Bandarískum kjósendum líst illa á stöðuna í forsetaslagnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 23:18 Amina segir að kappræðurnar hafi bara verið þras og uppnefni. Trevor Borden segir að það hafi verið tímasóun að horfa. Vísir Fjölmiðlar vestanhafs eru enn undirlagðir áhyggjuröddum af frammistöðu Joes Biden Bandaríkjaforseta í kappræðum hans og Donalds Trump í fyrrinótt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru birt viðtöl við bandaríska kjósendur, sem líst illa á stöðuna. Það eru þó ekki aðeins kjósendur sem hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi Bidens, sem þótti að flestra mati standa sig með eindæmum illa í kappræðunum í vikunni. Áhrifamikil ritstjórn vill Biden burt Ritstjórn New York Times, eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, hvatti Biden til að draga forsetaframboð sitt til baka og leyfa öðrum Demókrata að taka við keflinu. Afstaða ritstjórnarinnar hefur talsvert vægi í bandarískum stjórnmálum og talið er að hún muni setja enn frekari pressu á Biden að hætta við. Það er þó hægara sagt en gert að skipta um frambjóðanda. Sandra Little, félagsráðgjafi, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún horfði á kappræðurnar. Hún átti von á bulli frá Trump, en Biden olli henni vonbrigðum. „Ég vildi að hann svaraði spurningunum, og léti ekki flækja sig í bullinu. Hann lét draga sig inn í það, og það var erfitt að átta sig á því hver afstaða hans er,“ sagði Sandra. Langaði að slökkva nánast strax Nathan Lenet, iðjuþjálfi, segir að erfitt hafi verið að horfa á kappræðurnar. Hann hafi langað að slökkva á sjónvarpinu nánast um leið og hann byrjaði að horfa, en hann hafi samt látið sig hafa það að horfa. „Konan mín var ekki eins sterk, hún fór út úr herberginu af því hún þoldi þetta ekki. Viðbrögð mín voru mikil depurð. Ég held að við höfum engan góðan kost,“ sagði Nathan. Trevor Borden, frumkvöðull, segir að þetta sé kapphlaup niður á botninn, enn á ný. Þetta hafi verið múmían gegn bjánanum, og það hafi hreinlega verið tímasóun að horfa. Amina Barhumi er í Borgaralegu bandalagi múslima, og hún segir að henni hafi fundist erfitt að horfa á kappræðurnar. „ég á unglinga, og þetta var bara þras og heimskuleg uppnefni,“ segir Amina. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Það eru þó ekki aðeins kjósendur sem hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi Bidens, sem þótti að flestra mati standa sig með eindæmum illa í kappræðunum í vikunni. Áhrifamikil ritstjórn vill Biden burt Ritstjórn New York Times, eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, hvatti Biden til að draga forsetaframboð sitt til baka og leyfa öðrum Demókrata að taka við keflinu. Afstaða ritstjórnarinnar hefur talsvert vægi í bandarískum stjórnmálum og talið er að hún muni setja enn frekari pressu á Biden að hætta við. Það er þó hægara sagt en gert að skipta um frambjóðanda. Sandra Little, félagsráðgjafi, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún horfði á kappræðurnar. Hún átti von á bulli frá Trump, en Biden olli henni vonbrigðum. „Ég vildi að hann svaraði spurningunum, og léti ekki flækja sig í bullinu. Hann lét draga sig inn í það, og það var erfitt að átta sig á því hver afstaða hans er,“ sagði Sandra. Langaði að slökkva nánast strax Nathan Lenet, iðjuþjálfi, segir að erfitt hafi verið að horfa á kappræðurnar. Hann hafi langað að slökkva á sjónvarpinu nánast um leið og hann byrjaði að horfa, en hann hafi samt látið sig hafa það að horfa. „Konan mín var ekki eins sterk, hún fór út úr herberginu af því hún þoldi þetta ekki. Viðbrögð mín voru mikil depurð. Ég held að við höfum engan góðan kost,“ sagði Nathan. Trevor Borden, frumkvöðull, segir að þetta sé kapphlaup niður á botninn, enn á ný. Þetta hafi verið múmían gegn bjánanum, og það hafi hreinlega verið tímasóun að horfa. Amina Barhumi er í Borgaralegu bandalagi múslima, og hún segir að henni hafi fundist erfitt að horfa á kappræðurnar. „ég á unglinga, og þetta var bara þras og heimskuleg uppnefni,“ segir Amina.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira