Búa sig undir ákvörðun um stærsta mannvirki Færeyja Kristján Már Unnarsson skrifar 19. júní 2024 22:00 Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja, í viðtali við Stöð 2 framan við hús Lögþingsins. Egill Aðalsteinsson Færeyingar búa sig núna undir stærstu ákvörðun færeyskrar mannvirkjagerðar, hvort grafa eigi 26 kílómetra löng neðansjávargöng til Suðureyjar. Þeir stefna að ákvörðun eftir hálft ár og vonast til að framkvæmdir hefjist innan þriggja ára. Við fjölluðum í síðasta mánuði um öfluga jarðgangagerð Færeyinga. Þar ber hæst Austureyjargöngin og Sandeyjargöngin. En stóri draumurinn er eftir; að grafa göng milli Sandeyjar og Suðureyjar. Og það er auðheyrt á þeim færeysku stjórnmálamönnum, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2, að þeir hafa metnað til að tryggja íbúum eyjanna góðar samgöngur með jarðgöngum. „Núna erum við að tala um að leggja ein til Suðureyjar. Það verða um 25 kílómetra göng. Það verða lengstu göng Færeyja,” segir borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen. Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Og það styttist í ákvörðun um göng sem áætlað hefur verið að geti kostað á bilinu 75 til 110 milljarða íslenskra króna. „Það er næsta ákvörðun. Við komum til með að taka hana innan hálfs árs,” segir Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja og formaður Þjóðveldis. Til viðbótar um tuttugu jarðgöngum í gegnum fjöll á landi eru Færeyingar komnir með fern neðansjávargöng milli eyja. Suðureyjargöngin munu þó toppa öll hin göngin. Sú útfærsla sem núna er helst rætt um er að hafa þau í tvennu lagi um Skúfey, níu og sautján kílómetra löng. En telja þeir að verkefnið sé raunhæft og að það verði að veruleika? Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum. Með því að fara stystu leið milli Sandeyjar og Suðureyjar án tengingar við Skúfey dygðu 22 kílómetra göng.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég trúi því. Ég er sannfærður um að þau koma. Við vinnum hart að því að finna út hvernig við gerum þetta og hversu djúpt þau eiga að liggja. Ég trúi því að eftir þrjú ár verðum við komnir af stað. Ég er viss um það,” segir Heðin borgarstjóri. Høgni Hoydal segir að hinn valkosturinn sé að smíða nýja ferju og hún kosti sitt. „Ef við gerum þetta ekki verðum við að smíða nýtt skip, nýjan Smyril eins og skipið heitir sem siglir til Suðureyjar. Það kostar sitt og það fara miklir peningar í upphafi í að fjármagna ferjuna. Og ef við reiknum þetta út til 30 eða 40 ára þá borgar sig að gera göng í staðinn,” segir Høgni. Suðureyjargöngin yrðu fimmtu og lengstu neðansjávargöng Færeyja.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En myndi hann ráðleggja Íslendingum að grafa göng til Vestmannaeyja og spara um leið kostnað við ferjusiglingar? „Ég færi aldrei að segja hvað Íslendingar ættu að gera. Það vita Íslendingar betur. Við fáum innblástur hver frá öðrum og við höfum lært mikið af Íslendingum. Og ef Íslendingar vilja koma til Færeyja og sjá hvernig við gerum þetta þá eru þeir alltaf velkomnir. En ég mun aldrei segja hvaða ákvörðun Íslendingar eiga að taka. Það verðið þið að gera sjálfir,” svarar Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Færeyjar Samgöngur Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Við fjölluðum í síðasta mánuði um öfluga jarðgangagerð Færeyinga. Þar ber hæst Austureyjargöngin og Sandeyjargöngin. En stóri draumurinn er eftir; að grafa göng milli Sandeyjar og Suðureyjar. Og það er auðheyrt á þeim færeysku stjórnmálamönnum, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2, að þeir hafa metnað til að tryggja íbúum eyjanna góðar samgöngur með jarðgöngum. „Núna erum við að tala um að leggja ein til Suðureyjar. Það verða um 25 kílómetra göng. Það verða lengstu göng Færeyja,” segir borgarstjórinn í Þórshöfn, Heðin Mortensen. Heðin Mortensen borgarstjóri í viðtali við Stöð 2. Fyrir aftan er ráðhús Þórshafnar.Egill Aðalsteinsson Og það styttist í ákvörðun um göng sem áætlað hefur verið að geti kostað á bilinu 75 til 110 milljarða íslenskra króna. „Það er næsta ákvörðun. Við komum til með að taka hana innan hálfs árs,” segir Høgni Hoydal, utanríkis- og atvinnumálaráðherra Færeyja og formaður Þjóðveldis. Til viðbótar um tuttugu jarðgöngum í gegnum fjöll á landi eru Færeyingar komnir með fern neðansjávargöng milli eyja. Suðureyjargöngin munu þó toppa öll hin göngin. Sú útfærsla sem núna er helst rætt um er að hafa þau í tvennu lagi um Skúfey, níu og sautján kílómetra löng. En telja þeir að verkefnið sé raunhæft og að það verði að veruleika? Þessi útfærsla Suðureyjarganga gerir ráð fyrir tvennum göngum um Skúfey, 9 og 17 kílómetra löngum. Með því að fara stystu leið milli Sandeyjar og Suðureyjar án tengingar við Skúfey dygðu 22 kílómetra göng.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson „Ég trúi því. Ég er sannfærður um að þau koma. Við vinnum hart að því að finna út hvernig við gerum þetta og hversu djúpt þau eiga að liggja. Ég trúi því að eftir þrjú ár verðum við komnir af stað. Ég er viss um það,” segir Heðin borgarstjóri. Høgni Hoydal segir að hinn valkosturinn sé að smíða nýja ferju og hún kosti sitt. „Ef við gerum þetta ekki verðum við að smíða nýtt skip, nýjan Smyril eins og skipið heitir sem siglir til Suðureyjar. Það kostar sitt og það fara miklir peningar í upphafi í að fjármagna ferjuna. Og ef við reiknum þetta út til 30 eða 40 ára þá borgar sig að gera göng í staðinn,” segir Høgni. Suðureyjargöngin yrðu fimmtu og lengstu neðansjávargöng Færeyja.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson En myndi hann ráðleggja Íslendingum að grafa göng til Vestmannaeyja og spara um leið kostnað við ferjusiglingar? „Ég færi aldrei að segja hvað Íslendingar ættu að gera. Það vita Íslendingar betur. Við fáum innblástur hver frá öðrum og við höfum lært mikið af Íslendingum. Og ef Íslendingar vilja koma til Færeyja og sjá hvernig við gerum þetta þá eru þeir alltaf velkomnir. En ég mun aldrei segja hvaða ákvörðun Íslendingar eiga að taka. Það verðið þið að gera sjálfir,” svarar Høgni Hoydal. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Færeyjar Samgöngur Vestmannaeyjar Herjólfur Landeyjahöfn Vegtollar Danmörk Tengdar fréttir Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55 Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Segir samstöðu lykilinn að jarðgangagerð Færeyinga Algjör samstaða um jarðgangagerð er lykillinn að samgöngubyltingu Færeyja, segir ráðherrann Høgni Hoydal, og segir Hvalfjarðargöngin hafa reynst Færeyingum innblástur. Og það eru ekki Danir sem borga. 23. maí 2024 21:55
Færeyingar fagna fjórðu neðansjávargöngunum Færeyingar fögnuðu í dag enn einni samgöngubyltingunni, Sandeyjargöngum, ellefu kílómetra löngum neðansjávargöngum milli Straumeyjar og Sandeyjar. 21. desember 2023 22:55
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent