Ísraelar sagðir hafa drepið gísla og ríflega 200 Palestínumenn Árni Sæberg skrifar 8. júní 2024 19:52 Aðgerðir Ísraelshers voru framkvæmdar í miðju íbúahverfi. Jehad Alshrafi/AP Talsmaður herskás arms Hamas-samtakanna segir Ísraelsmenn hafa drepið ríflega 200 Palestínumenn í dag þegar fjórum gíslum var bjargað úr haldi Hamas-liða. Þá hafi aðrir gíslar dáið í átökunum. „Með því að fremja skelfileg ódæði tókst Ísraelum að frelsa einhverja gísla, en drepa aðra í aðgerðum sínum,“ segir Abu Ubaida, talsmaður al-Qassam vígasveitanna, í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Fyrr í dag var greint frá því að Ísraelsher hefði frelsað fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu hafi verið gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna, að sögn yfirvalda á svæðinu. Nú hefur heilbrigðisráðuneyti Hamas uppfært tölu látinna og segir minnst 210 Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum. Veit ekki hversu margir látinna voru hryðjuverkamenn Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að herinn hafi orðið fyrir skothríð og brugðist við með því að hefja árásir úr lofti. Aðgerðir hersins hafi verið framkvæmdar í miðju íbúahverfi í Nuseirat, þar sem Hamas geymi gísla í tveimur fjölbýlishúsum. „Við vitum af tæplega eitt hundrað Palestínumönnum sem léturst. Ég veit ekki hversu margir þeirra voru hryðjuverkamenn,“ hefur Reuters eftir honum. Muni breyta aðstæðum hinna gíslanna til hins verra Gíslarnir fjórir Noa Argamani, 26 ára, Almog Meir Jan, 22 ára, Andrey Kozlov, 27 ára, og Shlomi Ziv, 41 ára, voru allir meðal þeirra sem Hamas rændi af Nova-tónlistarhátíðinni þann 7. október. Hamas-samtökin hafa sleppt nokkrum fjölda gísla en segjast þó enn hafa marga gísla í haldi. „Aðgerðir laugardags setja gísla óvinarins í mikla hættu og mun breyta aðstæðum þeirra og lífi til hins verra.“ Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
„Með því að fremja skelfileg ódæði tókst Ísraelum að frelsa einhverja gísla, en drepa aðra í aðgerðum sínum,“ segir Abu Ubaida, talsmaður al-Qassam vígasveitanna, í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram. Fyrr í dag var greint frá því að Ísraelsher hefði frelsað fjóra gísla úr haldi Hamas í Nuseirat-borg á miðlægu Gasasvæðinu. Samhliða fótgönguliðsáhlaupinu hafi verið gerðar umfangsmiklar loftárásir sem leiddu til dauða 93 Palestínumanna, að sögn yfirvalda á svæðinu. Nú hefur heilbrigðisráðuneyti Hamas uppfært tölu látinna og segir minnst 210 Palestínumenn hafa látið lífið í árásunum. Veit ekki hversu margir látinna voru hryðjuverkamenn Daniel Hagari, talsmaður ísraelska hersins, segir að herinn hafi orðið fyrir skothríð og brugðist við með því að hefja árásir úr lofti. Aðgerðir hersins hafi verið framkvæmdar í miðju íbúahverfi í Nuseirat, þar sem Hamas geymi gísla í tveimur fjölbýlishúsum. „Við vitum af tæplega eitt hundrað Palestínumönnum sem léturst. Ég veit ekki hversu margir þeirra voru hryðjuverkamenn,“ hefur Reuters eftir honum. Muni breyta aðstæðum hinna gíslanna til hins verra Gíslarnir fjórir Noa Argamani, 26 ára, Almog Meir Jan, 22 ára, Andrey Kozlov, 27 ára, og Shlomi Ziv, 41 ára, voru allir meðal þeirra sem Hamas rændi af Nova-tónlistarhátíðinni þann 7. október. Hamas-samtökin hafa sleppt nokkrum fjölda gísla en segjast þó enn hafa marga gísla í haldi. „Aðgerðir laugardags setja gísla óvinarins í mikla hættu og mun breyta aðstæðum þeirra og lífi til hins verra.“
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Tengdar fréttir Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Sjá meira
Ísrael hefur ekki áhuga á vopnahléi – þjóðarmorð heldur áfram Í dag eru liðin átta mánuðir frá því að síðasta og lang lengsta árásarhrina Ísraelshers gegn íbúum Gazastrandarinnar hófst. Þrátt fyrir kröfuna sem endurómar um allan heim og einnig innan veggja Sameinuðu þjóðanna um tafarlaust og varanlegt vopnahlé, þá sýnir Ísraelsstjórn þess engin merki að hún hyggist láta af útrýmingarherferð sinni á Gaza. 7. júní 2024 22:00