Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þar segir að lögreglan hafi rætt við mennina og sagt þeim að líklega væri ekki um besta tímann til æfinga að ræða.
Einnig var tilkynnt um slagsmál í miðbæ Reykjavíkur. Í því máli er einn einstaklingur mögulega nefbrotin en málið er í rannsókn.
Í miðborginni voru einnig tíu ökumenn sektraðir fyrr að aka á göngugötu á Austurstræti. Í dagbók lögreglu er minnst á að frá 1. júlí til 1. október er Austurstræti frá Pósthússtræti að Ingólfstorgi göngugata, sem og Veltusund og Vallarstræti vestan Veltusunds.
Í dagbókinni er einnig minnst á mál sem varða umferðarlaga- og fíkniefnabrot. En að sögn lögreglu var rólegt yfir næturlífi í Reykjavík og nokkuð fámennt í miðbænum, en einn gisti fangaklefa.