Sló hinn látna eftir að viðbragðsaðilar voru komnir Jón Þór Stefánsson skrifar 26. júní 2024 15:07 Karlmaðurinn fannst látinn í fjölbýlishúsi við Bátavog laugardagskvöldið 23. september í fyrra. Vísir/Vilhelm Viðbragðsaðilar sem komu á vettvang Bátavogsmálsins svokallaða sögðu Dagbjörtu Rúnarsdóttur, sem er grunuð í málinu um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á heimili sínu í Bátavogi í september síðastliðinu, hafa slegið manninn eftir að viðbragðsaðilar komu á vettvang. Fyrir dómi lýsti slökkviliðsmaður atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Rosalega kaótískur vettvangur Þónokkrir viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og bráðatæknir, hafa gefið skýrslu fyrir dómi í dag. Þeir hafa bæði lýst aðstæðum á vettvangi, endurlífgunartilraunum, og ástandi hins látna. Bráðatæknir sagði að vettvangurinn hafi verið „rosalega kaótískur“. Helmingi fleiri viðbragðsaðilar hafi verið á vettvangi en vanalega í svona máli. Lögregluþjónn sem var hvað fyrstur á vettvang sagði að það hafi verið erfitt að komast að íbúðinni í Bátavogi. Um sé að ræða nýtt hverfi og vegamerkingum hafi verið ábótavant. Þá sagði þessi sami lögregluþjónn að það hafi verið rosalega dimmt inni í íbúðinni, til að mynda hafi annar lögregluþjónn þurft að halda vasaljósi yfir viðbragðsaðilunum sem voru að framkvæma endurlífgunartilraunir. Bráðatæknir sagði jafnframt að myrkrið hafi orðið til þess að ákveðnum aðferðum við endurlífgun hafi ekki verið beitt. Drukkið úr sama eitraða dalli og hundurinn Lögreglumenn voru flestir, ef ekki allir, á sama máli um að erfitt hafi verið að ræða við Dagbjörtu á vettvangi. Hún hafi í sífellu talað um hundinn hennar sem var nýdáinn. Henni hafi grunað að eitrað hafi verið fyrir hundinum, eitrið væri vatnsdalli, og að hinn látni hafi einnig drukkið úr þessum dalli. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira
Fyrir dómi lýsti slökkviliðsmaður atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Dagbjört, sem er 43 ára, hefur setið í varðhaldi frá því að málið kom upp. Henni er gefið að sök að hafa beitt manninn margþættu ofbeldi á heimili hennar í Bátavogi í aðdraganda andláts hans dagana tvo á undan í september í fyrra. Samkvæmt endanlegri niðurstöðu úr réttarkrufningu lést maðurinn af völdum köfnunar, og þá hafði innvortisblæðing spillandi áhrif á súrefnisnæringu til heilans sem var til þess fallið að stuðla enn frekar að köfnuninni. Fjallað var um framburð Dagbjartar í morgun á Vísi. Hægt er að lesa nánar um hann hér. Rosalega kaótískur vettvangur Þónokkrir viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, lögregluþjónar og bráðatæknir, hafa gefið skýrslu fyrir dómi í dag. Þeir hafa bæði lýst aðstæðum á vettvangi, endurlífgunartilraunum, og ástandi hins látna. Bráðatæknir sagði að vettvangurinn hafi verið „rosalega kaótískur“. Helmingi fleiri viðbragðsaðilar hafi verið á vettvangi en vanalega í svona máli. Lögregluþjónn sem var hvað fyrstur á vettvang sagði að það hafi verið erfitt að komast að íbúðinni í Bátavogi. Um sé að ræða nýtt hverfi og vegamerkingum hafi verið ábótavant. Þá sagði þessi sami lögregluþjónn að það hafi verið rosalega dimmt inni í íbúðinni, til að mynda hafi annar lögregluþjónn þurft að halda vasaljósi yfir viðbragðsaðilunum sem voru að framkvæma endurlífgunartilraunir. Bráðatæknir sagði jafnframt að myrkrið hafi orðið til þess að ákveðnum aðferðum við endurlífgun hafi ekki verið beitt. Drukkið úr sama eitraða dalli og hundurinn Lögreglumenn voru flestir, ef ekki allir, á sama máli um að erfitt hafi verið að ræða við Dagbjörtu á vettvangi. Hún hafi í sífellu talað um hundinn hennar sem var nýdáinn. Henni hafi grunað að eitrað hafi verið fyrir hundinum, eitrið væri vatnsdalli, og að hinn látni hafi einnig drukkið úr þessum dalli.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Ætla að flytja starfsemi Vogs Innlent Fleiri fréttir Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Sjá meira