Notkun bóluefna veldur ekki einhverfu Magnús Lyngdal Magnússon skrifar 18. júní 2024 14:31 Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Allar rannsóknir síðan þá sýna fram á að það eru engin tengsl milli bóluefna og einhverfu (t.d. síðast rannsókn í Danmörku árið 2019). Það hefur aftur á móti ekki dugað til að kveða niður samsæriskenningar. Ein slík birtist í Morgunblaðinu í dag (í aðsendri grein) þar sem meðal annars kemur fram að „stöðug fjölgun einhverfra“ hér á landi um áratuga skeið hafi „ekki verið skýrð með trúverðugum hætti.“ Höfundar telja hins vegar að Ísland sé í „aðstöðu til að brjóta blað í sögu læknisfræðinnar. Það er að kveða upp úr með rannsókn um hugsanlegt orsakasamband á milli barnabólusetninganna og einhverfu.“ Það er ekkert orsakasamband og það er margoft búið að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Hins vegar hafa greiningaraðferðir einhverfu batnað mikið á síðustu áratugum. Það hefur hins vegar ekki nægt til þess að vinna bug á lygum Wakefields. Hann var sviptur lækningaleyfi þegar svikin komust upp en skaðinn var skeður. Auðvitað olli þetta miklu tjóni og særindum, ekki hvað síst hjá þeim sem eru á einhverfurófi og fjölskyldum þeirra. Læknaprófessorinn Michael Davidson orðað þetta svona greininni Vaccination as a cause of autism—myths and controversies (Dialogues Clin Neurosci. 2017): „Myths that vaccines or mercury are associated with autism have been amplified by misguided scientists; frustrated, but effective parent groups; and politicians. Preventing the protection provided by vaccination or administration of mercury-chelating agents may cause real damage to autistic individuals and to innocent bystanders who as a result may be exposed to resurgent diseases that had already been “extinguished“. Að sögn landlæknis eru bólusetningar gegn smitsjúkdómum ein „farsælasta og hagkvæmasta lýðheilsuaðgerðin sem er notuð í heiminum.“ Minni þátttaka í bólusetningum, það er að segja þegar hún fer undir viðmiðunarmörk, eykur hættu á að sjúkdómar breiðist út, t.d. mislingar. Þannig dalaði til að mynda árin 2021 og 2021 þátttaka í „seinni skammti MMR bólusetninga gegn mislinum hér á landi og var þátttakan undir 90% bæði árin“ (Þátttaka í almennum bólusetningum, 30 apríl 2024). Ekki lítur út fyrir að árið 2023 hafi verið betra. Bólusetningar draga mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi og það eru engin tengsl milli notkunar bólusetninga og einhverfu. Höfundur er sagnfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vísindi Heilsa Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Enn á ný eru komnar á kreik vangaveltur um „hugsanlegt orsakasamband“ notkunar bóluefna og einhverfu en það var árið 1998 sem „rannsókn“ birtist í hinu virta og ritrýnda vísindatímariti The Lancet þar sem Andrew Wakefield taldi sig geta sýnt fram á tengsl notkunar á bóluefnum (MMR) og einhverfu. Wakefield hafði hins vegar vísvitandi átt við gögnin og niðurstöður hans voru því falsaðar. Allar rannsóknir síðan þá sýna fram á að það eru engin tengsl milli bóluefna og einhverfu (t.d. síðast rannsókn í Danmörku árið 2019). Það hefur aftur á móti ekki dugað til að kveða niður samsæriskenningar. Ein slík birtist í Morgunblaðinu í dag (í aðsendri grein) þar sem meðal annars kemur fram að „stöðug fjölgun einhverfra“ hér á landi um áratuga skeið hafi „ekki verið skýrð með trúverðugum hætti.“ Höfundar telja hins vegar að Ísland sé í „aðstöðu til að brjóta blað í sögu læknisfræðinnar. Það er að kveða upp úr með rannsókn um hugsanlegt orsakasamband á milli barnabólusetninganna og einhverfu.“ Það er ekkert orsakasamband og það er margoft búið að sýna fram á það með óyggjandi hætti. Hins vegar hafa greiningaraðferðir einhverfu batnað mikið á síðustu áratugum. Það hefur hins vegar ekki nægt til þess að vinna bug á lygum Wakefields. Hann var sviptur lækningaleyfi þegar svikin komust upp en skaðinn var skeður. Auðvitað olli þetta miklu tjóni og særindum, ekki hvað síst hjá þeim sem eru á einhverfurófi og fjölskyldum þeirra. Læknaprófessorinn Michael Davidson orðað þetta svona greininni Vaccination as a cause of autism—myths and controversies (Dialogues Clin Neurosci. 2017): „Myths that vaccines or mercury are associated with autism have been amplified by misguided scientists; frustrated, but effective parent groups; and politicians. Preventing the protection provided by vaccination or administration of mercury-chelating agents may cause real damage to autistic individuals and to innocent bystanders who as a result may be exposed to resurgent diseases that had already been “extinguished“. Að sögn landlæknis eru bólusetningar gegn smitsjúkdómum ein „farsælasta og hagkvæmasta lýðheilsuaðgerðin sem er notuð í heiminum.“ Minni þátttaka í bólusetningum, það er að segja þegar hún fer undir viðmiðunarmörk, eykur hættu á að sjúkdómar breiðist út, t.d. mislingar. Þannig dalaði til að mynda árin 2021 og 2021 þátttaka í „seinni skammti MMR bólusetninga gegn mislinum hér á landi og var þátttakan undir 90% bæði árin“ (Þátttaka í almennum bólusetningum, 30 apríl 2024). Ekki lítur út fyrir að árið 2023 hafi verið betra. Bólusetningar draga mjög úr hættu á að veikjast alvarlega eða dreifa sjúkdómi og það eru engin tengsl milli notkunar bólusetninga og einhverfu. Höfundur er sagnfræðingur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar