„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 20:08 Inga Sæland er spennt fyrir fjármálaráðuneytinu. Vísir/Arnar Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða,“ sagði Inga Sæland í ræðu sinni í almennum stjórnmálaumræðum á þingi í kvöld og átti þá við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér í fyrra. Þá nefndi hún einnig fjóra milljarða sem er varið í vopnakaup og gagnrýndi að ekki væri hægt að verja sömu upphæðum í til dæmis fíknisjúkdóminn. Inga ávarpaði einnig stöðu á húsnæðismarkaði og hæga uppbyggingu íbúða á almennum markaði. „Framkoma við íslenskan almenning er í slíkum hryllingi,“ sagði Inga og að hún gæti varla komið orðum að því. Fólkið fyrst Inga fór yfir víðan völl í ræðu sinni og ræddi fátækt, lesskilning barna og eldri borgara og tengdi það allt við framtaksleysi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði Flokk fólksins hafa komið með óteljandi tillögur að úrræðum til að reyna að koma til móts við þá sem þurfa á Alþingi að halda. Málin þeirra endi öll í ruslinu. „Ég get aðeins sagt það, kæru landsmenn: Þið eigið eina von, þið eigið eina hugsjón og hún er í Flokki fólksins,“ sagði Inga og að fjórflokkurinn hefði þegar fengið sitt tækifæri. „Við í Flokki fólksins segjum fólkið fyrst og svo allt hitt… Ég sver og ég lofa því að með ykkar umboði þá skal ég útrýma fátækt á Íslandi.“ Hægt er að fylgjast með umræðunum í fréttinni hér að neðan. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Sjá meira
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða,“ sagði Inga Sæland í ræðu sinni í almennum stjórnmálaumræðum á þingi í kvöld og átti þá við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér í fyrra. Þá nefndi hún einnig fjóra milljarða sem er varið í vopnakaup og gagnrýndi að ekki væri hægt að verja sömu upphæðum í til dæmis fíknisjúkdóminn. Inga ávarpaði einnig stöðu á húsnæðismarkaði og hæga uppbyggingu íbúða á almennum markaði. „Framkoma við íslenskan almenning er í slíkum hryllingi,“ sagði Inga og að hún gæti varla komið orðum að því. Fólkið fyrst Inga fór yfir víðan völl í ræðu sinni og ræddi fátækt, lesskilning barna og eldri borgara og tengdi það allt við framtaksleysi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði Flokk fólksins hafa komið með óteljandi tillögur að úrræðum til að reyna að koma til móts við þá sem þurfa á Alþingi að halda. Málin þeirra endi öll í ruslinu. „Ég get aðeins sagt það, kæru landsmenn: Þið eigið eina von, þið eigið eina hugsjón og hún er í Flokki fólksins,“ sagði Inga og að fjórflokkurinn hefði þegar fengið sitt tækifæri. „Við í Flokki fólksins segjum fólkið fyrst og svo allt hitt… Ég sver og ég lofa því að með ykkar umboði þá skal ég útrýma fátækt á Íslandi.“ Hægt er að fylgjast með umræðunum í fréttinni hér að neðan.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Sjá meira