Segir blekkingu að halda því fram að hægt sé að tortíma Hamas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. júní 2024 07:53 Daniel Hagari hefur verið andlit Ísraelshers frá því að aðgerðir hófust í kjölfar árása Hamas 7. október sl. Getty/Amir Levy Ísrael getur ekki sigrast á Hamas án þess að sjá til þess að ný stjórnvöld taki við á Gasa, segir talsmaður Ísraelshers. Ummæli hans í gær virðast benda til þess að upp sé kominn ágreiningur milli hersins og stjórnvalda um framhald átaka á Gasa. „Að halda því fram að það sé hægt að tortíma Hamas, að láta Hamas hverfa, er að kasta sandi í augu almennings,“ sagði Daniel Hagari í viðtali í gær en stjórnvöld, og ekki síst forsætisráðherrann Benjamin Netanayhu, hafa ítrekað staðhæft að ekkert lát verði á aðgerðum fyrr en Hamas hefur verið eytt. Hagari gaf í skyn að það kynni að taka langan tíma að finna eitthvað til að koma í staðinn fyrir Hamas en samtökin væru „hugmynd“ ekki síður en pólitísk hreyfing, sem hefði verið „ræktuð í hjörtum fólks“. Hann sagði framhaldið á forræði stjórnvalda og að herinn myndi fara að fyrirmælum þeirra. Skrifstofa Netanyahu sendi frá sér yfirlýsingu í gær, í kjölfar ummæla Hagari, og ítrekaði að tortíming Hamas væri eitt af markmiðum aðgerða Ísraelsmanna á Gasa og að herinn stefndi að sjálfsögðu að því. Forsætisráðherrann sætir síauknum þrýstingi, bæði heima fyrir og utan frá, um að leggja fram áætlun um framtíð Gasa þegar átökum lýkur. Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði til að mynda í síðasta mánuði að það yrði æ líklegra að annað af tvennu myndi gerast; að Hamas yrðu áfram við völd á Gasa eða að Ísraelar neyddust til að vera með fasta viðveru á svæðinu. Samstarfsmenn Netanyahu í ríkisstjórn hafa sumir kallað eftir því að Palestínumenn verði flæmdir á brott og nýjar byggðir Ísraelsmanna reistar á svæðinu. Forsætisráðherrann hefur hins vegar hafnað þessum hugmyndum og sagði í gær að samstarfsflokkarnir þyrftu að taka sig taki; leggja annað til hliðar og einbeita sér að stríðinu við Hamas. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira
„Að halda því fram að það sé hægt að tortíma Hamas, að láta Hamas hverfa, er að kasta sandi í augu almennings,“ sagði Daniel Hagari í viðtali í gær en stjórnvöld, og ekki síst forsætisráðherrann Benjamin Netanayhu, hafa ítrekað staðhæft að ekkert lát verði á aðgerðum fyrr en Hamas hefur verið eytt. Hagari gaf í skyn að það kynni að taka langan tíma að finna eitthvað til að koma í staðinn fyrir Hamas en samtökin væru „hugmynd“ ekki síður en pólitísk hreyfing, sem hefði verið „ræktuð í hjörtum fólks“. Hann sagði framhaldið á forræði stjórnvalda og að herinn myndi fara að fyrirmælum þeirra. Skrifstofa Netanyahu sendi frá sér yfirlýsingu í gær, í kjölfar ummæla Hagari, og ítrekaði að tortíming Hamas væri eitt af markmiðum aðgerða Ísraelsmanna á Gasa og að herinn stefndi að sjálfsögðu að því. Forsætisráðherrann sætir síauknum þrýstingi, bæði heima fyrir og utan frá, um að leggja fram áætlun um framtíð Gasa þegar átökum lýkur. Varnarmálaráðherrann Yoav Gallant sagði til að mynda í síðasta mánuði að það yrði æ líklegra að annað af tvennu myndi gerast; að Hamas yrðu áfram við völd á Gasa eða að Ísraelar neyddust til að vera með fasta viðveru á svæðinu. Samstarfsmenn Netanyahu í ríkisstjórn hafa sumir kallað eftir því að Palestínumenn verði flæmdir á brott og nýjar byggðir Ísraelsmanna reistar á svæðinu. Forsætisráðherrann hefur hins vegar hafnað þessum hugmyndum og sagði í gær að samstarfsflokkarnir þyrftu að taka sig taki; leggja annað til hliðar og einbeita sér að stríðinu við Hamas.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Sjá meira