Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Árni Sæberg skrifar 30. júní 2024 15:01 Einar Þorsteinsson er borgarstjóri. Vísir/Arnar Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. Mikið hefur verið skrifað og rætt um uppbyggingaráform Reykjavíkurborgar í Grafarvogi síðan þau voru kynnt á miðvikudag. Á kynningarfundi sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri að hægt ætti að vera að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn. Íbúar mótmæla Hópur íbúa óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima og Sóleyjarima. Einar mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar á Bylgjunni í morgun og fjallaði um húsnæðismálin í borginni í víðu samhengi. Hann reyndi að slá á áhyggjur Grafarvogsbúa. „Ég vil segja við Grafarvogsbúa: Við erum að stilla fram hugmynd og svo hefst samtalið. Það er svo mikið tækifæri í þessu. Það hefur oft verið talað um að það hefur ekkert verið byggt af einbýlis-, par- og raðhúsum í Reykjavík í langan tíma, nú erum við að gera það. Við erum að bjóða upp á það að það sé hægt að byggja eins og Grafarvogurinn er, bara aðeins meira.“ Fólk fari upp á tærnar þegar það heyrir talað um þéttingu Einar segir að hann hafi heyrt talað um þéttingu byggðar í þessu samhengi. „Þá fara allar einhvern veginn upp á tærnar og segja: nei, ég vil ekki fá blokk fyrir aftan húsið mitt. En það er ekki hugmyndin.“ Sannarlega séu lóðir í Grafarvogi þar sem hægt væri að byggja tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. „En við förum ekki að eyðileggja hverfisbraginn, það leikur sér enginn að því. Við þurfum að stækka Grafarvoginn og gera meira af því góða sem er þar.“ Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Borgarstjórn Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Mikið hefur verið skrifað og rætt um uppbyggingaráform Reykjavíkurborgar í Grafarvogi síðan þau voru kynnt á miðvikudag. Á kynningarfundi sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri að hægt ætti að vera að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn. Íbúar mótmæla Hópur íbúa óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima og Sóleyjarima. Einar mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar á Bylgjunni í morgun og fjallaði um húsnæðismálin í borginni í víðu samhengi. Hann reyndi að slá á áhyggjur Grafarvogsbúa. „Ég vil segja við Grafarvogsbúa: Við erum að stilla fram hugmynd og svo hefst samtalið. Það er svo mikið tækifæri í þessu. Það hefur oft verið talað um að það hefur ekkert verið byggt af einbýlis-, par- og raðhúsum í Reykjavík í langan tíma, nú erum við að gera það. Við erum að bjóða upp á það að það sé hægt að byggja eins og Grafarvogurinn er, bara aðeins meira.“ Fólk fari upp á tærnar þegar það heyrir talað um þéttingu Einar segir að hann hafi heyrt talað um þéttingu byggðar í þessu samhengi. „Þá fara allar einhvern veginn upp á tærnar og segja: nei, ég vil ekki fá blokk fyrir aftan húsið mitt. En það er ekki hugmyndin.“ Sannarlega séu lóðir í Grafarvogi þar sem hægt væri að byggja tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. „En við förum ekki að eyðileggja hverfisbraginn, það leikur sér enginn að því. Við þurfum að stækka Grafarvoginn og gera meira af því góða sem er þar.“
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Borgarstjórn Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33
Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31