gengið í ESB skrifuðu þeir: „ESB aðild Dana er eins og svissneskur ostur. Allur í götum“. Danir fengu nánast hverju því framgengt, sem þeir vildu. Þeir vildu ekki Evruna beint, heldur dulbúna, þeir vildu ekki taka þátt í varnar- eða hernaðarstarfssemi ESB, þó að það hafi svo breytzt, þeir vildu ekki taka þátt í dómsmálasamvinnunni og innri öryggismálum ESB, þeir fengu því líka framgengt, að Færeyjar og Grænland væri ekki með í aðildinni o.s.frv. Finnar og Svíar sömdu um sérlausnir fyrir þeirra landbúnað, en hann hefur síðan verið kallaður „norðurslóðalandbúnaður“ til aðgreiningar frá öðrum ESB-landbúnaði. Malta, lítið eyríki eins og við, er þó allra bezta og sambærilegasta dæmið: Hún fékk fjölmargar sérlausnir við inngöngu í ESB. Héldu einir yfirráðum yfir sinni fiskveiðilögsögu (25 mílur í stað 12), takmörkun á kaupum annarra ESB-íbúa á fasteignum á Malta, fóstureyðingar fengust áfram bannaðar á Möltu, Malta var skilgreind sem harðbýlt land, sem tryggði ákveðin sérréttindi, og eyjunni Gozo voru áfram tryggð þau sérstöku réttindi, að hún væri „fríríki“, þar sem vöru mætti selja án virðisaukaskatts. Hér má líka nefna, að Pólland fékk undanþágu frá að taka upp regluverk ESB um grunn mannréttindi (EU Charter of Fundamental Rights), Svíþjóð tók sér undanþágu frá upptöku Evru og Írland fékk mikið sömu sérlausnir og Danir. Í september 2008 fór svokölluð 12 manna Evrópunefnd forsætisráðuneytisins til Brussel til fundar við Olli Rehn, þá kommissar stækkunarmála, o.fl. ráðamenn. Í skýrslunni, sem gerð var um þessi fundahöld, segir m.a. „Viðmælendur nefndarinnar töldu líkur á, að Ísland gæti náð fram sérlausnum í fiskveiðistjórnun. Íslendingar hafi sérþekkingu á sviðinu og geti sýnt fram á árangur við verndun fiskistofna, stjórnun veiða og sjálfbæra þróun“. Eilífar úrtölur andstæðinga ESB og rangfærslur um, að ekki sé hægt að semja við ESB um sérlausnir, eru því ógrundaðar og út í hött. Varðandi fiskveiðilögsögu má aftur minna á, að Malta hélt óskoruðum rétti yfir sinni fiskveiðilögsögu við inngöngu, og, þó að fiskveiðar Maltverja séu miklu minni að umfangi, en fiskveiðar okkar Íslendinga, þá er sérlausn Maltverja mikilvæg fyrir okkur, því þessi sérlausn er spurning um prinsip, ekki umfang sérlausnarinnar. Á 38. landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2009, var ítarlega fjallað um mögulega aðild Íslands að ESB og upptöku Evru. Var um þetta gerð ítarleg skýrsla. Á bls. 14-15 er fjallað um „Samningsmarkmið varðandi aðildarviðræður við ESB“. Eru þar listuð upp þau 7 helztu mál, sem Ísland stefndi á sérlausnir fyrir: Aðlögunartíma fyrir úrvinnsluiðnað landbúnaðarins, nýtingu vatns- og jarðhitaauðlinda, loftslagsmál, vörn íslenzks velferðarkerfis, viðurkenningu á byggðavanda, Norðurslóðalandbúnaður gildi, trygging sögulegra réttinda Íslendinga til veiða innan 200 mílna. Skyldi Hjörtur J., sérfræðingurinn og sagnfræðingurinn mikli, ekkert um þetta vita, eða vill hann fullyrða, að helztu sérfræðingar Sjálfstæðisflokksins í ESB- og Evrópumálum hafi ekkert vitað, hvað þeir voru að segja; fjalla um og stefna á!? Var þetta bara ein loftbóla hjá D? Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun