Núll prósent skynsemi Lára G. Sigurðardóttir skrifar 12. júní 2024 13:30 Fólk keyrir allt of hratt. Virðir ekki hámarkshraða. Keyrir drukkið. Er þá ekki málið að breyta lögunum, þar sem fólk fer hvort eð er ekkert eftir þeim? Álíka rökstuðningur ómar nú í áfengisumræðunni. Nýr dómsmálaráðherra hefur leyst félaga sína af hólmi í dansinum við Dionysos. Hún kveðst vilja leggja niður ÁTVR með rökum byggðum á endurteknu bergmáli flokksfélaga hennar. Helstu rökin eru þau að áfengislögum hefur verið illa framfylgt í seinni tíð og því best að gefast bara upp. Ekki megum við heldur gleyma rómantísku hjali um frelsi. Vissulega er frelsi af hinu góða en oft þarf að draga mörkin, eins og dæmin um hámarkshraða og áfengisneyslu undir stýri sanna. Helst vildi ég beina sjónum mínum að einhverju jákvæðara, en finn mig enn eina ferðina knúna að benda á mikilvægustu atriðin í tengslum við áfengisforvarnir, og vonast til að fylla á þekkingarbrunn þeirra sem hafa völdin til að stuðla að heilbrigðu samfélagi: Áfengisneysla í samfélaginu kostar skattgreiðendur yfir 100 milljarða á ári. Hingað til hefur hagnaður ÁTVR mætt þessum kostnaði að hluta til, en samhliða aukinni ólöglegri netsölu áfengis sem viðgengst hér á landi hafa arðgreiðslur ÁTVR lækkað um 400 milljónir. Hvar ætla stjórnvöld að finna pening til að standa straum af heilbrigðiskostnaði, sem fellur mikið til á heilsugæslu og spítala, ásamt öðrum útgjöldum vegna áfengisneyslu? Nú þegar fæst ekki fjármagn til að halda meðferðarstöðinni Vík opinni á sumrin. Endursöluaðilar áfengis munu ekki gefa hagnað sinn til ríkisins. Hér er það samfélagið sem tapar. Áfengisneysla hefur aukist úr 4,3L af hreinum vínanda per íbúa árið 1980 í 7,8L árið 2022, þvert á stefnu WHO. Reiknað hefur verið að einn líter í þessu samhengi eykur útgjöld ríkisins um 17 milljarða á ári. Dagdrykkja hefur aukist úr 16,8% í 66,2% meðal skjólstæðinga Vogs og er hlutfall þeirra sem drekka daglega enn hærra meðal 50 ára og eldri, eða 72,7%. Biðlistar eru langir á Vogi og ekki hefur fengist nægilegt fjármagn til að mæta þörf. Árlega látast um 142 vegna áfengisneyslu á Íslandi. Þar vegur þyngst sjálfsvíg, áfengiseitranir, lifrarsjúkdómar, krabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar. Áfengisneysla er annar stærsti þáttur sjúkdómsbyrði Evrópu, enda orsakaþáttur í yfir 200 sjúkdómum og áverkum. Áfengi hefur reynst auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum jafnvel í litlu magni, þvert á það sem talið var áður. Líkt og sígarettur er áfengi skaðlegt fyrir aðra en neytandann. Áfengi er beinn orsakaþáttur í ofbeldi, morðum, glæpum, fósturskaða, vanrækslu barna, slysum og áverkum, örorku, sambandserfiðleikum, tapaðri framleiðni vegna veikinda, samfélagslegum og efnahagslegum kostnaður, auknu álagi á löggæslu og dómskerfið, svo dæmi séu tekin. Fyrirkomulaginu með ÁTVR hefur verið líkt við grænmetisverslun landbúnaðarins og mjólkurbúðir, en ólíkt áfengi þá veit ég ekki til þess að grænmetis- og mjólkurneysla samfélagsþegna beri með sér kostnað upp á meira en 100 milljarða. Ætla ekki að leggja meira á ykkur að sinni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varar okkur við að sofna ekki á verðinum og bendir á aukna tíðni áfengisneyslu hér á landi, á meðan önnur ríki eru á góðri leið með að draga úr neyslu í þeirri viðleitni að fækka langvinnum sjúkdómum. Í áfengisforvörnum gildir að allar mikilvægustu forvarnirnar eru í höndum stjórnvalda. Mikil ábyrgð hvílir á ráðherra. Ef hún ætlar sér að sveifla okkur í átt að bættri lýðheilsu þá þurfa staðreyndir og þekking að leiða dansinn. Fræðin eru ekki flókin. Til að draga úr skaðsemi áfengisneyslu er þrennt sem mestu skiptir: Að takmarka aðgengi (þ.m.t. ríkiseinokun, fjölda sölustaða, opnunartíma, lágmarksaldur), verðstýring (lágmarks útsöluverð, skattlagning) og bann við markaðssetningu. Fræðsla kemst ekki á listann yfir mikilvægustu aðgerðirnar. Allir sérfræðingar sem vinna að áfengisforvörnum eru sammála um að rikiseinokun sé 100% skynsemi, erlendir sem innlendir. Meðal annars hefur landlæknir látið sig málið varða og varar við þróuninni. Þá vill heilbrigðisráðherra þvert á móti herða reglur um áfengissölu. Með því að leyfa frjálsa sölu áfengis er dómsmálaráðherra að stuðla að aukinni sjúkdómsbyrði og samfélagskostnaði - og mun mesti þunginn lenda á heilbrigðiskerfinu! Bakvið slíka ákvörðun er núll prósent skynsemi. Þegar tíðni lögbrota í umferðinni eykst er því mætt með því að setja upp myndavélar, auka eftirlit og sekta, því markmið umferðarlaga er að vernda líf og heilsu vegfarenda. Höfum í huga að margfalt fleiri látast af völdum áfengis en slysa í umferðinni. Áfengislögum er einmitt ætlað að vernda líf og heilsu allra í samfélaginu. Í stað þess að auka skaðann sem fylgir áfengi með því að afnema lögin um einkasölu ríkis væri skynsamlegra að framfylgja lögum og jafnvel herða, svo hægt sé að snúa aftur þeirri öfugþróun sem átt hefur sér stað síðustu ár. Fyrir mér er annað afglöp í starfi. Brot af þeim sjúkdómum sem áfengi veldur: Taugakerfi: Áfengissýki. Flogaköst. Þunglyndi. Kvíði. Sjálfsvíg. Heilabilun. Tauga- og heilaskemmdir Meltingarkerfi: Lifrarbólga. Skorpulifur. Brisbólga Ónæmiskerfi: Lungnabólga. Berklar. Húðnetjubólga. Heilahimnubólga. Aðrar sýkingar. Hægur gróandi sára Hjarta- og æðakerfi: Háþrýstingur. Heilablóðfall. Gáttatif. Bláæðaseg Fósturskaði: Áfengisheilkenni fósturs. Fyrirburafæðing. Andvana fæðing Krabbamein: Munnkok. Barki. Vélinda. Lifur. Ristill. Endaþarmur. Brjóst. Bris. Líklega fleiri, s.s. blöðruhálskirtill og húðkrabbamein Stoðkerfi: Vöðvarýrnun. Beinþynning Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Lára G. Sigurðardóttir Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Fólk keyrir allt of hratt. Virðir ekki hámarkshraða. Keyrir drukkið. Er þá ekki málið að breyta lögunum, þar sem fólk fer hvort eð er ekkert eftir þeim? Álíka rökstuðningur ómar nú í áfengisumræðunni. Nýr dómsmálaráðherra hefur leyst félaga sína af hólmi í dansinum við Dionysos. Hún kveðst vilja leggja niður ÁTVR með rökum byggðum á endurteknu bergmáli flokksfélaga hennar. Helstu rökin eru þau að áfengislögum hefur verið illa framfylgt í seinni tíð og því best að gefast bara upp. Ekki megum við heldur gleyma rómantísku hjali um frelsi. Vissulega er frelsi af hinu góða en oft þarf að draga mörkin, eins og dæmin um hámarkshraða og áfengisneyslu undir stýri sanna. Helst vildi ég beina sjónum mínum að einhverju jákvæðara, en finn mig enn eina ferðina knúna að benda á mikilvægustu atriðin í tengslum við áfengisforvarnir, og vonast til að fylla á þekkingarbrunn þeirra sem hafa völdin til að stuðla að heilbrigðu samfélagi: Áfengisneysla í samfélaginu kostar skattgreiðendur yfir 100 milljarða á ári. Hingað til hefur hagnaður ÁTVR mætt þessum kostnaði að hluta til, en samhliða aukinni ólöglegri netsölu áfengis sem viðgengst hér á landi hafa arðgreiðslur ÁTVR lækkað um 400 milljónir. Hvar ætla stjórnvöld að finna pening til að standa straum af heilbrigðiskostnaði, sem fellur mikið til á heilsugæslu og spítala, ásamt öðrum útgjöldum vegna áfengisneyslu? Nú þegar fæst ekki fjármagn til að halda meðferðarstöðinni Vík opinni á sumrin. Endursöluaðilar áfengis munu ekki gefa hagnað sinn til ríkisins. Hér er það samfélagið sem tapar. Áfengisneysla hefur aukist úr 4,3L af hreinum vínanda per íbúa árið 1980 í 7,8L árið 2022, þvert á stefnu WHO. Reiknað hefur verið að einn líter í þessu samhengi eykur útgjöld ríkisins um 17 milljarða á ári. Dagdrykkja hefur aukist úr 16,8% í 66,2% meðal skjólstæðinga Vogs og er hlutfall þeirra sem drekka daglega enn hærra meðal 50 ára og eldri, eða 72,7%. Biðlistar eru langir á Vogi og ekki hefur fengist nægilegt fjármagn til að mæta þörf. Árlega látast um 142 vegna áfengisneyslu á Íslandi. Þar vegur þyngst sjálfsvíg, áfengiseitranir, lifrarsjúkdómar, krabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar. Áfengisneysla er annar stærsti þáttur sjúkdómsbyrði Evrópu, enda orsakaþáttur í yfir 200 sjúkdómum og áverkum. Áfengi hefur reynst auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum jafnvel í litlu magni, þvert á það sem talið var áður. Líkt og sígarettur er áfengi skaðlegt fyrir aðra en neytandann. Áfengi er beinn orsakaþáttur í ofbeldi, morðum, glæpum, fósturskaða, vanrækslu barna, slysum og áverkum, örorku, sambandserfiðleikum, tapaðri framleiðni vegna veikinda, samfélagslegum og efnahagslegum kostnaður, auknu álagi á löggæslu og dómskerfið, svo dæmi séu tekin. Fyrirkomulaginu með ÁTVR hefur verið líkt við grænmetisverslun landbúnaðarins og mjólkurbúðir, en ólíkt áfengi þá veit ég ekki til þess að grænmetis- og mjólkurneysla samfélagsþegna beri með sér kostnað upp á meira en 100 milljarða. Ætla ekki að leggja meira á ykkur að sinni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varar okkur við að sofna ekki á verðinum og bendir á aukna tíðni áfengisneyslu hér á landi, á meðan önnur ríki eru á góðri leið með að draga úr neyslu í þeirri viðleitni að fækka langvinnum sjúkdómum. Í áfengisforvörnum gildir að allar mikilvægustu forvarnirnar eru í höndum stjórnvalda. Mikil ábyrgð hvílir á ráðherra. Ef hún ætlar sér að sveifla okkur í átt að bættri lýðheilsu þá þurfa staðreyndir og þekking að leiða dansinn. Fræðin eru ekki flókin. Til að draga úr skaðsemi áfengisneyslu er þrennt sem mestu skiptir: Að takmarka aðgengi (þ.m.t. ríkiseinokun, fjölda sölustaða, opnunartíma, lágmarksaldur), verðstýring (lágmarks útsöluverð, skattlagning) og bann við markaðssetningu. Fræðsla kemst ekki á listann yfir mikilvægustu aðgerðirnar. Allir sérfræðingar sem vinna að áfengisforvörnum eru sammála um að rikiseinokun sé 100% skynsemi, erlendir sem innlendir. Meðal annars hefur landlæknir látið sig málið varða og varar við þróuninni. Þá vill heilbrigðisráðherra þvert á móti herða reglur um áfengissölu. Með því að leyfa frjálsa sölu áfengis er dómsmálaráðherra að stuðla að aukinni sjúkdómsbyrði og samfélagskostnaði - og mun mesti þunginn lenda á heilbrigðiskerfinu! Bakvið slíka ákvörðun er núll prósent skynsemi. Þegar tíðni lögbrota í umferðinni eykst er því mætt með því að setja upp myndavélar, auka eftirlit og sekta, því markmið umferðarlaga er að vernda líf og heilsu vegfarenda. Höfum í huga að margfalt fleiri látast af völdum áfengis en slysa í umferðinni. Áfengislögum er einmitt ætlað að vernda líf og heilsu allra í samfélaginu. Í stað þess að auka skaðann sem fylgir áfengi með því að afnema lögin um einkasölu ríkis væri skynsamlegra að framfylgja lögum og jafnvel herða, svo hægt sé að snúa aftur þeirri öfugþróun sem átt hefur sér stað síðustu ár. Fyrir mér er annað afglöp í starfi. Brot af þeim sjúkdómum sem áfengi veldur: Taugakerfi: Áfengissýki. Flogaköst. Þunglyndi. Kvíði. Sjálfsvíg. Heilabilun. Tauga- og heilaskemmdir Meltingarkerfi: Lifrarbólga. Skorpulifur. Brisbólga Ónæmiskerfi: Lungnabólga. Berklar. Húðnetjubólga. Heilahimnubólga. Aðrar sýkingar. Hægur gróandi sára Hjarta- og æðakerfi: Háþrýstingur. Heilablóðfall. Gáttatif. Bláæðaseg Fósturskaði: Áfengisheilkenni fósturs. Fyrirburafæðing. Andvana fæðing Krabbamein: Munnkok. Barki. Vélinda. Lifur. Ristill. Endaþarmur. Brjóst. Bris. Líklega fleiri, s.s. blöðruhálskirtill og húðkrabbamein Stoðkerfi: Vöðvarýrnun. Beinþynning Höfundur er læknir og lýðheilsufræðingur.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun