Af málathöfnum Gauti Kristmannsson skrifar 28. júní 2024 07:01 Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar. Dæmi: Þegar einhver kemur inn í herbergi þar sem er opinn gluggi og segir „voðalega er kalt hérna“, þá er viðkomandi ekki að miðla upplýsingum um hitastigið í herberginu, heldur að heimta að fjandans glugganum verði lokað. Þannig beitum við tungumálinu í margs konar tilgangi í okkar daglega lífi, við segjum hluti til að fá fram einhver áhrif eða afleiðingar. Mér varð hugsað til þessara kenninga við að fylgjast með fjargviðrinu í kringum svokallað „kynhlutlaust“ mál þar sem margir riddarar hafa stigið fram til bjargar íslenskri tungu eina ferðina enn. Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls. Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna. Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli? Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu? Höfundur er prófessor í þýðingafræði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gauti Kristmannsson Íslensk tunga Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Skoðun Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Orð eru til alls fyrst segir máltækið, en þau eru ekki bara orð heldur fela í sér tiltekna athöfn eða gjörð málnotandans hverju sinni. Málathafnakenningar (e. speech act theory), líka kallaðar talgjörðakenningar, fela í sér að við reynum að skilja hvað fólk vill í raun og veru þegar það talar eða skrifar. Dæmi: Þegar einhver kemur inn í herbergi þar sem er opinn gluggi og segir „voðalega er kalt hérna“, þá er viðkomandi ekki að miðla upplýsingum um hitastigið í herberginu, heldur að heimta að fjandans glugganum verði lokað. Þannig beitum við tungumálinu í margs konar tilgangi í okkar daglega lífi, við segjum hluti til að fá fram einhver áhrif eða afleiðingar. Mér varð hugsað til þessara kenninga við að fylgjast með fjargviðrinu í kringum svokallað „kynhlutlaust“ mál þar sem margir riddarar hafa stigið fram til bjargar íslenskri tungu eina ferðina enn. Ég hef satt að segja verið gáttaður á ýmsu sem fram hefur komið í umræðunni sem mér sýnist ekki standa neina skoðun. Mér fannst þó steininn taka úr þegar ég las um kæru Kristjáns Hreinssonar til menntamálaráðherra á hendur „fjölmörgum starfsmönnum“ RÚV þar sem hann vill meina að þeir brjóti lög „um að leggja rækt við íslenskuna og viðhafa lýtalaust málfar“. Hvers konar krafa er þetta „að viðhafa lýtalaust málfar“? Mér finnst þetta orðalag bara alls ekki lýtalaust, máttlaus tilraun til kansellístíls. Skáldið bætir síðan gráu ofan á svart í viðtali á Bylgjunni með því að tala um „hvorugkynssýki“ og að íslenskan sé „dauðadæmd“ hennar vegna, hvorki meira né minna. Og hver eiga viðurlögin að vera ef kæran er tekin til greina? Á menntamálaráðherra að reka fólk úr starfi sem segir „verið öll velkomin“ frekar en „verið allir velkomnir“? Hvað þá um þau sem eru „þágufallssjúk“? Þau sem nota nýju þolmyndina? Eða sletta ensku? Eða útlendingar sem ekki hafa íslensku að móðurmáli, á bara ekki að heyrast í þeim? Er RÚV og opinber umræða yfirleitt aðeins fyrir þau sem hafa „lýtalausa“ íslensku að móðurmáli? Og hver er þá málathöfnin í þessum málatilbúnaði Kristjáns? Enginn vafi leikur á að hér sé um málathöfn að ræða, kæra er krafa um að eitthvað verði gert í tilteknu máli. Fyrir hver eru málnotendur að nota hvorugkyn í almennri merkingu í stað karlkyns og segja öll og sum en ekki allir og sumir? Jú, það er verið að forðast karlkynið í þessari almennu merkingu til að taka tillit til kvenna og kynsegin fólks. Við því er amast af ofsa og ákefð sem gengur svo langt að kæra er send til menntamálaráðherra á hendur fólki sem ætti að hafa fullt málfrelsi til að beita fyllilega eðlilegri íslensku eftir eigin höfði. Getur verið að ofsinn í þessum umræðum felist í því til hverra tillit er tekið frekar en ógurleg ást á íslenskri tungu? Höfundur er prófessor í þýðingafræði
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir Skoðun