Festu særðan Palestínumann á húdd herjeppa Lovísa Arnardóttir skrifar 23. júní 2024 09:09 Ísraelski herinn segir hermenn sína hafa brotið reglur þegar þeir festu særðan Palestínumann á húdd jeppa síns í miðju áhlaupi hersins í Jenín á Vesturbakkanum í gær. Myndband af atvikinu er í mikilli dreifingu og er fjallað um málið á mörgum stórum erlendum fréttamiðlum. Atvikið átti sér stað snemma á laugardagsmorgun. Á vef BBC segir að ísraelski herinn, IDF, hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað. Í yfirlýsingu frá IDF segir að maðurinn hafi særst í átökunum og að hann væri grunaður um hryðjuverk. Málið er til rannsóknar hjá ísraelska hernum. Myndbandið er hægt að sjá á vef Reuters. Í tilkynningu segir að hryðjuverkamenn hafi byrjað að skjóta á hermenn ísraelska hersins þegar þeir voru staddir í Jenín við handtöku. Einn þeirra grunuðu hafi særst í átökunum og verið handtekinn. Þá segir í yfirlýsingu IDF að það samræmist ekki gildum IDF að taka mann til handtöku með þessum hætti. Fjölskylda mannsins segir að þegar þau hafi óskað eftir því að kallað yrði á sjúkrabíl hafi hermenn tekið manninn, fest hann við húdd bílsins og ekið burt. Í myndbandinu má sjá þá aka fram hjá tveimur sjúkrabílum palestínska Rauða krossins. Í frétt CNN er haft eftir starfsfólki Rauða krossins að ísraelsku hermennirnir hafi neitað þeim um að sinna manninum Maðurinn var að enda fluttur til Rauða krossins þar sem hlynnt var að honum. Ísraelski herinn segir að atvikið verði rannsakað. Í frétt Reuters um málið er rætt við vitni að atvikinu. Þar kemur fram að maðurinn sé frá Jenín og að hann heiti Mujahed Azmi. Tilkynnt hefur verið um aukningu í ofbeldi á Vesturbakkanum allt frá því að stríðið hófst á Gasa í október. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að 480 Palestínumenn hafa verið drepna á Vesturbakkanum frá því í október. Það eru hermenn og almennir borgarar. Af þeim eru um 100 börn. Á sama tíma hafa tíu Ísraelar verið drepnir á Vesturbakkanum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37 Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Á vef BBC segir að ísraelski herinn, IDF, hafi staðfest að atvikið hafi átt sér stað. Í yfirlýsingu frá IDF segir að maðurinn hafi særst í átökunum og að hann væri grunaður um hryðjuverk. Málið er til rannsóknar hjá ísraelska hernum. Myndbandið er hægt að sjá á vef Reuters. Í tilkynningu segir að hryðjuverkamenn hafi byrjað að skjóta á hermenn ísraelska hersins þegar þeir voru staddir í Jenín við handtöku. Einn þeirra grunuðu hafi særst í átökunum og verið handtekinn. Þá segir í yfirlýsingu IDF að það samræmist ekki gildum IDF að taka mann til handtöku með þessum hætti. Fjölskylda mannsins segir að þegar þau hafi óskað eftir því að kallað yrði á sjúkrabíl hafi hermenn tekið manninn, fest hann við húdd bílsins og ekið burt. Í myndbandinu má sjá þá aka fram hjá tveimur sjúkrabílum palestínska Rauða krossins. Í frétt CNN er haft eftir starfsfólki Rauða krossins að ísraelsku hermennirnir hafi neitað þeim um að sinna manninum Maðurinn var að enda fluttur til Rauða krossins þar sem hlynnt var að honum. Ísraelski herinn segir að atvikið verði rannsakað. Í frétt Reuters um málið er rætt við vitni að atvikinu. Þar kemur fram að maðurinn sé frá Jenín og að hann heiti Mujahed Azmi. Tilkynnt hefur verið um aukningu í ofbeldi á Vesturbakkanum allt frá því að stríðið hófst á Gasa í október. Sameinuðu þjóðirnar segja allt að 480 Palestínumenn hafa verið drepna á Vesturbakkanum frá því í október. Það eru hermenn og almennir borgarar. Af þeim eru um 100 börn. Á sama tíma hafa tíu Ísraelar verið drepnir á Vesturbakkanum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Tengdar fréttir Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37 Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32 Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Sjá meira
Tugir látin í sprengingu við skrifstofu Rauða krossins á Gasa Skrifstofur Rauða krossins á Gasa urðu fyrir miklum skemmdum í sprengingum seint í gær. Alls létust 22 Palestínumenn í árásinni samkvæmt tilkynningu Rauða krossins. Um var að ræða Palestínumenn sem bjuggu í nálægð við skrifstofurnar í tjöldum. 22. júní 2024 08:37
Stjórnvöld á Kýpur ítreka hlutleysi eftir hótanir Hezbollah Stjórnvöld á Kýpur hafa neyðst til að ítreka að þau eigi ekki þátt né muni þau eiga þátt í neinum stríðum eða átökum eftir hótanir af hálfu Hezbollah samtakanna í Líbanon. 21. júní 2024 07:32
Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. 20. júní 2024 07:53