Bandarískum kjósendum líst illa á stöðuna í forsetaslagnum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. júní 2024 23:18 Amina segir að kappræðurnar hafi bara verið þras og uppnefni. Trevor Borden segir að það hafi verið tímasóun að horfa. Vísir Fjölmiðlar vestanhafs eru enn undirlagðir áhyggjuröddum af frammistöðu Joes Biden Bandaríkjaforseta í kappræðum hans og Donalds Trump í fyrrinótt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 voru birt viðtöl við bandaríska kjósendur, sem líst illa á stöðuna. Það eru þó ekki aðeins kjósendur sem hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi Bidens, sem þótti að flestra mati standa sig með eindæmum illa í kappræðunum í vikunni. Áhrifamikil ritstjórn vill Biden burt Ritstjórn New York Times, eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, hvatti Biden til að draga forsetaframboð sitt til baka og leyfa öðrum Demókrata að taka við keflinu. Afstaða ritstjórnarinnar hefur talsvert vægi í bandarískum stjórnmálum og talið er að hún muni setja enn frekari pressu á Biden að hætta við. Það er þó hægara sagt en gert að skipta um frambjóðanda. Sandra Little, félagsráðgjafi, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún horfði á kappræðurnar. Hún átti von á bulli frá Trump, en Biden olli henni vonbrigðum. „Ég vildi að hann svaraði spurningunum, og léti ekki flækja sig í bullinu. Hann lét draga sig inn í það, og það var erfitt að átta sig á því hver afstaða hans er,“ sagði Sandra. Langaði að slökkva nánast strax Nathan Lenet, iðjuþjálfi, segir að erfitt hafi verið að horfa á kappræðurnar. Hann hafi langað að slökkva á sjónvarpinu nánast um leið og hann byrjaði að horfa, en hann hafi samt látið sig hafa það að horfa. „Konan mín var ekki eins sterk, hún fór út úr herberginu af því hún þoldi þetta ekki. Viðbrögð mín voru mikil depurð. Ég held að við höfum engan góðan kost,“ sagði Nathan. Trevor Borden, frumkvöðull, segir að þetta sé kapphlaup niður á botninn, enn á ný. Þetta hafi verið múmían gegn bjánanum, og það hafi hreinlega verið tímasóun að horfa. Amina Barhumi er í Borgaralegu bandalagi múslima, og hún segir að henni hafi fundist erfitt að horfa á kappræðurnar. „ég á unglinga, og þetta var bara þras og heimskuleg uppnefni,“ segir Amina. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Sjá meira
Það eru þó ekki aðeins kjósendur sem hafa lýst yfir áhyggjum af ástandi Bidens, sem þótti að flestra mati standa sig með eindæmum illa í kappræðunum í vikunni. Áhrifamikil ritstjórn vill Biden burt Ritstjórn New York Times, eins virtasta dagblaðs Bandaríkjanna, hvatti Biden til að draga forsetaframboð sitt til baka og leyfa öðrum Demókrata að taka við keflinu. Afstaða ritstjórnarinnar hefur talsvert vægi í bandarískum stjórnmálum og talið er að hún muni setja enn frekari pressu á Biden að hætta við. Það er þó hægara sagt en gert að skipta um frambjóðanda. Sandra Little, félagsráðgjafi, varð fyrir miklum vonbrigðum þegar hún horfði á kappræðurnar. Hún átti von á bulli frá Trump, en Biden olli henni vonbrigðum. „Ég vildi að hann svaraði spurningunum, og léti ekki flækja sig í bullinu. Hann lét draga sig inn í það, og það var erfitt að átta sig á því hver afstaða hans er,“ sagði Sandra. Langaði að slökkva nánast strax Nathan Lenet, iðjuþjálfi, segir að erfitt hafi verið að horfa á kappræðurnar. Hann hafi langað að slökkva á sjónvarpinu nánast um leið og hann byrjaði að horfa, en hann hafi samt látið sig hafa það að horfa. „Konan mín var ekki eins sterk, hún fór út úr herberginu af því hún þoldi þetta ekki. Viðbrögð mín voru mikil depurð. Ég held að við höfum engan góðan kost,“ sagði Nathan. Trevor Borden, frumkvöðull, segir að þetta sé kapphlaup niður á botninn, enn á ný. Þetta hafi verið múmían gegn bjánanum, og það hafi hreinlega verið tímasóun að horfa. Amina Barhumi er í Borgaralegu bandalagi múslima, og hún segir að henni hafi fundist erfitt að horfa á kappræðurnar. „ég á unglinga, og þetta var bara þras og heimskuleg uppnefni,“ segir Amina.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Joe Biden Donald Trump Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Sjá meira