Tökum Viktor á þetta og enn lengra Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 17. júní 2024 10:30 Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. En hvort sem við kjósum núna eða næsta haust langar mig að smita ykkur að minni hugmynd að þingi, hvernig það ætti að starfa, flest er komið frá öðrum eins og Viktori Traustasyni, en ég vil taka þetta lengra. Stolnar og stílfærðar hugmyndir, sumar frá mér. 1. Kjósum fólk ekki flokka, hver þingmaður væri ábyrgur fyrir sínum störfum á þingi. Fólki er velkomið að vera í flokkum og samfloti, en allir þurfa að hafa sýn stefnumál og koma þeim á framfæri og kynna þau. Þá gæti það gerst þó Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða en engin kysi Bjarna þá kæmist hann ekki á þing þó hann væri formaður. Varaþingmenn væri sá sem næst hefði komist inn á þing í kosningunum, en sé ekki skipaður af þingmönnum sjálfum. Þá væru engin „Týnd þingsæti“ ekkert flokkaofbeldi og allir fengu jafnt vægi, þeir eru kosnir af þjóðinni til að stafa á Alþingi. Það þyrfti að setja lög og takmarkanir svo öll þjóðin bjóði sig ekki fram í heild sinni. 2. Allir kosnir þingmenn starfa saman og geta lagt fram mál, það verður engin Ríkisstjórn né meirihluti, en auðvitað má og getur fólk bundist í samstarf um mál. 3. Ráðherrar þurfa að sækja um starfið og eru metnir að hæfni og valið úr þeim hæfustu, þingmenn gætu ráðið þá en það mætti líka vera nefnd sem sæi um það. Sama væri um forseta alþingis, þeir væru allavega tveir. Sami háttur væri hafður um Umboðsmann Alþingis og er núna, það virkar vel og engin þörf á að breyta því. Það þarf að stokka upp ráðuneytin og gera þau skýrari og skilmerkilegri. Forsætisráðherra væri líka ráðin og væri í forsvari út á við og sá sem stjórnaði, svona svipað eins og núna. 4. Ráðherrar mættu ekki taka ákvarðanir án þess að leggja það undir þingheim. 5. Fjöldi þingmanna ætti að vera ákveðin sem prósentuhlutfall af þjóðinni. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Við alþingiskosningarnar 1987 voru 171.402 manns á kjörskrá en 2021 voru 254.681. 6. „Fólk af götunni“ gæti beðið þingmenn eða ráðherra að leggja fram mál fyrir sig, þau yrðu þá að vera vel útfærð og raunhæf. Kannski finnst sumum þetta barnalegt og einfalt en af hverju þurfa allir hlutir að vera flóknir, finnst fólki þetta vera að virka eins og það er núna? Svona sé ég fyrir mér að lýðræði gæti virkað í raun og veru, hagsmunapólitík myndi að mestu hverfa, fleiri mál fengju málefnalega meðferð og meiru væri komið í verk. Auðvitað þarf að útfæra þetta vel svo það virki. Heimild: Stefnumál - Forsetakosningar 2024 - Viktor Traustason – Enga þingmenn sem ráðherra. Höfundur er draumóramanneskja um lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Alþingi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Mest lesið Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson Skoðun 52 milljarðar/ári x 30 ár = EES Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það er oft á dag upp á síðkastið sem ríkistjórnarsambandinu er spáð lokum og bara tímaspursmál hvenær við þurfum að kjósa, margir þingmenn farnir að halda stefnuræður í tíma og aðallega ótíma, þetta er farið að smitast inn í þingsal og engin veit hvað er að gerast og sennilega síst þingmennirnir sjálfir, vantraust ríkjandi og hver höndin upp á móti annari og Háttvirtur Forsætisráðherra flissar í þingsal að öllu saman. En hvort sem við kjósum núna eða næsta haust langar mig að smita ykkur að minni hugmynd að þingi, hvernig það ætti að starfa, flest er komið frá öðrum eins og Viktori Traustasyni, en ég vil taka þetta lengra. Stolnar og stílfærðar hugmyndir, sumar frá mér. 1. Kjósum fólk ekki flokka, hver þingmaður væri ábyrgur fyrir sínum störfum á þingi. Fólki er velkomið að vera í flokkum og samfloti, en allir þurfa að hafa sýn stefnumál og koma þeim á framfæri og kynna þau. Þá gæti það gerst þó Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta atkvæða en engin kysi Bjarna þá kæmist hann ekki á þing þó hann væri formaður. Varaþingmenn væri sá sem næst hefði komist inn á þing í kosningunum, en sé ekki skipaður af þingmönnum sjálfum. Þá væru engin „Týnd þingsæti“ ekkert flokkaofbeldi og allir fengu jafnt vægi, þeir eru kosnir af þjóðinni til að stafa á Alþingi. Það þyrfti að setja lög og takmarkanir svo öll þjóðin bjóði sig ekki fram í heild sinni. 2. Allir kosnir þingmenn starfa saman og geta lagt fram mál, það verður engin Ríkisstjórn né meirihluti, en auðvitað má og getur fólk bundist í samstarf um mál. 3. Ráðherrar þurfa að sækja um starfið og eru metnir að hæfni og valið úr þeim hæfustu, þingmenn gætu ráðið þá en það mætti líka vera nefnd sem sæi um það. Sama væri um forseta alþingis, þeir væru allavega tveir. Sami háttur væri hafður um Umboðsmann Alþingis og er núna, það virkar vel og engin þörf á að breyta því. Það þarf að stokka upp ráðuneytin og gera þau skýrari og skilmerkilegri. Forsætisráðherra væri líka ráðin og væri í forsvari út á við og sá sem stjórnaði, svona svipað eins og núna. 4. Ráðherrar mættu ekki taka ákvarðanir án þess að leggja það undir þingheim. 5. Fjöldi þingmanna ætti að vera ákveðin sem prósentuhlutfall af þjóðinni. Frá alþingiskosningunum 1987 hefur Alþingi verið skipað 63 þingmönnum. Við alþingiskosningarnar 1987 voru 171.402 manns á kjörskrá en 2021 voru 254.681. 6. „Fólk af götunni“ gæti beðið þingmenn eða ráðherra að leggja fram mál fyrir sig, þau yrðu þá að vera vel útfærð og raunhæf. Kannski finnst sumum þetta barnalegt og einfalt en af hverju þurfa allir hlutir að vera flóknir, finnst fólki þetta vera að virka eins og það er núna? Svona sé ég fyrir mér að lýðræði gæti virkað í raun og veru, hagsmunapólitík myndi að mestu hverfa, fleiri mál fengju málefnalega meðferð og meiru væri komið í verk. Auðvitað þarf að útfæra þetta vel svo það virki. Heimild: Stefnumál - Forsetakosningar 2024 - Viktor Traustason – Enga þingmenn sem ráðherra. Höfundur er draumóramanneskja um lýðræðið.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun