Borgin kynnir þéttingu byggðar í úthverfum Heimir Már Pétursson skrifar 26. júní 2024 19:31 Einar Þorsteinsson borgarstjóri segir að það muni styrkja úthverfin að þétta byggðina þar með raðhúsum, einbýlishúsum og litlum blokkum. Stöð 2/Bjarni Borgarstjóri kynnti í dag áform um nýtingu lóða í helstu úthverfum borgarinnar til að auka lóðaframboð til smærri verkefna. Fullbúnum íbúðum í borginni hefur fækkað á undanförnum árum. Borgarstjóri segir að með þessum áherslum verði aukin fjölbreytni og kraftur settur í húnsæðisuppbygginguna. Borgarstjóri segir að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Þar ætti að vera hægt að koma fyrir einbýlishúsum, raðhúsum, og jafnvel lítilli blokk. Einar Þorsteinsson segir alla innviði til staðar í Grafarvogi og því ætti að vera hægt að bjóða út fyrstu lóðirnar strax á næsta ári.Stöð 2/Bjarni Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt sjáum við svæðin sem koma til greina í Grafarvogi og innan ferhyrnings áður nefnt svæði við Hallsveg. Þá sést svæðið betur á annarri mynd í þessari frétt. Má segja að þið séuð að flytja þéttinguna út í úthverfin? „Já, við erum að styrkja úthverfin. Aðallega erum við að bregðast við húsnæðisvanda. Efna markmið okkar um að efla húsnæðisuppbygginguna í Reykjavíkurborg,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Kosturinn við þessa leið væri að innviðir væru allir til staðar. Á sama tíma væru kynslóðaskipti að eiga sér stað í sumum úthverfanna þannig að margir eldri íbúar vilji kannski minnka við sig innan hverfisins. Þá væri þetta ný leið til að örva lóðaframboðið á meðan stóru skipulagsverkefnin mölluðu áfram. Skráðar fullgerðar íbúðir í Reykjavík í samanburði við hafna byggingu á íbúðum eftir árum. „Mæta þessum litlu og meðalstóru verktökum sem vantar lóðir. Ráða kannski ekki við að kaupa stóra reiti,“ segir borgarstjóri. Á undanförnum þremur árum hefði fullgerðum íbúðum fækkað og farið undir eitt þúsund í fyrra. Staðan væri hins vegar að breytast því allt árið í fyrra hófst bygging á 690 íbúðum samanborið við 605 íbúðir á fyrri hluta þessa árs. Víða í úthverfunum væru reitir með stórum ónýttum svæðum sem mætti byggja á en halda samt í græn svæði á milli eldri og nýrra húsa. Byrjað yrði í Grafarvogi en einnig væri verið að skoða Breiðholt, Grafarholt og Úlfarsárdal. „Og það eru fjölmörg tækifæri til að efla um leið þjónustu og verslun. Bæta grænu svæðin í kjölfarið. Ég held að þetta sé frábært fyrsta skref. Við búumst við að geta sett fyrstu lóðirnar í sölu snemma á næsta ári. Við viljum vinna þetta hratt. Hér er tiltölulega einfalt að ráðast í uppbyggingu vegna þess að hér eru vegir og hér eru lagnir og lóðirnar verða fljótt byggingahæfar,“ segir Einar Þorsteinsson. Í úthverfum eru reitir með stórum ónýttum svæðum sem mætti byggja á en halda samt í græn svæði á milli eldri og nýrra húsa.reykjavíkurborg Reykjavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Borgarstjórn Tengdar fréttir Bein útsending: Borgarstjóri kynnir átak í húsnæðimálum og úthverfum Reykjavíkur Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður til blaðamannafundar í dag þar sem hann mun fara yfir nýjar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, kynna hugmyndir um styrkingu úthverfa og fara yfir stöðuna í húsnæðisátaki borgarinnar til að auka framboð íbúða. 26. júní 2024 14:31 Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi. 23. apríl 2023 14:21 Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Borgarstjóri segir að það ætti að vera hægt að byggja um fimm hundruð íbúðir á ýmsum stöðum í Grafarvoginum. Til að mynda við Hallsveg rétt við Gufuneskirkjugarðinn á bletti sem nú er þakinn lúpínu. Þar ætti að vera hægt að koma fyrir einbýlishúsum, raðhúsum, og jafnvel lítilli blokk. Einar Þorsteinsson segir alla innviði til staðar í Grafarvogi og því ætti að vera hægt að bjóða út fyrstu lóðirnar strax á næsta ári.Stöð 2/Bjarni Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt sjáum við svæðin sem koma til greina í Grafarvogi og innan ferhyrnings áður nefnt svæði við Hallsveg. Þá sést svæðið betur á annarri mynd í þessari frétt. Má segja að þið séuð að flytja þéttinguna út í úthverfin? „Já, við erum að styrkja úthverfin. Aðallega erum við að bregðast við húsnæðisvanda. Efna markmið okkar um að efla húsnæðisuppbygginguna í Reykjavíkurborg,“ segir Einar Þorsteinsson borgarstjóri. Kosturinn við þessa leið væri að innviðir væru allir til staðar. Á sama tíma væru kynslóðaskipti að eiga sér stað í sumum úthverfanna þannig að margir eldri íbúar vilji kannski minnka við sig innan hverfisins. Þá væri þetta ný leið til að örva lóðaframboðið á meðan stóru skipulagsverkefnin mölluðu áfram. Skráðar fullgerðar íbúðir í Reykjavík í samanburði við hafna byggingu á íbúðum eftir árum. „Mæta þessum litlu og meðalstóru verktökum sem vantar lóðir. Ráða kannski ekki við að kaupa stóra reiti,“ segir borgarstjóri. Á undanförnum þremur árum hefði fullgerðum íbúðum fækkað og farið undir eitt þúsund í fyrra. Staðan væri hins vegar að breytast því allt árið í fyrra hófst bygging á 690 íbúðum samanborið við 605 íbúðir á fyrri hluta þessa árs. Víða í úthverfunum væru reitir með stórum ónýttum svæðum sem mætti byggja á en halda samt í græn svæði á milli eldri og nýrra húsa. Byrjað yrði í Grafarvogi en einnig væri verið að skoða Breiðholt, Grafarholt og Úlfarsárdal. „Og það eru fjölmörg tækifæri til að efla um leið þjónustu og verslun. Bæta grænu svæðin í kjölfarið. Ég held að þetta sé frábært fyrsta skref. Við búumst við að geta sett fyrstu lóðirnar í sölu snemma á næsta ári. Við viljum vinna þetta hratt. Hér er tiltölulega einfalt að ráðast í uppbyggingu vegna þess að hér eru vegir og hér eru lagnir og lóðirnar verða fljótt byggingahæfar,“ segir Einar Þorsteinsson. Í úthverfum eru reitir með stórum ónýttum svæðum sem mætti byggja á en halda samt í græn svæði á milli eldri og nýrra húsa.reykjavíkurborg
Reykjavík Húsnæðismál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Borgarstjórn Tengdar fréttir Bein útsending: Borgarstjóri kynnir átak í húsnæðimálum og úthverfum Reykjavíkur Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður til blaðamannafundar í dag þar sem hann mun fara yfir nýjar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, kynna hugmyndir um styrkingu úthverfa og fara yfir stöðuna í húsnæðisátaki borgarinnar til að auka framboð íbúða. 26. júní 2024 14:31 Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi. 23. apríl 2023 14:21 Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Bein útsending: Borgarstjóri kynnir átak í húsnæðimálum og úthverfum Reykjavíkur Einar Þorsteinsson borgarstjóri býður til blaðamannafundar í dag þar sem hann mun fara yfir nýjar áherslur í húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík, kynna hugmyndir um styrkingu úthverfa og fara yfir stöðuna í húsnæðisátaki borgarinnar til að auka framboð íbúða. 26. júní 2024 14:31
Telja íbúðauppbyggingu dragast saman um 65 prósent Félagsmenn Samtaka Iðnaðarins hjá fyrirtækjum sem starfa í íbúðauppbyggingu telja sig munu horfa fram á 65 prósent samdrátt í uppbyggingu íbúða næstu tólf mánuði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar á vegum SI sem náði til fyrirtækja sem byggja 26 prósent af heildarfjölda íbúða í byggingu hér á landi. 23. apríl 2023 14:21
Lóðir fyrir allt að 3.000 nýjar íbúðir á ári næstu fimm árin í Reykjavík Borgarstjóri segir að Reykjavík muni ekki ráða hraða uppbyggingar íbúðahúsnæðis á næstu árum sem muni ráðast af fjármögnun fjármálastofnana. Hann óttast að verið sé að framkalla kulnun á uppbyggingarmarkaði húsnæðis. 4. nóvember 2022 19:21