Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Árni Sæberg skrifar 30. júní 2024 15:01 Einar Þorsteinsson er borgarstjóri. Vísir/Arnar Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. Mikið hefur verið skrifað og rætt um uppbyggingaráform Reykjavíkurborgar í Grafarvogi síðan þau voru kynnt á miðvikudag. Á kynningarfundi sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri að hægt ætti að vera að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn. Íbúar mótmæla Hópur íbúa óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima og Sóleyjarima. Einar mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar á Bylgjunni í morgun og fjallaði um húsnæðismálin í borginni í víðu samhengi. Hann reyndi að slá á áhyggjur Grafarvogsbúa. „Ég vil segja við Grafarvogsbúa: Við erum að stilla fram hugmynd og svo hefst samtalið. Það er svo mikið tækifæri í þessu. Það hefur oft verið talað um að það hefur ekkert verið byggt af einbýlis-, par- og raðhúsum í Reykjavík í langan tíma, nú erum við að gera það. Við erum að bjóða upp á það að það sé hægt að byggja eins og Grafarvogurinn er, bara aðeins meira.“ Fólk fari upp á tærnar þegar það heyrir talað um þéttingu Einar segir að hann hafi heyrt talað um þéttingu byggðar í þessu samhengi. „Þá fara allar einhvern veginn upp á tærnar og segja: nei, ég vil ekki fá blokk fyrir aftan húsið mitt. En það er ekki hugmyndin.“ Sannarlega séu lóðir í Grafarvogi þar sem hægt væri að byggja tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. „En við förum ekki að eyðileggja hverfisbraginn, það leikur sér enginn að því. Við þurfum að stækka Grafarvoginn og gera meira af því góða sem er þar.“ Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Borgarstjórn Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Mikið hefur verið skrifað og rætt um uppbyggingaráform Reykjavíkurborgar í Grafarvogi síðan þau voru kynnt á miðvikudag. Á kynningarfundi sagði Einar Þorsteinsson borgarstjóri að hægt ætti að vera að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn. Íbúar mótmæla Hópur íbúa óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima og Sóleyjarima. Einar mætti á Sprengisand til Kristjáns Kristjánssonar á Bylgjunni í morgun og fjallaði um húsnæðismálin í borginni í víðu samhengi. Hann reyndi að slá á áhyggjur Grafarvogsbúa. „Ég vil segja við Grafarvogsbúa: Við erum að stilla fram hugmynd og svo hefst samtalið. Það er svo mikið tækifæri í þessu. Það hefur oft verið talað um að það hefur ekkert verið byggt af einbýlis-, par- og raðhúsum í Reykjavík í langan tíma, nú erum við að gera það. Við erum að bjóða upp á það að það sé hægt að byggja eins og Grafarvogurinn er, bara aðeins meira.“ Fólk fari upp á tærnar þegar það heyrir talað um þéttingu Einar segir að hann hafi heyrt talað um þéttingu byggðar í þessu samhengi. „Þá fara allar einhvern veginn upp á tærnar og segja: nei, ég vil ekki fá blokk fyrir aftan húsið mitt. En það er ekki hugmyndin.“ Sannarlega séu lóðir í Grafarvogi þar sem hægt væri að byggja tveggja til þriggja hæða fjölbýlishús. „En við förum ekki að eyðileggja hverfisbraginn, það leikur sér enginn að því. Við þurfum að stækka Grafarvoginn og gera meira af því góða sem er þar.“
Reykjavík Skipulag Húsnæðismál Borgarstjórn Tengdar fréttir Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33 Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Sjá meira
Þétting byggðar í úthverfum sé jákvæð borgarþróun Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður umhverfis- og skipulagsráðs, segir að áform borgarinnar um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar sé frábært mál sem allir standi saman að. 26. júní 2024 19:33
Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. 26. júní 2024 19:31