Loks eignast Ísland mannréttindastofnun Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 20. júní 2024 14:31 Nú hillir undir samþykkt Alþingis á frumvarpi okkar Vinstri grænna um að setja á fót Mannréttindastofnun Íslands. Um er að ræða nýja stofnun sem heyrir undir Alþingi sem verður sjálfstæð og óháð stofnun með sambærilegum hætti og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur sjálfstæða mannréttindastofnun. Nú breytist það sem er mikið fagnaðarefni. Forsenda lögfestingar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Mannréttindastofnun mun vinna að því að efla mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins og veita bæði hinu opinbera og einkaaðilum aðhald. Þá á hún að hvetja til og stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda og afla upplýsinga um stöðu mannréttinda sem munu gagnast við stefnumótun og lagasetningu. Þá mun Mannréttindastofnun gegna fræðsluhlutverki og efla vitundarvakningu um mannréttindi. Mannréttindastofnun mun hafa eftirlit með framkvæmd laga og mannréttindasamninga sem íslenska ríkið er aðili að. Stofnunin er ein forsenda þess að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindastofnun verður falið eftirlit með framkvæmd samningsins en í samningnum er beinlínis gert ráð fyrir að starfandi sé sjálfstæð innlend mannréttindastofnun. Í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem ég fékk samþykkta á Alþingi í mars, er einnig kveðið á um lögfestingu samningsins sem er næsta stóra skrefið í að auka mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Mannréttindastofnun mun einnig hafa eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW). Bæði Mannréttindastofnun og lögfesting samnings Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eru verkefni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvoru tveggja eru stór mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks sem ég hef beitt mér fyrir á undanförnum árum. Ég er stoltur að við séum nú að stíga þetta mikilvæga skref í átt að lögfestingu samningsins með því að samþykkja að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands. Það er sannarlega tími til kominn. Stórt hlutverk Mannréttindastofnun er ætlað stórt og viðamikið hlutverk í samfélaginu og mun aðstoða og leiðbeina öllum sem til hennar leita. Það mun gagnast öllum en þó líklega mest jaðarsettum hópum sem eru sérstaklega útsettir fyrir mannréttindabrotum. Stofnunin mun því stuðla að auknu jafnrétti og réttlæti á Íslandi. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Mannréttindi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Rekstur hins opinbera Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nú hillir undir samþykkt Alþingis á frumvarpi okkar Vinstri grænna um að setja á fót Mannréttindastofnun Íslands. Um er að ræða nýja stofnun sem heyrir undir Alþingi sem verður sjálfstæð og óháð stofnun með sambærilegum hætti og umboðsmaður Alþingis og ríkisendurskoðandi. Ísland er eitt örfárra ríkja í Evrópu sem ekki hefur sjálfstæða mannréttindastofnun. Nú breytist það sem er mikið fagnaðarefni. Forsenda lögfestingar Samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks Mannréttindastofnun mun vinna að því að efla mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins og veita bæði hinu opinbera og einkaaðilum aðhald. Þá á hún að hvetja til og stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda og afla upplýsinga um stöðu mannréttinda sem munu gagnast við stefnumótun og lagasetningu. Þá mun Mannréttindastofnun gegna fræðsluhlutverki og efla vitundarvakningu um mannréttindi. Mannréttindastofnun mun hafa eftirlit með framkvæmd laga og mannréttindasamninga sem íslenska ríkið er aðili að. Stofnunin er ein forsenda þess að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Mannréttindastofnun verður falið eftirlit með framkvæmd samningsins en í samningnum er beinlínis gert ráð fyrir að starfandi sé sjálfstæð innlend mannréttindastofnun. Í Landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks, sem ég fékk samþykkta á Alþingi í mars, er einnig kveðið á um lögfestingu samningsins sem er næsta stóra skrefið í að auka mannréttindi fatlaðs fólks á Íslandi. Mannréttindastofnun mun einnig hafa eftirlit með framkvæmd samnings Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismununar gagnvart konum (CEDAW). Bæði Mannréttindastofnun og lögfesting samnings Samning sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks eru verkefni í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Hvoru tveggja eru stór mál í réttindabaráttu fatlaðs fólks sem ég hef beitt mér fyrir á undanförnum árum. Ég er stoltur að við séum nú að stíga þetta mikilvæga skref í átt að lögfestingu samningsins með því að samþykkja að koma á fót Mannréttindastofnun Íslands. Það er sannarlega tími til kominn. Stórt hlutverk Mannréttindastofnun er ætlað stórt og viðamikið hlutverk í samfélaginu og mun aðstoða og leiðbeina öllum sem til hennar leita. Það mun gagnast öllum en þó líklega mest jaðarsettum hópum sem eru sérstaklega útsettir fyrir mannréttindabrotum. Stofnunin mun því stuðla að auknu jafnrétti og réttlæti á Íslandi. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun