Sló hinn látna eftir að viðbragðsaðilar voru komnir Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 15:07 Karlmaðurinn fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog laugardagskvöldið 23. september í fyrra. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar sem komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða sögðu Dagbjörtu Rúnarsdóttur, sem er grunuð í málinu um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september síðastliðinu, hafa slegið manninn eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Fyrir dómi lýsti slökkviliðsmaður atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Rosalega kaótískur vettvangur Þónokkrir viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og bráðatæknir, hafa gefið skýrslu fyrir dómi í dag. Þeir hafa bæði lýst aðstæðum á vettvangi, endurlífgunartilraunum, og ástandi hins látna. Bráðatæknir sagði að vettvangurinn hafi verið „rosalega kaótískur“. Helmingi fleiri viðbragðsaðilar hafi verið á vettvangi en vanalega í svona máli. Lögregluþjónn sem var hvað fyrstur á vettvang sagði að það hafi verið erfitt að komast að íbúðinni í Bátavogi. Um sé að ræða nýtt hverfi og vegamerkingum hafi verið ábótavant. Þá sagði þessi sami lögregluþjónn að það hafi verið rosalega dimmt inni í íbúðinni, til að mynda hafi annar lögregluþjónn þurft að halda vasaljósi yfir viðbragðsaðilunum sem voru að framkvæma endurlífgunartilraunir. Bráðatæknir sagði jafnframt að myrkrið hafi orðið til þess að ákveðnum aðferðum við endurlífgun hafi ekki verið beitt. Drukkið úr sama eitraða dalli og hundurinn Lögreglumenn voru flestir, ef ekki allir, á sama máli um að erfitt hafi verið að ræða við Dagbjörtu á vettvangi. Hún hafi í sífellu talað um hundinn hennar sem var nýdáinn. Henni hafi grunað að eitrað hafi verið fyrir hundinum, eitrið væri vatnsdalli, og að hinn látni hafi einnig drukkið úr þessum dalli. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Fyrir dómi lýsti slökkviliðsmaður atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Rosalega kaótískur vettvangur Þónokkrir viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og bráðatæknir, hafa gefið skýrslu fyrir dómi í dag. Þeir hafa bæði lýst aðstæðum á vettvangi, endurlífgunartilraunum, og ástandi hins látna. Bráðatæknir sagði að vettvangurinn hafi verið „rosalega kaótískur“. Helmingi fleiri viðbragðsaðilar hafi verið á vettvangi en vanalega í svona máli. Lögregluþjónn sem var hvað fyrstur á vettvang sagði að það hafi verið erfitt að komast að íbúðinni í Bátavogi. Um sé að ræða nýtt hverfi og vegamerkingum hafi verið ábótavant. Þá sagði þessi sami lögregluþjónn að það hafi verið rosalega dimmt inni í íbúðinni, til að mynda hafi annar lögregluþjónn þurft að halda vasaljósi yfir viðbragðsaðilunum sem voru að framkvæma endurlífgunartilraunir. Bráðatæknir sagði jafnframt að myrkrið hafi orðið til þess að ákveðnum aðferðum við endurlífgun hafi ekki verið beitt. Drukkið úr sama eitraða dalli og hundurinn Lögreglumenn voru flestir, ef ekki allir, á sama máli um að erfitt hafi verið að ræða við Dagbjörtu á vettvangi. Hún hafi í sífellu talað um hundinn hennar sem var nýdáinn. Henni hafi grunað að eitrað hafi verið fyrir hundinum, eitrið væri vatnsdalli, og að hinn látni hafi einnig drukkið úr þessum dalli.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira