Stefna á að lækna Parkinson með ígræðslu stofnfruma Lovísa Arnardóttir skrifar 14. júní 2024 09:17 Arnar er vongóður fyrir tilraunirnar. Aðeins verður byrjað á sex einstaklingum en mögulega fjölgað síðar. Aðsend og Vísir/Getty Arnar Ástráðsson, heila- og taugaskurðlæknir, er við það að hefja tilraunir á fólki með Parkinson með ígræðslu stofnfruma í heila þeirra. Ef tilraunir ganga vel telur hann að þetta geti orðið stöðluð meðferð og jafnvel læknað sjúkdóminn. Arnar fór yfir þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Arnar byrjaði á því að fara aðeins yfir söguna en hann hóf rannsóknir sínar í Harvard árið 2006. Þar fengu þau vefjasýni úr heilum sjúklinga sem höfðu fengið ígræðslu á fósturheilafrumum í Kanada og batnað verulega af sínum Parkinson einkennum. „Við gátum sýnt fram á að frumurnar höfðu lifað og voru starfhæfar í allavega fjórtán ár eftir ígræðslu,“ segir Arnar. Hann segir að erfitt sé að reiða sig á fósturfrumur í staðlaðri meðferð og því hafi teymið ákveðið að einbeita sér að öðrum frumum í rannsóknum sínum. Þau byrjuðu á á því að þróa stofnfrumur úr fullorðinsfrumum í dýratilraunum úr húð -og blóðfrumum og græddu þessar frumur í heila á dýrum og höfðu af því góðan árangur. Byrja á sex en fjölga mögulega í fleiri Núna eru þau svo, vegna góðs gengis í dýratilraunum, búin að fá leyfi til að hefja rannsóknir á fólki með sömu aðferðum. Núna er verið að velja sex bandaríska sjúklinga í Boston sem eru allir með Parkinson sjúkdóminn, mislangt genginn. Ef rannsóknin gengur vel verður fleiri sjúklingum bætt við síðar. „Það er þá gert þannig að það er tekið úr þeim blóðsýni og með erfiðafræðilegri endurforritun, ef það má kalla það, er þessum blóðfrumum breytt í stofnfrumur. Sem eru óþroskaðar frumur,“ segir Arnar. Eftir það eru frumurnar settar í rækt í nokkrar vikur og úr því verða dópamín-myndandi heilafrumur. „Þessar heilafrumur eru þá settar inn í heilann á sjúklingum á ákveðnum stöðum þar sem er skortur á þessum frumum.“ Arnar segir aðalhættuna af þessari tilraun vera heilablæðingu en að það hafi verið sjaldgæft í fyrri tilraunum. Þá sé nærri engin sýkingarhætta en það sem fólk hafi mestar áhyggjur haft af er hvort frumurnar myndu valda æxlismyndun, en það hafi ekki sýnt sig í tilraunum Arnars og hans teymis. Arnar segir að aðeins sé gert ráð fyrir því að aðgerðin sé framkvæmd einu sinni en að ekki sé útilokað að hægt sé að framkvæma aðgerðina í annað sinn. Það fari allt eftir því hvernig sjúkdómurinn þróist hjá hverjum einstaklingi fyrir sig. „Það er stefnt að því að þetta verði alger lækning,“ segir Arnar en að niðurstöðurnar úr rannsókninni á þessum sex sjúklingum muni leiða í ljós hvort þau þurfi eina ígræðslu eða fleiri til að lækna sjúkdóminn. „Það er líka ákveðinn þröskuldur. Það er spurning hversu margar frumur á að græða og hversu margar af þeim lifa af. En stefnan er að lækna Parkinson sjúkdóm.“ Geti tekið tvö ár Arnar útskýrir að það geti tekið allt að tvö ár að sjá árangur af þessari tilraun vegna þess að frumurnar þurfa að aðlagast sínu nýja umhverfi. Auk þess myndi þær taugaanga og taugaboð við frumurnar sem eru fyrir og það geti tekið tíma að sjá árangur af því. Arnar segir Parkinson sjúkdóminn þróast í langflestum tilfellum af óþekktum orsökum. Það séu tilfelli þar sem umhverfisþættir eða erfiðir hafa áhrif en oft séu óþekktar orsakir. „Það á sér sem sagt stað hrörnun á dópamínmyndandi heilafrumum í heilastofni í sortukjarna og þar af leiðir að það verður skortur á dópamíni ofar í heilanum þar sem þessar frumur teygja anga sína,“ segir Arnar og að þetta valdi stífa, skjálfta og hægum hreyfingum sem allt eru einkenni Parkinson. Arnar segir að það muni taka tíma að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum en að stefnan sé, ef niðurstöður verða góðar, að allir sem þurfa komist í slíka meðferð. Hann geri ráð fyrir að þetta verði staðalmeðferð við Parkinson innan nokkurra ára. Besti árangurinn af Parkinson rannsóknum Hann segir aðferðina mögulega geta nýst við aðra sjúkdóma líka. Þau rannsaki bara áhrif á Parkinson en aðrir hópar séu að rannsaka áhrif á MS, MND og Alzheimer. Árangurinn hafi verið bestur við Parkinson. Arnar segir undirbúning fyrir sjúkling ekki mikinn og ígræðsluna sjálfa ekki flókna aðgerð. Fólk fái sýklalyf að henni lokinni og komin á ról samdægurs en árangurinn, eins og kom fram áður, verði ekki kominn að fullu fram fyrr en eftir eitt og hálft eða tvö ár. Heilbrigðismál Bítið Heilsa Bandaríkin Tengdar fréttir Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23. febrúar 2023 15:16 Þurfum að vera tilbúin að deyja á hverjum degi Egill Ólafsson segist þakka fyrir hvern dag og lifa lífi sínu af æðruleysi eftir að hann greindist með Parkinson´s sjúkdóminn. Egill, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist strax hafa ákveðið að tala opinskátt um veikindi sín og að það hafi hjálpað. Hann segir tilveruna orðna mun hægari en áður, en kosturinn við það sé að hann taki betur eftir litlu hlutunum í lífinu og hjálpi til við að finna bæði þakklæti og auðmýkt. 10. júní 2024 09:11 „Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig“ Flestir dagar hjá listamanninum Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn í miðborg Reykjavíkur þar sem hann plokkar upp rusl sem verður á vegi hans. Hann segist æfa fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins. 24. maí 2024 14:27 Guðjón greindist með Parkinson Guðjón Þórðarson, einn farsælasti knattspyrnuþjálfari Íslands frá upphafi, greindist með taugasjúkdóminn Parkinson í byrjun ágúst á síðasta ári. 28. febrúar 2024 09:06 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Arnar byrjaði á því að fara aðeins yfir söguna en hann hóf rannsóknir sínar í Harvard árið 2006. Þar fengu þau vefjasýni úr heilum sjúklinga sem höfðu fengið ígræðslu á fósturheilafrumum í Kanada og batnað verulega af sínum Parkinson einkennum. „Við gátum sýnt fram á að frumurnar höfðu lifað og voru starfhæfar í allavega fjórtán ár eftir ígræðslu,“ segir Arnar. Hann segir að erfitt sé að reiða sig á fósturfrumur í staðlaðri meðferð og því hafi teymið ákveðið að einbeita sér að öðrum frumum í rannsóknum sínum. Þau byrjuðu á á því að þróa stofnfrumur úr fullorðinsfrumum í dýratilraunum úr húð -og blóðfrumum og græddu þessar frumur í heila á dýrum og höfðu af því góðan árangur. Byrja á sex en fjölga mögulega í fleiri Núna eru þau svo, vegna góðs gengis í dýratilraunum, búin að fá leyfi til að hefja rannsóknir á fólki með sömu aðferðum. Núna er verið að velja sex bandaríska sjúklinga í Boston sem eru allir með Parkinson sjúkdóminn, mislangt genginn. Ef rannsóknin gengur vel verður fleiri sjúklingum bætt við síðar. „Það er þá gert þannig að það er tekið úr þeim blóðsýni og með erfiðafræðilegri endurforritun, ef það má kalla það, er þessum blóðfrumum breytt í stofnfrumur. Sem eru óþroskaðar frumur,“ segir Arnar. Eftir það eru frumurnar settar í rækt í nokkrar vikur og úr því verða dópamín-myndandi heilafrumur. „Þessar heilafrumur eru þá settar inn í heilann á sjúklingum á ákveðnum stöðum þar sem er skortur á þessum frumum.“ Arnar segir aðalhættuna af þessari tilraun vera heilablæðingu en að það hafi verið sjaldgæft í fyrri tilraunum. Þá sé nærri engin sýkingarhætta en það sem fólk hafi mestar áhyggjur haft af er hvort frumurnar myndu valda æxlismyndun, en það hafi ekki sýnt sig í tilraunum Arnars og hans teymis. Arnar segir að aðeins sé gert ráð fyrir því að aðgerðin sé framkvæmd einu sinni en að ekki sé útilokað að hægt sé að framkvæma aðgerðina í annað sinn. Það fari allt eftir því hvernig sjúkdómurinn þróist hjá hverjum einstaklingi fyrir sig. „Það er stefnt að því að þetta verði alger lækning,“ segir Arnar en að niðurstöðurnar úr rannsókninni á þessum sex sjúklingum muni leiða í ljós hvort þau þurfi eina ígræðslu eða fleiri til að lækna sjúkdóminn. „Það er líka ákveðinn þröskuldur. Það er spurning hversu margar frumur á að græða og hversu margar af þeim lifa af. En stefnan er að lækna Parkinson sjúkdóm.“ Geti tekið tvö ár Arnar útskýrir að það geti tekið allt að tvö ár að sjá árangur af þessari tilraun vegna þess að frumurnar þurfa að aðlagast sínu nýja umhverfi. Auk þess myndi þær taugaanga og taugaboð við frumurnar sem eru fyrir og það geti tekið tíma að sjá árangur af því. Arnar segir Parkinson sjúkdóminn þróast í langflestum tilfellum af óþekktum orsökum. Það séu tilfelli þar sem umhverfisþættir eða erfiðir hafa áhrif en oft séu óþekktar orsakir. „Það á sér sem sagt stað hrörnun á dópamínmyndandi heilafrumum í heilastofni í sortukjarna og þar af leiðir að það verður skortur á dópamíni ofar í heilanum þar sem þessar frumur teygja anga sína,“ segir Arnar og að þetta valdi stífa, skjálfta og hægum hreyfingum sem allt eru einkenni Parkinson. Arnar segir að það muni taka tíma að fá niðurstöður úr þessum rannsóknum en að stefnan sé, ef niðurstöður verða góðar, að allir sem þurfa komist í slíka meðferð. Hann geri ráð fyrir að þetta verði staðalmeðferð við Parkinson innan nokkurra ára. Besti árangurinn af Parkinson rannsóknum Hann segir aðferðina mögulega geta nýst við aðra sjúkdóma líka. Þau rannsaki bara áhrif á Parkinson en aðrir hópar séu að rannsaka áhrif á MS, MND og Alzheimer. Árangurinn hafi verið bestur við Parkinson. Arnar segir undirbúning fyrir sjúkling ekki mikinn og ígræðsluna sjálfa ekki flókna aðgerð. Fólk fái sýklalyf að henni lokinni og komin á ról samdægurs en árangurinn, eins og kom fram áður, verði ekki kominn að fullu fram fyrr en eftir eitt og hálft eða tvö ár.
Heilbrigðismál Bítið Heilsa Bandaríkin Tengdar fréttir Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23. febrúar 2023 15:16 Þurfum að vera tilbúin að deyja á hverjum degi Egill Ólafsson segist þakka fyrir hvern dag og lifa lífi sínu af æðruleysi eftir að hann greindist með Parkinson´s sjúkdóminn. Egill, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist strax hafa ákveðið að tala opinskátt um veikindi sín og að það hafi hjálpað. Hann segir tilveruna orðna mun hægari en áður, en kosturinn við það sé að hann taki betur eftir litlu hlutunum í lífinu og hjálpi til við að finna bæði þakklæti og auðmýkt. 10. júní 2024 09:11 „Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig“ Flestir dagar hjá listamanninum Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn í miðborg Reykjavíkur þar sem hann plokkar upp rusl sem verður á vegi hans. Hann segist æfa fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins. 24. maí 2024 14:27 Guðjón greindist með Parkinson Guðjón Þórðarson, einn farsælasti knattspyrnuþjálfari Íslands frá upphafi, greindist með taugasjúkdóminn Parkinson í byrjun ágúst á síðasta ári. 28. febrúar 2024 09:06 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Sjá meira
Íslenskur heila- og taugaskurðlæknir með Eurovision-lag í keppni í San Marínó Arnar Ástráðsson, 56 ára heila- og taugaskurðlæknir við Háskólasjúkrahúsið í Árósum í Danmörku og vísindamaður við Harvardháskóla í Bandaríkjunum, sendi lag í undankeppni Eurovision í San Marínó. Erna Hrönn Ólafsdóttir söng lagið með tilþrifum en komst þó ekki áfram. 23. febrúar 2023 15:16
Þurfum að vera tilbúin að deyja á hverjum degi Egill Ólafsson segist þakka fyrir hvern dag og lifa lífi sínu af æðruleysi eftir að hann greindist með Parkinson´s sjúkdóminn. Egill, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, segist strax hafa ákveðið að tala opinskátt um veikindi sín og að það hafi hjálpað. Hann segir tilveruna orðna mun hægari en áður, en kosturinn við það sé að hann taki betur eftir litlu hlutunum í lífinu og hjálpi til við að finna bæði þakklæti og auðmýkt. 10. júní 2024 09:11
„Parkinn er þannig að hann étur menn upp ef þeir ekki hreyfa sig“ Flestir dagar hjá listamanninum Agli Ólafssyni hefjast á gönguferð um Klapparstíginn í miðborg Reykjavíkur þar sem hann plokkar upp rusl sem verður á vegi hans. Hann segist æfa fínhreyfingarnar til að hægja á framgangi sjúkdómsins. 24. maí 2024 14:27
Guðjón greindist með Parkinson Guðjón Þórðarson, einn farsælasti knattspyrnuþjálfari Íslands frá upphafi, greindist með taugasjúkdóminn Parkinson í byrjun ágúst á síðasta ári. 28. febrúar 2024 09:06