Fleygði lögreglumanni í jörðina eftir hlaup um miðbæ Akureyrar Jón Þór Stefánsson skrifar 11. júlí 2024 07:19 Lögreglan var kölluð út vegna slagsmála við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Síðan hófst eftirför lögreglu um miðbæ Akureyrar. Vísir/Tryggvi Karlmaður á fertugsaldri hlaut þriggja mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til þriggja ára, í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir að veitast að lögreglumanni í miðbæ Akureyrar í júlí í fyrra. Manninum var gefið að sök að reyna að koma sér undan lögreglunni á hlaupum. En síðan, þegar hann var staddur á bílastæði við Skipagötu, er hann sagður hafa gripið í öryggisvesti lögreglumanns sem var að elta hann uppi, fleygt honum í jörðina og haft hann undir. Þá hafi hann reynt að slá til lögreglumannsins en aðrir lögreglumenn þá gripið inn í og handtekið manninn. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka víðsvegar um líkamann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um slagsmál við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Þegar hana bar að garði vildi hún ræða við manninn sem var á vettvangi. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.Vísir/Vilhelm Hann hafi spurt hvort hann væri handtekinn og lögreglan svarað neitandi. „Þá er ég farinn,“ á maðurinn að hafa svarað, en lögreglan þá tilkynnt honum að hún hyggðist handtaka hann ef hann færi, en þrátt fyrir það hafi maðurinn gegnið á brott. Lögreglumaður hafi ítrekað að hún vildi tala við manninn sem hafi ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti og lögreglan farið á eftir honum. Þar á eftir hafi atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Illa fyrirkallaður Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið svefnlítill og illa fyrirkallaður þegar atvik málsins hafi átt sér stað, enda hafi hann verið að standa í skilnaði við eiginkonu sína. Hann hafi þó hvorki veitt áfengis né vímuefna þetta kvöld. Hann sagðist hafa ýtt í öxl lögreglumannsins og tekið á rás til að komast undan henni, þar sem honum hafi þótt framkoma lögreglu „vera orðið áreiti“. Honum hafi þótt augljóst að lögreglan hefði í hyggju að „taka“ hann „sama hvað“. Að sögn mannsins atvikaðist sjálf árásin sem hann var ákærður fyrir þannig að hann var að hlaupa þegar lögreglumaðurinn hafi komið „inn í hliðina“ á honum eða rifið í öxlina á honum. Þá hafi þeir báðir fallið til jarðar. Ótrúverðugur framburður vitnis sagði lögguna stökkva á manninn Annar maður, sonur vinar árásarmannsins, var að keyra niður Gilið þegar atvikið átti sér stað. Hann bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa séð lögreglumanninn stökkva á manninn aftan frá taka hann niður. Vitnið sagði engan vafa um þetta í huga sér. Upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þar á meðal þess sem varð fyrir árásinni, lágu fyrir í málinu. Í dómnum segir að í myndefninu megi sjá manninn stöðva för sína skyndilega, grípa í lögreglumanninn og fella eða draga hann niður á bílaplanið. Að mati dómsins eru upptökurnar í samræmi við framburð lögreglumannanna. Þá segir að framburður vitnisins breyti engu um mat dómsins, enda hafi hann verið í verulegu ósamræmi við atburðarásina sem sjáist í myndefninu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 1,1 milljón í sakarkostnað. Akureyri Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira
Manninum var gefið að sök að reyna að koma sér undan lögreglunni á hlaupum. En síðan, þegar hann var staddur á bílastæði við Skipagötu, er hann sagður hafa gripið í öryggisvesti lögreglumanns sem var að elta hann uppi, fleygt honum í jörðina og haft hann undir. Þá hafi hann reynt að slá til lögreglumannsins en aðrir lögreglumenn þá gripið inn í og handtekið manninn. Lögreglumaðurinn hlaut nokkra áverka víðsvegar um líkamann. Samkvæmt frumskýrslu lögreglu barst henni tilkynning um slagsmál við veitingastaðinn Backpackers við Hafnarstræti. Þegar hana bar að garði vildi hún ræða við manninn sem var á vettvangi. Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi manninn í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi.Vísir/Vilhelm Hann hafi spurt hvort hann væri handtekinn og lögreglan svarað neitandi. „Þá er ég farinn,“ á maðurinn að hafa svarað, en lögreglan þá tilkynnt honum að hún hyggðist handtaka hann ef hann færi, en þrátt fyrir það hafi maðurinn gegnið á brott. Lögreglumaður hafi ítrekað að hún vildi tala við manninn sem hafi ýtt í hann og tekið á rás niður Kaupvangsstræti og lögreglan farið á eftir honum. Þar á eftir hafi atvikið sem maðurinn var ákærður fyrir átt sér stað. Illa fyrirkallaður Fyrir dómi sagðist maðurinn hafa verið svefnlítill og illa fyrirkallaður þegar atvik málsins hafi átt sér stað, enda hafi hann verið að standa í skilnaði við eiginkonu sína. Hann hafi þó hvorki veitt áfengis né vímuefna þetta kvöld. Hann sagðist hafa ýtt í öxl lögreglumannsins og tekið á rás til að komast undan henni, þar sem honum hafi þótt framkoma lögreglu „vera orðið áreiti“. Honum hafi þótt augljóst að lögreglan hefði í hyggju að „taka“ hann „sama hvað“. Að sögn mannsins atvikaðist sjálf árásin sem hann var ákærður fyrir þannig að hann var að hlaupa þegar lögreglumaðurinn hafi komið „inn í hliðina“ á honum eða rifið í öxlina á honum. Þá hafi þeir báðir fallið til jarðar. Ótrúverðugur framburður vitnis sagði lögguna stökkva á manninn Annar maður, sonur vinar árásarmannsins, var að keyra niður Gilið þegar atvikið átti sér stað. Hann bar vitni fyrir dómi og sagðist hafa séð lögreglumanninn stökkva á manninn aftan frá taka hann niður. Vitnið sagði engan vafa um þetta í huga sér. Upptökur úr öryggismyndavélum og búkmyndavélum þriggja lögreglumanna, þar á meðal þess sem varð fyrir árásinni, lágu fyrir í málinu. Í dómnum segir að í myndefninu megi sjá manninn stöðva för sína skyndilega, grípa í lögreglumanninn og fella eða draga hann niður á bílaplanið. Að mati dómsins eru upptökurnar í samræmi við framburð lögreglumannanna. Þá segir að framburður vitnisins breyti engu um mat dómsins, enda hafi hann verið í verulegu ósamræmi við atburðarásina sem sjáist í myndefninu. Líkt og áður segir hlaut maðurinn þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða 1,1 milljón í sakarkostnað.
Akureyri Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Sjá meira