Lítil samkeppni milli raftækjarisa Jakob Bjarnar skrifar 6. júní 2024 09:12 Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ, en þau standa vaktina fyrir neytendur. vísir/arnar Lítillar samkeppni gætir milli Elko og Heimilistækja-samstæðunnar, sem innifelur Tölvulistann, Rafland og Byggt og búið, samkvæmt úttekt verðlagseftirlits ASÍ. Í samanburðinum voru 61% af verðum þau sömu, upp á krónu. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Verðlagseftirliti ASÍ. Samanburðurinn var framkvæmdur 3. júní 2024 og bornar saman vörur sem eru merktar með sama strikamerki í vefverslun Elko annars vegar og vefverslun Heimilistækja, Tölvulistans, Raflands og Byggt og búið hins vegar. Verð samreknu verslananna þriggja voru í öllum tilfellum þau sömu og voru skoðuð sameiginlega. Verð oftar ódýrari hjá Heimilistækja samstæðunni Af 337 vörum sem bornar voru saman voru verð nákvæmlega þau sömu í 208 tilfellum. Þegar eftirstandandi verð voru borin saman var verðlag í Heimilistækja-samstæðunni lægra en í Elko. Í Elko var verð að meðaltali 2,7% hærra en lægsta verð. Verð í Heimilistækja-samstæðunni var að meðaltali 1,7% hærra en lægsta verð. Verðmunurinn var í einhverjum tilfellum verulegur, upp á tugi þúsunda króna, helst þegar um afslætti var að ræða. Til dæmis var LG 55 tommu sjónvarp á 15.000 krónu afslætti í Heimilistækjum og Rafland og á 22.000 krónu afslætti í Elko. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,001%. SanDisk Cruzer Blade 64GB minnislykill var á 40% afslætti í Elko, og því 1.201 krónu ódýrari en í Rafland og Tölvulistanum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna. LG 86 tommu UR78 sjónvarp var á 19% afslætti í Elko og því 60.001 krónu ódýrari en í Heimilistækjum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,0003%. Lítill verðmunur milli fyrirtækja Dæmi voru um vörur sem ekki voru á afslætti en sem þó var mikill verðmunur á. Til dæmis voru tólf sortir af Canon prentbleki 4-35% dýrari í Elko. Fjórar sortir voru jafndýrar og í Heimilistækja-samstæðunni. Frá 15. maí hefur hlutfall þess verðs sem er eins í Elko og Heimilistækja-samstæðunni verið tiltölulega stöðugt, eða á bilinu 60-64%. Meðalverðmunurinn hefur verið um 1.270 krónur á þessum tíma, en um 3.400 krónur ef aðeins er horft til vara sem ekki eru á sama verði í báðum búðunum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um lítinn hlut vöruúrvals verslananna að ræða, þ.e. þær vörur sem eru samanburðarhæfar milli verslana. Vöruúrval hverrar verslunar er í þúsundatali, en samanburðargögnin ná til nokkur hundruð vara. Verðlag Samkeppnismál Neytendur Verslun Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira
Þetta kemur fram í orðsendingu frá Verðlagseftirliti ASÍ. Samanburðurinn var framkvæmdur 3. júní 2024 og bornar saman vörur sem eru merktar með sama strikamerki í vefverslun Elko annars vegar og vefverslun Heimilistækja, Tölvulistans, Raflands og Byggt og búið hins vegar. Verð samreknu verslananna þriggja voru í öllum tilfellum þau sömu og voru skoðuð sameiginlega. Verð oftar ódýrari hjá Heimilistækja samstæðunni Af 337 vörum sem bornar voru saman voru verð nákvæmlega þau sömu í 208 tilfellum. Þegar eftirstandandi verð voru borin saman var verðlag í Heimilistækja-samstæðunni lægra en í Elko. Í Elko var verð að meðaltali 2,7% hærra en lægsta verð. Verð í Heimilistækja-samstæðunni var að meðaltali 1,7% hærra en lægsta verð. Verðmunurinn var í einhverjum tilfellum verulegur, upp á tugi þúsunda króna, helst þegar um afslætti var að ræða. Til dæmis var LG 55 tommu sjónvarp á 15.000 krónu afslætti í Heimilistækjum og Rafland og á 22.000 krónu afslætti í Elko. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,001%. SanDisk Cruzer Blade 64GB minnislykill var á 40% afslætti í Elko, og því 1.201 krónu ódýrari en í Rafland og Tölvulistanum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna. LG 86 tommu UR78 sjónvarp var á 19% afslætti í Elko og því 60.001 krónu ódýrari en í Heimilistækjum. Án afsláttar var verðmunurinn ein króna, eða 0,0003%. Lítill verðmunur milli fyrirtækja Dæmi voru um vörur sem ekki voru á afslætti en sem þó var mikill verðmunur á. Til dæmis voru tólf sortir af Canon prentbleki 4-35% dýrari í Elko. Fjórar sortir voru jafndýrar og í Heimilistækja-samstæðunni. Frá 15. maí hefur hlutfall þess verðs sem er eins í Elko og Heimilistækja-samstæðunni verið tiltölulega stöðugt, eða á bilinu 60-64%. Meðalverðmunurinn hefur verið um 1.270 krónur á þessum tíma, en um 3.400 krónur ef aðeins er horft til vara sem ekki eru á sama verði í báðum búðunum. Hafa ber í huga að hér er aðeins um lítinn hlut vöruúrvals verslananna að ræða, þ.e. þær vörur sem eru samanburðarhæfar milli verslana. Vöruúrval hverrar verslunar er í þúsundatali, en samanburðargögnin ná til nokkur hundruð vara.
Verðlag Samkeppnismál Neytendur Verslun Mest lesið Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Ari nýr tæknistjóri Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Strætómiðinn dýrari Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Sektuð fyrir að segjast vera best Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Fá á baukinn frá Neytendastofu fyrir skort á íslensku Lykilatriði að nota alltaf sama kortið til að greiða fargjaldið Verð á raforku rokið upp um tugi prósenta á einu ári Hægt að borga með korti í strætó Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Loka verslun í Smáralind Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Sjá meira