„Það er erfitt að koma hingað og sækja stig“ Hinrik Wöhler skrifar 15. júní 2024 16:46 Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/anton brink Breukelen Woodard skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu þegar FH marði Keflavík á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í dag. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik þó að færanýtingin hefði mátt verið betri. „Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður hjá okkur. Við hefðum getað gert út um leikinn þá þar sem við fengum góðar stöður en nýttum færin ekki vel. Gerðum vel í föstum leikatriðum og skoruðum mark sem reyndist sigurmarkið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. „Í seinni hálfleik fór leikurinn úr því að vera með eitthvað upplegg í það að ‚grinda' sigur sem var raunin, sem betur fer.“ Guðni segir að uppleggið hafi gengið upp að vissu leyti og var sáttur með frammistöðu liðsins. Hann þakkar meðal annars markverði sínum, Aldísi Guðlaugsdóttur, fyrir stigin þrjú á heimavelli í dag. „Mér fannst í raun og veru stöðurnar sem við vorum að koma okkur í ágætar. Við vissum að þær myndu sækja upp á hægri væng þeirra þar sem þær eru hættulegar og með góða leikmenn og þær gerðu það. Þær komust full oft í gegnum okkur þar en sköpuðum sér nokkur álitleg færi og þá munaði um minna að hafa Aldísi í markinu sem gerði þetta virkilega vel. Hún á stóran þátt í því að við fengum ekki á okkur mark og það er jákvætt. Það eru tveir deildarleikir að baki og við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim, það er gott,“ sagði Guðni en FH vann sannfærandi sigur á Fylki í umferðinni á undan. Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Guðni var sammála dómara leiksins þegar hann var spurður út í atvikin. „Hvorugt þessara atvika áttu að vera vítaspyrna, að mínu mati. Ég er ansi langt frá þessu og það má vel vera að sjónvarpsupptaka sýni eitthvað allt annað en ég held ekki.“ Styrkja stöðu sína í deildinni Með sigrinum ná FH-ingar að slíta sig frá miðjupakkanum og eru tveimur stigum eftir Þór/KA í þriðja sæti en Akureyringar eiga þó leik til góða. „Við styrkjum stöðu okkar í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og náum að skilja okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur eða liðunum sem eru í tíunda til sjöunda sæti. Það er jákvætt og við erum brött,“ sagði Guðni. FH hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru með 13 stig í fjórða sæti deildarinnar. Guðni segist vera mjög ánægður með gengi liðsins að undanförnu. „Stigasöfnunin er góð á heimavelli og þetta er mjög sterkur heimavöllur. Það er erfitt að koma hingað og sækja stig og við viljum halda því áfram. Þetta er algjörlega vígi okkar og hér sækjum við stigin sem eru í boði,“ bætti Guðni við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
„Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður hjá okkur. Við hefðum getað gert út um leikinn þá þar sem við fengum góðar stöður en nýttum færin ekki vel. Gerðum vel í föstum leikatriðum og skoruðum mark sem reyndist sigurmarkið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. „Í seinni hálfleik fór leikurinn úr því að vera með eitthvað upplegg í það að ‚grinda' sigur sem var raunin, sem betur fer.“ Guðni segir að uppleggið hafi gengið upp að vissu leyti og var sáttur með frammistöðu liðsins. Hann þakkar meðal annars markverði sínum, Aldísi Guðlaugsdóttur, fyrir stigin þrjú á heimavelli í dag. „Mér fannst í raun og veru stöðurnar sem við vorum að koma okkur í ágætar. Við vissum að þær myndu sækja upp á hægri væng þeirra þar sem þær eru hættulegar og með góða leikmenn og þær gerðu það. Þær komust full oft í gegnum okkur þar en sköpuðum sér nokkur álitleg færi og þá munaði um minna að hafa Aldísi í markinu sem gerði þetta virkilega vel. Hún á stóran þátt í því að við fengum ekki á okkur mark og það er jákvætt. Það eru tveir deildarleikir að baki og við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim, það er gott,“ sagði Guðni en FH vann sannfærandi sigur á Fylki í umferðinni á undan. Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Guðni var sammála dómara leiksins þegar hann var spurður út í atvikin. „Hvorugt þessara atvika áttu að vera vítaspyrna, að mínu mati. Ég er ansi langt frá þessu og það má vel vera að sjónvarpsupptaka sýni eitthvað allt annað en ég held ekki.“ Styrkja stöðu sína í deildinni Með sigrinum ná FH-ingar að slíta sig frá miðjupakkanum og eru tveimur stigum eftir Þór/KA í þriðja sæti en Akureyringar eiga þó leik til góða. „Við styrkjum stöðu okkar í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og náum að skilja okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur eða liðunum sem eru í tíunda til sjöunda sæti. Það er jákvætt og við erum brött,“ sagði Guðni. FH hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru með 13 stig í fjórða sæti deildarinnar. Guðni segist vera mjög ánægður með gengi liðsins að undanförnu. „Stigasöfnunin er góð á heimavelli og þetta er mjög sterkur heimavöllur. Það er erfitt að koma hingað og sækja stig og við viljum halda því áfram. Þetta er algjörlega vígi okkar og hér sækjum við stigin sem eru í boði,“ bætti Guðni við að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Handbolti Fleiri fréttir Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga Sjá meira
Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15