Segir reyksprengjum verið kastað og piparúði nauðsynlegur Bjarki Sigurðsson skrifar 13. júní 2024 12:11 Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir lögregluna hafa neyðst til að beita piparúða gegn mótmælendum við Alþingishúsið í gær. Reyksprengju og blysum hafi verið kastað í átt að Alþingishúsinu. Þingmaður Pírata telur atburðarásina hafa mátt vera á annan veg. Verið var að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málum Palestínumanna en í Alþingishúsinu var eldhúsdagsumræðum nýlokið. Lögreglan hafði sett upp lokunarlínu með lögreglumönnum við þinghúsið og hindruðu þannig fólk frá því að það gæti farið inn á ákveðið svæði. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmælin ekki hafa verið friðsamleg. Mótmælendur hafi meðal annars kastað blysum og reyksprengjum í átt að þinghúsinu. „Fólk var í rauninni þarna að veitast að okkur, reyna að komast í gegnum þessa lokunarlínu hjá okkur þannig við höfðum enga aðra möguleika en að beita piparúða til að fá þau til að láta af þessari hegðun,“ segir Kristján Helgi. Einungis einn lögreglumaður beitti piparúða en Kristján segir hann hafa neyðst til þess. „Við erum búnir að gefa fólki fyrirmæli um að láta af þessari hegðun. Við erum búnir að ýta fólki til en það heldur áfram að ýta á móti okkur og er jafnvel að reyna að komast í gegnum lokunarlínu. Þá er staðan þannig að við höfum ekki aðra möguleika en að beita piparúðanum,“ segir Kristján Helgi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur við mótmælin þegar piparúðanum var beitt. Hann telur lögregluna ekki hafa þurft að beita piparúða. „Ég sá ekki að það hafi staðið nein ógn af þessum mótmælendum eins og þeir voru þarna að mótmæla friðsamlega heldur voru þeir að hreyfa sig hægt í burtu. Það gekk greinilega ekki nógu hratt fyrir viðkomandi lögreglumann,“ segir Gísli Rafn. „Ég hefði haldið að það hefði verið hægt að taka eina eða tvær mínútur í viðbót til að fá fólk til þess að færa sig frekar en að nota strax piparúða án þess einu sinni að vara fólk við því að hann væri að fara í notkun.“ Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Píratar Lögreglan Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Verið var að mótmæla aðgerðaleysi stjórnvalda í málum Palestínumanna en í Alþingishúsinu var eldhúsdagsumræðum nýlokið. Lögreglan hafði sett upp lokunarlínu með lögreglumönnum við þinghúsið og hindruðu þannig fólk frá því að það gæti farið inn á ákveðið svæði. Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir mótmælin ekki hafa verið friðsamleg. Mótmælendur hafi meðal annars kastað blysum og reyksprengjum í átt að þinghúsinu. „Fólk var í rauninni þarna að veitast að okkur, reyna að komast í gegnum þessa lokunarlínu hjá okkur þannig við höfðum enga aðra möguleika en að beita piparúða til að fá þau til að láta af þessari hegðun,“ segir Kristján Helgi. Einungis einn lögreglumaður beitti piparúða en Kristján segir hann hafa neyðst til þess. „Við erum búnir að gefa fólki fyrirmæli um að láta af þessari hegðun. Við erum búnir að ýta fólki til en það heldur áfram að ýta á móti okkur og er jafnvel að reyna að komast í gegnum lokunarlínu. Þá er staðan þannig að við höfum ekki aðra möguleika en að beita piparúðanum,“ segir Kristján Helgi. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata, var staddur við mótmælin þegar piparúðanum var beitt. Hann telur lögregluna ekki hafa þurft að beita piparúða. „Ég sá ekki að það hafi staðið nein ógn af þessum mótmælendum eins og þeir voru þarna að mótmæla friðsamlega heldur voru þeir að hreyfa sig hægt í burtu. Það gekk greinilega ekki nógu hratt fyrir viðkomandi lögreglumann,“ segir Gísli Rafn. „Ég hefði haldið að það hefði verið hægt að taka eina eða tvær mínútur í viðbót til að fá fólk til þess að færa sig frekar en að nota strax piparúða án þess einu sinni að vara fólk við því að hann væri að fara í notkun.“ Gísli Rafn Ólafsson er þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm
Lögreglumál Átök í Ísrael og Palestínu Alþingi Reykjavík Píratar Lögreglan Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Innlent Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Sjá meira