Ólafur Ragnar segir deilur um forsetaembættið endanlega afgreiddar Heimir Már Pétursson skrifar 11. júní 2024 13:36 Ólafur Ragnar Grímsson segir alla helstu forsetaframbjóðendur hafa verið sammála um að minnsta kosti fjögur helstu verksvið forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi forseti Íslands segir ágreining um verksvið forseta Íslands hafa verið leystan í nýafstöðnum forsetakosningum, þar sem allir helstu frambjóðendur hefðu í fyrsta skipti verið sammála um meginvaldsvið og verkefni embættisins. Stjórnarskráin hafi reynst embættinu vel. Ólafur Ragnar Grímsson hefur gengt embætti forseta Íslands lengur en nokkur annar eða í 20 ár. Hann er einnig doktor í stjórnmálafræði og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í þeim fræðum. Í umræðum um breytingar á stjórnarskránni undanfarin ár hafa margir talið nauðsynlegt að breyta ákvæðum hennar um embætti forseta Íslands. Á kosningavöku Stöðvar 2 sagði Ólafur Ragnar nýafstaðnar forsetakosningar vera þær fyrstu þar sem helstu frambjóðendur hefðu verið sammála um að minnsta kosti fjögur meginvaldsvið og verksvið forseta. „Málskotsréttinn, aðkomu hans í að ákveða þingrof, hlutverk hans við myndun ríkisstjórnar og endanlega ábyrgð hans á að lýðveldið hafi ríkisstjórn. Og að vera, ef þarf með, málsvari þjóðarinnar á erlendum vettvangi,“ sagði forsetinn fyrrverandi á kosningavöku Stöðvar 2. Nokkur samhljómur var í málflutningi efstu forsetaframbjóðenda þegar kom að túlkunum á málskotsréttinum, hlutverki forseta við stjórnarmyndanir og þingrof og sem málsvara íslensku þjóðarinnar út á við, að mati Ólafs Ragnars.Vísir/Vilhelm Þessi kosningabarátta hefði því endanlega afgreitt allar deilur eða umræður um þessi fjögur atriði. „Nú er ekki aðeins samstaða um það svona fræðilega, heldur hefur þjóðin líka sýnt með þessum úrslitum, ef þú leggur saman tölur þeirra frambjóðenda sem töluðu með þessum hætti; að það er afgerandi lýðræðislegur stuðningur þjóðarinnar við þessi fjögur meginhlutverk forsetans,“ segir Ólafur Ragnar. Þá væri einnig merkilegt að í umræðunni fyrir kosningar hefði fimmti þátturinn bæst við hjá að minnsta kosti sumum þeirra sem fengu mest fylgi. Sem væri að forsetinn ætti að taka að sér að vera eins konar umræðuhvati, fundarstjóri, leiða samtal og efna til funda á Bessastöðum. Ólafur Ragnar Grímsson segir að það hefði verið framandi hugsun hjá fyrri forsetum að forseti Íslands ætti að vera einhvers konar umræðuhvati og efna til funda á Bessastöðum. Nú teldu frambjóðendur og kjósendur það eðlilegt.Stöð 2/Arnar „Ef þú ferð aftur til Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar, Kristjáns Eldjárns og svo jafnvel til tíðar Vigdísar og mín, þá hefði það verið framandi hugsun. Og fyrstu þremur forsetunum algerlega framandi. Að það ætti að fara að nota Bessastaði sem fundarstað. En það virðist líka að vera að koma lýðræðislegt umboð og stuðningur frá þjóðinni við það hlutverk,“ sagði Ólafur Ragnar. Fyrstu þrjátíu greinar stjórnarskrárinnar fjalla með einum eða öðrum hætti um forsetaembættið. Ólafur Ragnar segir stjórnarskrána hafa reynst vel í þeim efnum. Hún byggi yfir nauðsynlegum sveigjanleika til þróunar. „Og það er reyndar ein af þessum villikenningum sem vaða hérna uppi; að þetta sé dönsk stjórnarskrá. Það er ekkert danskt í þessari stjórnarskrá. Þetta er fyrst og fremst evrópsk stjórnarskrá sem endurspeglar stjórnkerfisbyltingarnar í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Ólaf Ragnar í heild sinni. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. 7. júní 2024 07:30 Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45 Guðni býður á Bessastaði í hinsta sinn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi laugardaginn 8. júní í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Forsetahjónin Guðni Th Jóhannesson og Eliz Reid taka á móti gestum auk þess sem áhugasömum býðst að kynnast þjóðhöfðingjasetrinu. 6. júní 2024 13:57 „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Guðni og Halla fagna saman Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli. 4. júní 2024 21:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur gengt embætti forseta Íslands lengur en nokkur annar eða í 20 ár. Hann er einnig doktor í stjórnmálafræði og fyrsti prófessor Háskóla Íslands í þeim fræðum. Í umræðum um breytingar á stjórnarskránni undanfarin ár hafa margir talið nauðsynlegt að breyta ákvæðum hennar um embætti forseta Íslands. Á kosningavöku Stöðvar 2 sagði Ólafur Ragnar nýafstaðnar forsetakosningar vera þær fyrstu þar sem helstu frambjóðendur hefðu verið sammála um að minnsta kosti fjögur meginvaldsvið og verksvið forseta. „Málskotsréttinn, aðkomu hans í að ákveða þingrof, hlutverk hans við myndun ríkisstjórnar og endanlega ábyrgð hans á að lýðveldið hafi ríkisstjórn. Og að vera, ef þarf með, málsvari þjóðarinnar á erlendum vettvangi,“ sagði forsetinn fyrrverandi á kosningavöku Stöðvar 2. Nokkur samhljómur var í málflutningi efstu forsetaframbjóðenda þegar kom að túlkunum á málskotsréttinum, hlutverki forseta við stjórnarmyndanir og þingrof og sem málsvara íslensku þjóðarinnar út á við, að mati Ólafs Ragnars.Vísir/Vilhelm Þessi kosningabarátta hefði því endanlega afgreitt allar deilur eða umræður um þessi fjögur atriði. „Nú er ekki aðeins samstaða um það svona fræðilega, heldur hefur þjóðin líka sýnt með þessum úrslitum, ef þú leggur saman tölur þeirra frambjóðenda sem töluðu með þessum hætti; að það er afgerandi lýðræðislegur stuðningur þjóðarinnar við þessi fjögur meginhlutverk forsetans,“ segir Ólafur Ragnar. Þá væri einnig merkilegt að í umræðunni fyrir kosningar hefði fimmti þátturinn bæst við hjá að minnsta kosti sumum þeirra sem fengu mest fylgi. Sem væri að forsetinn ætti að taka að sér að vera eins konar umræðuhvati, fundarstjóri, leiða samtal og efna til funda á Bessastöðum. Ólafur Ragnar Grímsson segir að það hefði verið framandi hugsun hjá fyrri forsetum að forseti Íslands ætti að vera einhvers konar umræðuhvati og efna til funda á Bessastöðum. Nú teldu frambjóðendur og kjósendur það eðlilegt.Stöð 2/Arnar „Ef þú ferð aftur til Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar, Kristjáns Eldjárns og svo jafnvel til tíðar Vigdísar og mín, þá hefði það verið framandi hugsun. Og fyrstu þremur forsetunum algerlega framandi. Að það ætti að fara að nota Bessastaði sem fundarstað. En það virðist líka að vera að koma lýðræðislegt umboð og stuðningur frá þjóðinni við það hlutverk,“ sagði Ólafur Ragnar. Fyrstu þrjátíu greinar stjórnarskrárinnar fjalla með einum eða öðrum hætti um forsetaembættið. Ólafur Ragnar segir stjórnarskrána hafa reynst vel í þeim efnum. Hún byggi yfir nauðsynlegum sveigjanleika til þróunar. „Og það er reyndar ein af þessum villikenningum sem vaða hérna uppi; að þetta sé dönsk stjórnarskrá. Það er ekkert danskt í þessari stjórnarskrá. Þetta er fyrst og fremst evrópsk stjórnarskrá sem endurspeglar stjórnkerfisbyltingarnar í Frakklandi, Bretlandi og Bandaríkjunum,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Ólaf Ragnar í heild sinni.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Stjórnarskrá Alþingi Ólafur Ragnar Grímsson Tengdar fréttir Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. 7. júní 2024 07:30 Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45 Guðni býður á Bessastaði í hinsta sinn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi laugardaginn 8. júní í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Forsetahjónin Guðni Th Jóhannesson og Eliz Reid taka á móti gestum auk þess sem áhugasömum býðst að kynnast þjóðhöfðingjasetrinu. 6. júní 2024 13:57 „Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35 Guðni og Halla fagna saman Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli. 4. júní 2024 21:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Bjarni vill fjölga meðmælendum Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur boðað formenn allra flokka á fund í dag að loknum ríkisstjórnarfundi. Tilefni fundarins er að ræða hugsanlegar breytingar á stjórnarskrá. Líklegt er að þar verði breytingar á meðmælendafjölda forsetaframbjóðenda til umræðu. 7. júní 2024 07:30
Halla lætur lítið fyrir sér fara næstu vikurnar Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, ætlar að láta lítið fyrir sér fara á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum næstu vikurnar. Halla tekur við embætti forseta í ágúst og segir í nýrri færslu á Instagram-síðu sinni að hún ætli að nýta næstu vikurnar til að koma fyrra starfi sínu í góðan farveg og til að hvílast. 6. júní 2024 22:45
Guðni býður á Bessastaði í hinsta sinn Forsetasetrið að Bessastöðum verður opið almenningi laugardaginn 8. júní í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldis á Íslandi. Forsetahjónin Guðni Th Jóhannesson og Eliz Reid taka á móti gestum auk þess sem áhugasömum býðst að kynnast þjóðhöfðingjasetrinu. 6. júní 2024 13:57
„Skítaskilaboð“ forsetaframbjóðenda til Úkraínumanna Formaður utanríkismálanefndar Alþingis lýsir afstöðu sumra forsetaframbjóðenda að Ísland eigi ekki að styðja Úkraínumenn til vopnakaupa sem „skítaskilaboðum“. Halla Tómasdóttir, nýkjörin forseti, var einna mest afgerandi í þeirri skoðun fyrir kosningar. 5. júní 2024 09:35
Guðni og Halla fagna saman Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Halla Tómasdóttir verðandi forseti mættust í stúkunni á leik Íslands og Austurríkis í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu sem fer fram á Laugardalsvelli. 4. júní 2024 21:22