Forsendur ríkisstjórnarinnar hafi verið slegnar af borðinu Jón Þór Stefánsson skrifar 12. júní 2024 09:08 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir áherslumál ríkisstjórnarinnar vera þau sem Miðflokkurinn hafi áður lagt áherslu á. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir endurnýjaða ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hafa lagt áherslu á mál sem Miðflokkurinn hafi verið búinn að hamast á þar á undan. Ríkistjórnin sé síðan ekki búin að gera neitt í þessum málum. „Þegar þessi nýja ríkisstjórn, ef nýja skyldi kalla, þá lagði forsætisráðherra áherslu á þrjú megin mál: Útlendingamálin, orkumálin og staða ríkissjóðs. Það tel ég að hafi verið gert einfaldlega vegna þess að menn hafi verið farnir að átta sig á því að við vorum að hamast í þessum málum alllengi, og benda á að það sé verið að klúðra þeim meira og minna,“ sagði Sigmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að næsti dagur eftir stjórnarmyndunina hafi ekki verið liðinn þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi verið búinn að slá þessi mál út af borðinu. „Nýr formaður Vinstri grænna sagði að hann væri alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, ekki í útlendingamálunum, ekki í orkumálunum og lagði sig eftir því að koma því á framfæri hversu ósammála hann væri um grundvöll nýju ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og minnist sérstaklega á grein sem Guðmundur skrifaði á Vísi um orkumál. Klippa: Bítið - Vill færa stjórn landsins inn á rétta braut Sigmundur segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi virst lítið spenntur fyrir þessum áherslumálum. „Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að spara í ríkisfjármálunum eða breyta um stefnu þar. Þar með var það farið.“ „Það var búið að kynna þrjár ástæður fyrir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þær voru slegnar af borðinu á tveimur dögum.“ Sigmundur bendir á að útlendingafrumvarpið hafi verið tekið af dagskrá þingsins í gær og í fyrradag. Nú séu tveir dagar eftir af þinginu samkvæmt áætlun. Þá segir hann ekkert að af orkumálunum og að ríkisstjórnin „stefni á að halda áfram að slá fyrri met í útgjöldum“ í ríkisfjármálum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
„Þegar þessi nýja ríkisstjórn, ef nýja skyldi kalla, þá lagði forsætisráðherra áherslu á þrjú megin mál: Útlendingamálin, orkumálin og staða ríkissjóðs. Það tel ég að hafi verið gert einfaldlega vegna þess að menn hafi verið farnir að átta sig á því að við vorum að hamast í þessum málum alllengi, og benda á að það sé verið að klúðra þeim meira og minna,“ sagði Sigmundur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann segir að næsti dagur eftir stjórnarmyndunina hafi ekki verið liðinn þegar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra hafi verið búinn að slá þessi mál út af borðinu. „Nýr formaður Vinstri grænna sagði að hann væri alls ekki sammála Sjálfstæðisflokknum, ekki í útlendingamálunum, ekki í orkumálunum og lagði sig eftir því að koma því á framfæri hversu ósammála hann væri um grundvöll nýju ríkisstjórnarinnar,“ segir Sigmundur og minnist sérstaklega á grein sem Guðmundur skrifaði á Vísi um orkumál. Klippa: Bítið - Vill færa stjórn landsins inn á rétta braut Sigmundur segir að Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hafi virst lítið spenntur fyrir þessum áherslumálum. „Hann sagði að hann hefði engan áhuga á að spara í ríkisfjármálunum eða breyta um stefnu þar. Þar með var það farið.“ „Það var búið að kynna þrjár ástæður fyrir tilvist þessarar ríkisstjórnar. Þær voru slegnar af borðinu á tveimur dögum.“ Sigmundur bendir á að útlendingafrumvarpið hafi verið tekið af dagskrá þingsins í gær og í fyrradag. Nú séu tveir dagar eftir af þinginu samkvæmt áætlun. Þá segir hann ekkert að af orkumálunum og að ríkisstjórnin „stefni á að halda áfram að slá fyrri met í útgjöldum“ í ríkisfjármálum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira