Í skugga sílóa og sandryks Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar 8. júní 2024 10:00 Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa risavaxna mölunarverksmiðju í landi Þorlákshafnar, í heilsueflandi sveitarfélagi. Auk óprýði og stærðar verksmiðjunnar er hætta á umhverfisslysum, hljóð og umhverfismengun og öðru sem slíkur iðnaður hefur í för með sér. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og Heilbrigðiseftirlit Suðurnlands hafa réttilega látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd. Ef fram fer sem horfir og Heidelberg fær að reisa verksmiðju á landi sem samsvarar rúmlega þremur Klambratúnum í Reykjavík (Klambratún er 10ha, svæðin sem Heidelberg hefur til umráða 26 ha/ auk 7ha á hafnarsvæði) í aðeins 2,5 km fjarlægð frá nýrri íbúabyggð yrði það fordæmalaust og sannarlega óafturkræft skref fyrir íbúa Þorlákshafnar. Þarna yrði risastór verksmiðja sem mun skarta stórum sílóum, mögulega allt að 18 talsins, 52 metra háum og auðsýnt að slík verksmiðja muni hafa margvísleg neikvæð áhrif á umhverfið. Jarðefnaverksmiðju sem þessari munu fylgja miklir þungaflutningar með tilheyrandi megnun, raski og hávaða en áætlað er viðbótarumferð þungra ökutækja, sem talið er að tvöfaldist, muni hafa neikvæð áhrif á umferðaöryggi og væntanlega fjölga umferðaslysum um 1-2 á ári að mati Vegagerðarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart er Heidelberg einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg óafturkræf áhrif á lífríki sveitarfélagsins og landsins alls. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyribæri. Þá mun fuglalíf einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þessar hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem, eins og lesa má, er afar verðmætt svæði eru því afar varhugaverðar. Þorlákshöfn býr yfir þeirri sérstöðu að þar er brimbrettasvæði sem þykir einstakt á heimsvísu. Brimbrettafélag Íslands er ungt, stofnað 2021, og tilgangur þess að vernda brimbrettastaði á Íslandi í samstarfi við yfirvöld. Markmið félagsins er einnig að fá helstu brimbrettastaði landsins skráða sem útivistarsvæði á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og beita sér fyrir verndun tærleika sjávar við strendur landsins. Enda bendir Brimbrettafélagið réttilega á að náttúra landsins er viðkvæm og aukinnar vitundar og verndar er þörf ef tryggja á að komandi kynslóðir fái notið hennar. Brimbrettaiðkun við Þorlákshöfn á sér fáar hliðstæður og bagalegt að sveitarfélagið sjái ekki hag sinn í að styðja við og efla samstarf við félagið. Slík nýsköpun og uppbygging ætti að vera leiðarljós í heilsueflandi samfélagi enda starfsemin í takt við umhverfi og náttúru svo ekki sé minnst á heilsusamlegt gildi hennar. Nýtilkomnar hugmyndir um landfyllingu á brimbrettasvæðinu fela ekkert í sem nema eyðileggingu og eru fullkomlega órökstuddar. Þetta umfangsmikla verkefni styður á engan hátt við bætt lífsgæði íbúa og þá barna sem munu leika sér í skugga sílóa, í sandryki og í umferðarþunga þar sem áætlað er að byggja leikskóla steinsnar frá verksmiðjunni. Hvað þá heldur náttúru- og umhverfisvernd til framtíðar. Þarna virðist sem hagsmunum íbúa verði fórnað fyrir gróða fárra. Tilraunir minnihlutans í Ölfusi um að tala gegn þungaiðnaði í byggð og með því að hafa þarfir og vilja íbúa að leiðarljósi hafi fallið í grýttan jarðveg. Það er augljóst að vilji meirihluta íbúa fer ekki saman við vilja meirihlutans í bæjarstjórn. Við búum í gjöfulu landi umkringd þeim forréttindum sem ferskt loft, heilnæmt umhverfi og falleg náttúra býður upp á og ættum þess vegna öll að vinna saman að náttúru- og umhverfisvernd. Það hlýtur að vera önnur atvinnustarfsemi sem hægt er að ráðast í ef og þegar þörf er á. Starfsemi sem styður við vaxandi og öflugt samfélag þar sem börn, heldri borgarar og öll þar á milli geta unað sér í hreinni náttúru við áhugamál, störf, útiveru og afþreyingu sem sómi er að í heilsueflandi og barnvænu samfélagi. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Ölfus Heilsa Umhverfismál Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Þorlákshöfn var á síðasta ári 41. sveitarfélagið til að taka þátt í verkefni Embætti landlæknis um Heilsueflandi samfélag. Á heimasíðu Ölfuss segir að meginmarkmið sveitarfélagsins sé að skapa tækifæri fyrir íbúa til bættra lífsgæða með fjölbreyttum möguleikum til hreyfingar, útiveru, íþróttaiðkunar og annarrar afþreyingar og frístundaiðju. Það skýtur því skökku við að ætla að reisa risavaxna mölunarverksmiðju í landi Þorlákshafnar, í heilsueflandi sveitarfélagi. Auk óprýði og stærðar verksmiðjunnar er hætta á umhverfisslysum, hljóð og umhverfismengun og öðru sem slíkur iðnaður hefur í för með sér. Náttúrufræðistofnun, Umhverfisstofnun, Hafrannsóknarstofnun, Vegagerðin, Samgöngustofa og Heilbrigðiseftirlit Suðurnlands hafa réttilega látið í ljós áhyggjur af fyrirhugaðri framkvæmd. Ef fram fer sem horfir og Heidelberg fær að reisa verksmiðju á landi sem samsvarar rúmlega þremur Klambratúnum í Reykjavík (Klambratún er 10ha, svæðin sem Heidelberg hefur til umráða 26 ha/ auk 7ha á hafnarsvæði) í aðeins 2,5 km fjarlægð frá nýrri íbúabyggð yrði það fordæmalaust og sannarlega óafturkræft skref fyrir íbúa Þorlákshafnar. Þarna yrði risastór verksmiðja sem mun skarta stórum sílóum, mögulega allt að 18 talsins, 52 metra háum og auðsýnt að slík verksmiðja muni hafa margvísleg neikvæð áhrif á umhverfið. Jarðefnaverksmiðju sem þessari munu fylgja miklir þungaflutningar með tilheyrandi megnun, raski og hávaða en áætlað er viðbótarumferð þungra ökutækja, sem talið er að tvöfaldist, muni hafa neikvæð áhrif á umferðaöryggi og væntanlega fjölga umferðaslysum um 1-2 á ári að mati Vegagerðarinnar. Til að bæta gráu ofan á svart er Heidelberg einnig með áætlanir um námuvinnslu af hafsbotni sem mun hafa gríðarleg óafturkræf áhrif á lífríki sveitarfélagsins og landsins alls. Námusvæðið er innan mikilvægs hrygningarsvæðis verðmætra nytjastofna, mögulega verðmætasta hrygningarsvæði landsins og því einstakt náttúrufyribæri. Þá mun fuglalíf einnig verða fyrir skaða þar sem sandsíli sem halda sig í fjörunni og eru lykiltegund í vistkerfi Selvogsbanka eru mikilvægasta fæða flestra sjófuglategunda. Þessar hugmyndir um efnistöku við Selvogsbanka sem, eins og lesa má, er afar verðmætt svæði eru því afar varhugaverðar. Þorlákshöfn býr yfir þeirri sérstöðu að þar er brimbrettasvæði sem þykir einstakt á heimsvísu. Brimbrettafélag Íslands er ungt, stofnað 2021, og tilgangur þess að vernda brimbrettastaði á Íslandi í samstarfi við yfirvöld. Markmið félagsins er einnig að fá helstu brimbrettastaði landsins skráða sem útivistarsvæði á aðalskipulagi viðkomandi sveitarfélaga og beita sér fyrir verndun tærleika sjávar við strendur landsins. Enda bendir Brimbrettafélagið réttilega á að náttúra landsins er viðkvæm og aukinnar vitundar og verndar er þörf ef tryggja á að komandi kynslóðir fái notið hennar. Brimbrettaiðkun við Þorlákshöfn á sér fáar hliðstæður og bagalegt að sveitarfélagið sjái ekki hag sinn í að styðja við og efla samstarf við félagið. Slík nýsköpun og uppbygging ætti að vera leiðarljós í heilsueflandi samfélagi enda starfsemin í takt við umhverfi og náttúru svo ekki sé minnst á heilsusamlegt gildi hennar. Nýtilkomnar hugmyndir um landfyllingu á brimbrettasvæðinu fela ekkert í sem nema eyðileggingu og eru fullkomlega órökstuddar. Þetta umfangsmikla verkefni styður á engan hátt við bætt lífsgæði íbúa og þá barna sem munu leika sér í skugga sílóa, í sandryki og í umferðarþunga þar sem áætlað er að byggja leikskóla steinsnar frá verksmiðjunni. Hvað þá heldur náttúru- og umhverfisvernd til framtíðar. Þarna virðist sem hagsmunum íbúa verði fórnað fyrir gróða fárra. Tilraunir minnihlutans í Ölfusi um að tala gegn þungaiðnaði í byggð og með því að hafa þarfir og vilja íbúa að leiðarljósi hafi fallið í grýttan jarðveg. Það er augljóst að vilji meirihluta íbúa fer ekki saman við vilja meirihlutans í bæjarstjórn. Við búum í gjöfulu landi umkringd þeim forréttindum sem ferskt loft, heilnæmt umhverfi og falleg náttúra býður upp á og ættum þess vegna öll að vinna saman að náttúru- og umhverfisvernd. Það hlýtur að vera önnur atvinnustarfsemi sem hægt er að ráðast í ef og þegar þörf er á. Starfsemi sem styður við vaxandi og öflugt samfélag þar sem börn, heldri borgarar og öll þar á milli geta unað sér í hreinni náttúru við áhugamál, störf, útiveru og afþreyingu sem sómi er að í heilsueflandi og barnvænu samfélagi. Höfundur er leik- og grunnskólakennari, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona hreyfingarinnar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun