Loksins Mannréttindastofnun Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 19. júní 2024 15:30 Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki undir framkvæmdavaldið heldur sem sjálfstæð stofnun undir Alþingi. Það er þvi stórt skref og mikilvægt að loksins verður komið á fót sjálfstæðri, óháðri Mannréttindastofnun á Íslandi með það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Með því stöndum við jafnfætis velflestum Evrópuríkjum sem eiga slíka stofnun og getum loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er ætlað að verja og efla réttindi og virðingu og vinna að jafnrétti fatlaðs fólks í samfélaginu. Samningurinn var fullgiltur hér á landi árið 2016 en ekki hefur enn tekist að lögfesta hann – vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrði um óháða innlenda Mannréttindastofnun. Nú hillir undir að slíkt takist loksins. En stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar á Íslandi er ekki aðeins mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur verða þar undir ýmis réttindi sem varin eru í stjórnarskrá lýðveldisins og er grundvallaratriði í siðuðu samfélagi að séu tryggð og eigi sér skilgreindan málsvara. Hlutverk Mannréttindastofnunnar felst til dæmis í eftirliti með framkvæmd laga, að veita ráðgjöf um vernd mannréttinda, fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli á hugsanlegum mannréttindabrotum og eftir atvikum koma með tillögur að úrbótum, stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda, sinna fræðslu og hvetja til opinberrar umræðu um mannréttindi og ekki síst að vinna að því að mannréttindi séu virt á öllum sviðum samfélagsins. Þangað verður hægt að leita um ráðgjöf og leiðbeiningar og koma með ábendingar sem geta leitt til þess að stofnunin taki mál til skoðunar að eigin frumkvæði. Þessi stofnun getur því orðið mikilvægt skref á vegferð okkar til að tryggja að mannréttindaumhverfi verði eins og best verður á kosið hér á landi. Við undirbúningsvinnu að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands var var haft víðtækt samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem öll lögðu ríka áhersla á mikilvægi þess að henni yrði komið sem fyrst á fót. Könnun var einnig lögð fram meðal almennings um stöðu mannréttinda og þar kom fram að einungis 30% svarenda töldu mannréttindaeftirliti nægilega vel sinnt á Íslandi og 93% í sömu könnun töldu mannréttindi gríðarlega mikilvæg til að skapa betra samfélag. Með stofnun Mannréttindastofnunar Íslands er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að fara að vilja þjóðarinnar og uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að á Íslandi setjum við mannréttindi í öndvegi. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Alþingi Vinstri græn Mannréttindi Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Mannréttindi eru hornsteinn frelsis, friðar, þróunar og réttlætis og þau ber að heiðra og hlú að þeim. Mannréttindi koma ekki að sjálfu sér heldur eru ákvörðun sem þarf að festa í lög, koma inn í kerfi, venja stofnanir við og viðhalda. Þessvegna er mikilvægt að mannréttindi eigi sér óháðan málsvara í stjórnkerfinu, sem heyrir ekki undir framkvæmdavaldið heldur sem sjálfstæð stofnun undir Alþingi. Það er þvi stórt skref og mikilvægt að loksins verður komið á fót sjálfstæðri, óháðri Mannréttindastofnun á Íslandi með það meginhlutverk að efla og vernda mannréttindi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum. Með því stöndum við jafnfætis velflestum Evrópuríkjum sem eiga slíka stofnun og getum loksins lögfest samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem er ætlað að verja og efla réttindi og virðingu og vinna að jafnrétti fatlaðs fólks í samfélaginu. Samningurinn var fullgiltur hér á landi árið 2016 en ekki hefur enn tekist að lögfesta hann – vegna þess að ekki var hægt að uppfylla skilyrði um óháða innlenda Mannréttindastofnun. Nú hillir undir að slíkt takist loksins. En stofnun sérstakrar Mannréttindastofnunar á Íslandi er ekki aðeins mikilvæg fyrir fatlað fólk heldur verða þar undir ýmis réttindi sem varin eru í stjórnarskrá lýðveldisins og er grundvallaratriði í siðuðu samfélagi að séu tryggð og eigi sér skilgreindan málsvara. Hlutverk Mannréttindastofnunnar felst til dæmis í eftirliti með framkvæmd laga, að veita ráðgjöf um vernd mannréttinda, fjalla um ástand mannréttindamála í landinu, vekja athygli á hugsanlegum mannréttindabrotum og eftir atvikum koma með tillögur að úrbótum, stuðla að rannsóknum á sviði mannréttinda, sinna fræðslu og hvetja til opinberrar umræðu um mannréttindi og ekki síst að vinna að því að mannréttindi séu virt á öllum sviðum samfélagsins. Þangað verður hægt að leita um ráðgjöf og leiðbeiningar og koma með ábendingar sem geta leitt til þess að stofnunin taki mál til skoðunar að eigin frumkvæði. Þessi stofnun getur því orðið mikilvægt skref á vegferð okkar til að tryggja að mannréttindaumhverfi verði eins og best verður á kosið hér á landi. Við undirbúningsvinnu að frumvarpi um Mannréttindastofnun Íslands var var haft víðtækt samráð við stofnanir, félagasamtök og aðra hagsmunaaðila sem öll lögðu ríka áhersla á mikilvægi þess að henni yrði komið sem fyrst á fót. Könnun var einnig lögð fram meðal almennings um stöðu mannréttinda og þar kom fram að einungis 30% svarenda töldu mannréttindaeftirliti nægilega vel sinnt á Íslandi og 93% í sömu könnun töldu mannréttindi gríðarlega mikilvæg til að skapa betra samfélag. Með stofnun Mannréttindastofnunar Íslands er því stigið mikilvægt skref, ekki einungis til að fara að vilja þjóðarinnar og uppfylla skyldur okkar heldur til að sýna á alþjóðavettvangi að á Íslandi setjum við mannréttindi í öndvegi. Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun