Tæplega tvö hundruð úr sömu fjölskyldu drepin Árni Sæberg skrifar 18. júní 2024 07:26 Palestínumenn greftraðir í fjöldagröf þann 26. desember síðastliðinn. AP Photo/Fatima Shbair Hernaðaraðgerðir Ísraelshers á fyrstu þremur mánuðum stríðsins þurrkuðu nánast út heilu stórfjölskyldurnar á Gasa. Minnst 173 fjölskyldumeðlimir Salem-fjölskyldunnar létust í tveimur loftárásum. Fjölskyldumeðlimir sem lifðu af segja engin augljós hernaðarleg skotmörk hafa verið nálægt heimili fjölskyldunnar. Þetta sýnir rannsókn AP-fréttaveitunnar, sem unnin var í samstarfi við vopnasérfræðinga og lögfræðinga. Rannsóknin byggir á greiningu á tíu loftárásum Ísreaelshers í október, nóvember og desember síðasta árs, sem felldu rúmlega fimm hundruð manns. Þá er rannsóknin að hluta byggð á gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem lýtur stjórn Hamas-samtakanna. Minnst sextíu fjölskyldur hafa misst 25 eða fleiri Rannsókn AP leiddi í ljós að minnst sextíu stórfjölskyldur á Gasa misstu meira en 25 fjölskyldumeðlimi í loftárásum á fyrstu þremur mánuðum stríðsins. AP hefur eftir Rashid Khalidi, palestínsk-bandarískum sagnfræðingi að stríðið nú sé orðið það mannskæðasta í nútímasögu Palestínu, mannskæðara en stríðið árið 1948, sem kallað er „Nakbah“ eða „hörmungarnar“. Frændur og frænkur eins og hráviði á gólfinu Í frétt AP um rannsóknina eru sögur sex stórfjölskyldna sem hafa farið illa út úr stríðinu raktar. Þar segir meðal annars frá Salem-fjölskyldunni, sem sögð er hafa misst 173 fjölskyldumeðlimi í tveimur árásum Ísraelshers. Þeirra á meðal fjölda barna, ólétta konu og 87 ára ættföðurinn. Þann 11. desember hafi loftárás hæft þyrpingu heimila í eigu fjölskyldunnar. Eitt hús hafi gjöreyðilagst og fjöldi skemmst. Minnst áttatíu hafi verið drepnir. Sjö dögum seinna hafi loftárás verið gerð á einbýlishús í Rimal, þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu leitað skjóls eftir fyrri loftárásina. Þá hafi minnst níutíu látið lífið. „Ég sá lík frænda minna og frænka eins og hráviði á gólfinu. Við þurftum að nota skilríki þeirra til að bera kennsl á þau, þau voru bara hrúgur af holdi,“ er haft eftir Mohamed Salem, sem lifði síðari árásina af. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43 Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16 Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Þetta sýnir rannsókn AP-fréttaveitunnar, sem unnin var í samstarfi við vopnasérfræðinga og lögfræðinga. Rannsóknin byggir á greiningu á tíu loftárásum Ísreaelshers í október, nóvember og desember síðasta árs, sem felldu rúmlega fimm hundruð manns. Þá er rannsóknin að hluta byggð á gögnum frá heilbrigðisráðuneytinu á Gasa, sem lýtur stjórn Hamas-samtakanna. Minnst sextíu fjölskyldur hafa misst 25 eða fleiri Rannsókn AP leiddi í ljós að minnst sextíu stórfjölskyldur á Gasa misstu meira en 25 fjölskyldumeðlimi í loftárásum á fyrstu þremur mánuðum stríðsins. AP hefur eftir Rashid Khalidi, palestínsk-bandarískum sagnfræðingi að stríðið nú sé orðið það mannskæðasta í nútímasögu Palestínu, mannskæðara en stríðið árið 1948, sem kallað er „Nakbah“ eða „hörmungarnar“. Frændur og frænkur eins og hráviði á gólfinu Í frétt AP um rannsóknina eru sögur sex stórfjölskyldna sem hafa farið illa út úr stríðinu raktar. Þar segir meðal annars frá Salem-fjölskyldunni, sem sögð er hafa misst 173 fjölskyldumeðlimi í tveimur árásum Ísraelshers. Þeirra á meðal fjölda barna, ólétta konu og 87 ára ættföðurinn. Þann 11. desember hafi loftárás hæft þyrpingu heimila í eigu fjölskyldunnar. Eitt hús hafi gjöreyðilagst og fjöldi skemmst. Minnst áttatíu hafi verið drepnir. Sjö dögum seinna hafi loftárás verið gerð á einbýlishús í Rimal, þar sem fjölskyldumeðlimir höfðu leitað skjóls eftir fyrri loftárásina. Þá hafi minnst níutíu látið lífið. „Ég sá lík frænda minna og frænka eins og hráviði á gólfinu. Við þurftum að nota skilríki þeirra til að bera kennsl á þau, þau voru bara hrúgur af holdi,“ er haft eftir Mohamed Salem, sem lifði síðari árásina af.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Tengdar fréttir Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43 Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16 Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Sjá meira
Netanjahú leysir stríðsráðið upp Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels hefur ákveðið að leysa upp sex manna stríðsráð ríkisins. Ákvörðunin kemur skömmu eftir uppsögn Benny Gantz, pólitísks andstæðings Netanjahú, úr þjóðstjórninni. 17. júní 2024 09:43
Netanyahu vill ekki gera hlé á hernaði Benjamin Natanyahu forsætisráðherra Ísraels er ósáttur með ákvörðun ísraelska hersins um að gera daglegt hlé á hernaði meðfram stofnbraut á Gasa til að hleypa neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 16:16
Hyggjast gera dagleg hlé á árásum til að auka við neyðaraðstoð Ísraelsher hefur tilkynnt að gerð verði dagleg hlé á hernaði með fram stofnbraut á Gasa í þeim tilgangi að hleypa meiri neyðarbirgðum inn á svæðið. 16. júní 2024 10:00