Dúxinn Max er „tölvuleikjanörd“ og mætti á öll böllin Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. júní 2024 17:11 Max segir kennarana, vinina og félagslífið standa upp úr eftirskólagönguna. Menntaskólinn á Akureyri Max Forster er dúx Menntaskólans á Akureyri þetta árið með einkunnina 9,83. Auk þessa merka áfanga mætti hann samviskusamlega á viðburði sem félagslíf MA hafði upp á að bjóða og stundaði bæði tölvuleiki og frisbígolf í frítíma sínum. Fréttamaður hafði samband við Max, sem er himinlifandi með árangurinn. „Það voru fleiri sem ég vissi að voru háir þannig að var ekki alveg viss. En svo þegar þetta var sagt opinberlega var ég bara, jess!“ segir Max, aðspurður hvort dúxatilnefningin hafi komið honum á óvart. En hvernig skóli er MA? „Æðislegur skóli. Ég bara gæti ekki beðið um betra fólk, betra nám, betra félagslíf,“ segir Max. Hann hafi tekið virkan þátt í félagslífinu, mætt á böll, árshátíðir og kvöldvöku, en á þeim hittast nemendur og skemmta sér. Max segir raungreinarnar heilla hann meira en tungumál og félagsvísindi, en hann stundaði nám á náttúrufræðibraut. „Það er stærðfræðin og eðlisfræðin og forritunin sem ég hef mestan áhuga á. Aðallega forritunin reyndar,“ segir Max. Aðspurður hvað tekur við segist honum lítast best á raforkuverkfræðina í HR en hann líti líka til hugbúnaðarverkfræðinnar. Óhætt er að segja að Max sé með óalgengari nöfnum hér á landi, áttu rætur að rekja til útlanda? „Mamma mín er íslensk og pabbi minn er Þjóðverji. En ég er samt hreinn Akureyringur af líkama og sál!“ segir Max. Hann segir það því hafa legið beinast við að fara í Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa ákveðið að leið hans lægi í bóklegt nám. Þrátt fyrir að hafa dúxað MA varði Max alls ekki öllum sínum frítíma í lærdóm. „Ég er mikill tölvuleikjanörd og er mjög mikið í frisbígolfi. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Max. En hvað stóð upp úr á skólagöngunni? „Það er bæði æðislegu kennararnir, og líka vinirnir og félagslífið. Hvernig þetta er allt svo góð heild.“ Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Dúxar Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Sjá meira
Fréttamaður hafði samband við Max, sem er himinlifandi með árangurinn. „Það voru fleiri sem ég vissi að voru háir þannig að var ekki alveg viss. En svo þegar þetta var sagt opinberlega var ég bara, jess!“ segir Max, aðspurður hvort dúxatilnefningin hafi komið honum á óvart. En hvernig skóli er MA? „Æðislegur skóli. Ég bara gæti ekki beðið um betra fólk, betra nám, betra félagslíf,“ segir Max. Hann hafi tekið virkan þátt í félagslífinu, mætt á böll, árshátíðir og kvöldvöku, en á þeim hittast nemendur og skemmta sér. Max segir raungreinarnar heilla hann meira en tungumál og félagsvísindi, en hann stundaði nám á náttúrufræðibraut. „Það er stærðfræðin og eðlisfræðin og forritunin sem ég hef mestan áhuga á. Aðallega forritunin reyndar,“ segir Max. Aðspurður hvað tekur við segist honum lítast best á raforkuverkfræðina í HR en hann líti líka til hugbúnaðarverkfræðinnar. Óhætt er að segja að Max sé með óalgengari nöfnum hér á landi, áttu rætur að rekja til útlanda? „Mamma mín er íslensk og pabbi minn er Þjóðverji. En ég er samt hreinn Akureyringur af líkama og sál!“ segir Max. Hann segir það því hafa legið beinast við að fara í Menntaskólann á Akureyri, eftir að hafa ákveðið að leið hans lægi í bóklegt nám. Þrátt fyrir að hafa dúxað MA varði Max alls ekki öllum sínum frítíma í lærdóm. „Ég er mikill tölvuleikjanörd og er mjög mikið í frisbígolfi. Mér finnst það mjög skemmtilegt,“ segir Max. En hvað stóð upp úr á skólagöngunni? „Það er bæði æðislegu kennararnir, og líka vinirnir og félagslífið. Hvernig þetta er allt svo góð heild.“
Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Akureyri Dúxar Tengdar fréttir Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07 Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09 „Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Bylgjulestin mætir á Írska daga á Akranesi Lífið samstarf Michael Madsen er látinn Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Kerlingarfjöll: Ævintýri á hálendi Íslands Lífið samstarf Fleiri fréttir „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Sjá meira
Dúxaði í Verzló með tíu í einkunn og ári á undan í skóla Ragna María Sverrisdóttir dúxaði við Verzlunarskóla Íslands með tíu í meðaleinkunn en 330 nýstúdentar útskrifuðust frá skólanum um helgina. Nói Pétur Á. Guðnason var semídúx með 9,9 í meðaleinkunn. Nemendur Verzló héldu í útskriftarferð í dag sem gekk ekki áfallalaust fyrir sig. 27. maí 2024 11:07
Innrituðu sig á Akureyri í morgun en fljúga frá Keflavík Um 150 útskriftarnemar úr Menntaskólanum á Akureyri voru búnir að innrita farangur sinn og fara í gegnum öryggisleit á flugvellinum á Akureyri snemma í morgun þegar þeir fengu þær fréttir að flugvélin sem átti að flytja þau myndi ekki fljúga frá Akureyri heldur frá Keflavíkurflugvelli sökum veðurs. Eins og greint hefur verið frá hefur verið gefin út appelsínugul veðurviðvörun fyrir ýmsa landshluta og Akureyri þar á meðal. 5. júní 2024 16:09
„Var þetta í alvöru nafnið mitt sem þau kölluðu?“ Það kom Álfrúnu Lind Helgadóttur í opna skjöldu þegar nafn hennar var kallað upp í háskólabíói á útskriftarathöfn Menntaskólans í Reykjavík árið 2024. Hún var dúx skólans þetta árið. 5. júní 2024 15:33