„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða“ Lovísa Arnardóttir skrifar 12. júní 2024 20:08 Inga Sæland er spennt fyrir fjármálaráðuneytinu. Vísir/Arnar Inga Sæland, Formaður Flokks fólksins, sagði ríkisstjórnina hafa hellt olíu yfir samfélagið síðustu sjö árin og borið að því eld. Það væri með hreinum ólíkindum hvernig hún forgangsraðaði fjármunum. „Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða,“ sagði Inga Sæland í ræðu sinni í almennum stjórnmálaumræðum á þingi í kvöld og átti þá við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér í fyrra. Þá nefndi hún einnig fjóra milljarða sem er varið í vopnakaup og gagnrýndi að ekki væri hægt að verja sömu upphæðum í til dæmis fíknisjúkdóminn. Inga ávarpaði einnig stöðu á húsnæðismarkaði og hæga uppbyggingu íbúða á almennum markaði. „Framkoma við íslenskan almenning er í slíkum hryllingi,“ sagði Inga og að hún gæti varla komið orðum að því. Fólkið fyrst Inga fór yfir víðan völl í ræðu sinni og ræddi fátækt, lesskilning barna og eldri borgara og tengdi það allt við framtaksleysi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði Flokk fólksins hafa komið með óteljandi tillögur að úrræðum til að reyna að koma til móts við þá sem þurfa á Alþingi að halda. Málin þeirra endi öll í ruslinu. „Ég get aðeins sagt það, kæru landsmenn: Þið eigið eina von, þið eigið eina hugsjón og hún er í Flokki fólksins,“ sagði Inga og að fjórflokkurinn hefði þegar fengið sitt tækifæri. „Við í Flokki fólksins segjum fólkið fyrst og svo allt hitt… Ég sver og ég lofa því að með ykkar umboði þá skal ég útrýma fátækt á Íslandi.“ Hægt er að fylgjast með umræðunum í fréttinni hér að neðan. Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
„Við skulum tala um Hörpupartý upp á tvo milljarða,“ sagði Inga Sæland í ræðu sinni í almennum stjórnmálaumræðum á þingi í kvöld og átti þá við leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var hér í fyrra. Þá nefndi hún einnig fjóra milljarða sem er varið í vopnakaup og gagnrýndi að ekki væri hægt að verja sömu upphæðum í til dæmis fíknisjúkdóminn. Inga ávarpaði einnig stöðu á húsnæðismarkaði og hæga uppbyggingu íbúða á almennum markaði. „Framkoma við íslenskan almenning er í slíkum hryllingi,“ sagði Inga og að hún gæti varla komið orðum að því. Fólkið fyrst Inga fór yfir víðan völl í ræðu sinni og ræddi fátækt, lesskilning barna og eldri borgara og tengdi það allt við framtaksleysi ríkisstjórnarinnar. Hún sagði Flokk fólksins hafa komið með óteljandi tillögur að úrræðum til að reyna að koma til móts við þá sem þurfa á Alþingi að halda. Málin þeirra endi öll í ruslinu. „Ég get aðeins sagt það, kæru landsmenn: Þið eigið eina von, þið eigið eina hugsjón og hún er í Flokki fólksins,“ sagði Inga og að fjórflokkurinn hefði þegar fengið sitt tækifæri. „Við í Flokki fólksins segjum fólkið fyrst og svo allt hitt… Ég sver og ég lofa því að með ykkar umboði þá skal ég útrýma fátækt á Íslandi.“ Hægt er að fylgjast með umræðunum í fréttinni hér að neðan.
Alþingi Flokkur fólksins Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira