Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kona, sem hafði skráð sig í Laugavegshlaupið svokallaða, en forfallast vegna rifbeins- og upphaldleggsbrot, fær enga endurgreiðslu frá skipuleggjendum. Neytendur 8.11.2024 23:16 Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Neytendur 8.11.2024 14:38 Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á kröfu erlendrar konu, sem kom hingað til lands til að ferðast, um að fyrirtæki sem seldi henni gistingu skyldi endurgreiða henni hluta þess sem hún hafði greitt fyrirtækinu. Neytendur 8.11.2024 12:17 Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landspítalans um að rukka íslenska konu um 1,3 milljónir króna vegna dvalar hennar og þjónustu sem hún þáði vegna veikinda á Landspítalanum í sumar. Konan var með lögheimili í Bandaríkjunum þegar hún veiktist hér á landi og var ekki tryggð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Neytendur 6.11.2024 22:26 Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Héraðsdómur hefur sýknað Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af öllum kröfum Sýnar í máli sem sneri að hálfrar milljónar króna sekt, sem nefndin lagði á Sýn vegna dulinna auglýsinga í raunveruleikaþáttunum LXS, sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Sýn krafðist þess að sektin yrði endurgreidd og vísaði meðal annars til þess að félagið hefði ekkert fengið greitt fyrir auglýsingar í þættinum. Neytendur 6.11.2024 14:19 „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Fjöldi vara sem merktar eru lágvöruverði í Kjörbúðinni eru í raun þriðjungi til helmingi dýrari en í Bónus eða Prís samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Neytendur 5.11.2024 17:12 Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir hækkanir hjá birgjum á kjötvöru helstu ástæðu hækkunar á matvöru. Greint var frá því í gær að eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hafi hún hækkað „með rykk“. Neytendur 23.10.2024 23:27 Salmonella í Pekingönd Pekingendur sem verið var að selja í verslunum Bónuss og Hagkaupa um allt land hafa verið innkallaðar eftir að salmonella greindist í sýni. Neytendur 23.10.2024 15:42 Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hækkar það nú með nokkrum rykk. Hækkunin milli september og október nemur einni prósentu, að mestu leyti vegna hækkunar á kjötvöru. Neytendur 22.10.2024 14:44 Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Neytendur 16.10.2024 12:36 Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga lækki úr 5,4 prósentum í 5,1 prósent milli mánaða í október. Verðbólgan var síðast í 5,1 prósenti í desember árið 2021. Neytendur 10.10.2024 10:43 Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir. Neytendur 9.10.2024 10:40 Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en segir ekki mega gleyma að íbúðalánavextir á Íslandi séu með þeim hæstu á Vesturlöndum og bankarnir séu nýbúnir að hækka þá. Neytendur 3.10.2024 12:31 Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Hótelgestur sem kom hingað til lands og var ósáttur með hótelherbergið sitt, og endaði á að fara úr landi talsvert fyrr en fyrirhugað var, fær ekki endurgreitt. Það er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem vísaði kröfu gestsins frá. Neytendur 2.10.2024 20:22 Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Kona sem hætti á námskeiði fyrir hunda og eigendur þeirra fær endurgreitt fyrir þann hluta námskeiðsins sem eftir var þegar hún hætti. Konan hætti vegna þess að henni misbauð meðferð hundaþjálfarans á hundunum. Neytendur 2.10.2024 16:57 Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Brúðhjón sem fengu hrærivél í brúðkaupsgjöf skulu fá nýja glerskál fyrir hrærivélina frá söluaðilanum eftir að sprunga myndaðist í þriðja eða fjórða handþvotti. Neytendur 2.10.2024 14:58 Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust. Neytendur 30.9.2024 12:52 Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílaumboðið hafi ávallt og muni áfram leggja sig mikið fram við að leiðbeina og aðstoða viðskiptavini eins hægt er. Hann segir fyrirtækið hafa lagt sig fram við að ná lausn í máli ósátts viðskiptavinar þó að bíll viðkomandi hafi ekki lengur verið í ábyrgð. Niðurstaðan hafi líka verið sú að hann hafi ekki greitt neitt vegna málsins. Neytendur 25.9.2024 08:10 Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi. Neytendur 24.9.2024 20:04 Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. Neytendur 20.9.2024 14:51 Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. Neytendur 19.9.2024 09:06 Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Framkvæmdastjóri Tes og kaffis segir kaffiverð líklega koma til með að hækka á næstu mánuðum. Hann telur ekki að nýir samkeppnisaðilar myndu geta náð verðinu niður, líkt og á matvörumarkaði með tilkomu Prís. Neytendur 18.9.2024 21:38 Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki í Múlunum í Reykjavík fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Um er að ræða EG skrifstofuhúsgögn, Innréttingar og tæki og Kölska. Neytendur 17.9.2024 12:41 Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Íslendingar elska fátt meira en góðan skyndibita. En skyndibiti getur verið ansi dýr hér á klakanum. Neytendur 15.9.2024 15:01 Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Fyrirtæki sem býður upp mottuhreinsun hefur verið gert að greiða viðskiptavini sínum 75 prósent af kaupverði gólfmottu eftir að skemmdir urðu á einni slíkri við hreinsun. Brúnir blettir höfðu þar myndast við hreinsun sem ekki reyndist unnt að ná úr. Neytendur 12.9.2024 12:26 Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. Neytendur 11.9.2024 16:39 Arion banki hækkar vexti hressilega Útlánavextir Arion banka hækka talsvert frá og með deginum í dag. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa ekki tilkynnt vaxtahækkun. Neytendur 11.9.2024 10:19 Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. Neytendur 10.9.2024 10:32 Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Neytendur 9.9.2024 07:48 Skinkan langódýrust í Prís Prís er enn ódýrasta matvöruverslunin tæpum fjórum vikum eftir opnun. Það er niðurstaða nýjasta verðlagseftirlits ASÍ. Frá upphafi ágústmánaðar hafa fjórar stærstu matvöruverslanir landsins lækkað verð sín. Verðlag á matvöru lækkaði um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Neytendur 6.9.2024 12:01 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 24 ›
Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kona, sem hafði skráð sig í Laugavegshlaupið svokallaða, en forfallast vegna rifbeins- og upphaldleggsbrot, fær enga endurgreiðslu frá skipuleggjendum. Neytendur 8.11.2024 23:16
Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Formaður fjárlaganefndar telur mjög ólíklegt að umdeilt frumvarp um kílómetragjald á bensín- og dísilbíla verði samþykkt fyrir þinglok. Mikil óeining er um frumvarpið bæði í samfélaginu og innan Alþingis. Neytendur 8.11.2024 14:38
Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á kröfu erlendrar konu, sem kom hingað til lands til að ferðast, um að fyrirtæki sem seldi henni gistingu skyldi endurgreiða henni hluta þess sem hún hafði greitt fyrirtækinu. Neytendur 8.11.2024 12:17
Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Heilbrigðisráðuneytið hefur staðfest ákvörðun Landspítalans um að rukka íslenska konu um 1,3 milljónir króna vegna dvalar hennar og þjónustu sem hún þáði vegna veikinda á Landspítalanum í sumar. Konan var með lögheimili í Bandaríkjunum þegar hún veiktist hér á landi og var ekki tryggð hjá Sjúkratryggingum Íslands. Neytendur 6.11.2024 22:26
Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Héraðsdómur hefur sýknað Fjölmiðlanefnd og íslenska ríkið af öllum kröfum Sýnar í máli sem sneri að hálfrar milljónar króna sekt, sem nefndin lagði á Sýn vegna dulinna auglýsinga í raunveruleikaþáttunum LXS, sem sýndir voru á Stöð 2 og Stöð 2+. Sýn krafðist þess að sektin yrði endurgreidd og vísaði meðal annars til þess að félagið hefði ekkert fengið greitt fyrir auglýsingar í þættinum. Neytendur 6.11.2024 14:19
„Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Fjöldi vara sem merktar eru lágvöruverði í Kjörbúðinni eru í raun þriðjungi til helmingi dýrari en í Bónus eða Prís samkvæmt athugun verðlagseftirlits ASÍ. Neytendur 5.11.2024 17:12
Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir hækkanir hjá birgjum á kjötvöru helstu ástæðu hækkunar á matvöru. Greint var frá því í gær að eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hafi hún hækkað „með rykk“. Neytendur 23.10.2024 23:27
Salmonella í Pekingönd Pekingendur sem verið var að selja í verslunum Bónuss og Hagkaupa um allt land hafa verið innkallaðar eftir að salmonella greindist í sýni. Neytendur 23.10.2024 15:42
Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Eftir tveggja mánaða lækkun á verðlagi matvöru hækkar það nú með nokkrum rykk. Hækkunin milli september og október nemur einni prósentu, að mestu leyti vegna hækkunar á kjötvöru. Neytendur 22.10.2024 14:44
Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Gert er ráð fyrir sex milljarða tekjum á næsta ári vegna gjaldtöku á nikótínvörur. Að auki má búast við því að hliðaráhrif vegna virðisaukaskatts gætu unið 1,5 milljörðum króna. Þetta kemur fram í mati á áhrifum frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld. Neytendur 16.10.2024 12:36
Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Hagfræðideild Landsbankans spáir því að verðbólga lækki úr 5,4 prósentum í 5,1 prósent milli mánaða í október. Verðbólgan var síðast í 5,1 prósenti í desember árið 2021. Neytendur 10.10.2024 10:43
Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Forstjóri Samkaupa segir að viðbrögð íbúa í Búðardal við vildarkerfi í Krambúðinni hafi verið afar góð, þvert á fullyrðingar sveitarstjóra Dalabyggðar. Hann segir nánast alla íbúa vera aðilar að vildarkerfinu og sjötíu prósent þeirra séu reglulegir viðskiptavinir. Neytendur 9.10.2024 10:40
Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Arion banki hefur tilkynnt vaxtalækkun í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Íslands um að lækka stýrivexti. Formaður Neytendasamtakanna fagnar þessu en segir ekki mega gleyma að íbúðalánavextir á Íslandi séu með þeim hæstu á Vesturlöndum og bankarnir séu nýbúnir að hækka þá. Neytendur 3.10.2024 12:31
Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Hótelgestur sem kom hingað til lands og var ósáttur með hótelherbergið sitt, og endaði á að fara úr landi talsvert fyrr en fyrirhugað var, fær ekki endurgreitt. Það er niðurstaða kærunefndar vöru- og þjónustukaupa, sem vísaði kröfu gestsins frá. Neytendur 2.10.2024 20:22
Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Kona sem hætti á námskeiði fyrir hunda og eigendur þeirra fær endurgreitt fyrir þann hluta námskeiðsins sem eftir var þegar hún hætti. Konan hætti vegna þess að henni misbauð meðferð hundaþjálfarans á hundunum. Neytendur 2.10.2024 16:57
Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Brúðhjón sem fengu hrærivél í brúðkaupsgjöf skulu fá nýja glerskál fyrir hrærivélina frá söluaðilanum eftir að sprunga myndaðist í þriðja eða fjórða handþvotti. Neytendur 2.10.2024 14:58
Stefnt á að koma upp 98 hleðslustöðvum í Kópavogi Orka náttúrunnar, ON, mun á næstu vikum setja upp tugi hleðslustöðva í Kópavogi í samstarfi við bæinn. Hleðslustöðvar við Hálsatorg í Hamraborg voru teknar í notkun í vikunni. Þær eru fyrstu af 98 hleðslustöðvum á 14 stöðum í Kópavogsbæ sem verða sett upp í haust. Neytendur 30.9.2024 12:52
Gengu langt í að vinna að lausn þótt bíllinn væri ekki í ábyrgð Jón Trausti Ólafsson, framkvæmdastjóri Öskju, segir að bílaumboðið hafi ávallt og muni áfram leggja sig mikið fram við að leiðbeina og aðstoða viðskiptavini eins hægt er. Hann segir fyrirtækið hafa lagt sig fram við að ná lausn í máli ósátts viðskiptavinar þó að bíll viðkomandi hafi ekki lengur verið í ábyrgð. Niðurstaðan hafi líka verið sú að hann hafi ekki greitt neitt vegna málsins. Neytendur 25.9.2024 08:10
Hafa rúmir opnunartímar áhrif á verðlag? Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi. Neytendur 24.9.2024 20:04
Stöðva þurfi rányrkju bílastæðaeigenda Félag íslenskra bifreiðaeigenda telur gjaldtöku á bílastæðum á ferðamannastöðum komna út í öfgar, ekki síst hvað varðar himinhá vangreiðslugjöld. Lóðarhafar, landeigendur og bílastæðafyrirtæki stundi rányrkju með því að fénýta sér aðkomu að náttúrperlum. Neytendur 20.9.2024 14:51
Segir engar breytingar hafa verið gerðar á uppskrift SS pylsna Steinþór Skúlason, forstjóri Sláturfélags Suðurlands, SS, segir fyrirtækið taka það mjög alvarlega ef fólk upplifi einhver frávik í vörum fyrirtækisins. Þónokkrir hringdu inn í Bítið á Bylgjunni í gær til að ræða breytt bragð af pylsunum. Þáttastjórnendur sögðust sjálfir hafa upplifað það líka. Neytendur 19.9.2024 09:06
Útlit fyrir frekari verðhækkanir á kaffimarkaði Framkvæmdastjóri Tes og kaffis segir kaffiverð líklega koma til með að hækka á næstu mánuðum. Hann telur ekki að nýir samkeppnisaðilar myndu geta náð verðinu niður, líkt og á matvörumarkaði með tilkomu Prís. Neytendur 18.9.2024 21:38
Þrjár verslanir í Múlunum sektaðar eftir rassíu Neytendastofu Neytendastofa hefur sektað þrjú fyrirtæki í Múlunum í Reykjavík fyrir ófullnægjandi verðmerkingar. Um er að ræða EG skrifstofuhúsgögn, Innréttingar og tæki og Kölska. Neytendur 17.9.2024 12:41
Þetta kostar skyndibiti á Íslandi Íslendingar elska fátt meira en góðan skyndibita. En skyndibiti getur verið ansi dýr hér á klakanum. Neytendur 15.9.2024 15:01
Fær bætur vegna brúnu blettanna í mottunni Fyrirtæki sem býður upp mottuhreinsun hefur verið gert að greiða viðskiptavini sínum 75 prósent af kaupverði gólfmottu eftir að skemmdir urðu á einni slíkri við hreinsun. Brúnir blettir höfðu þar myndast við hreinsun sem ekki reyndist unnt að ná úr. Neytendur 12.9.2024 12:26
Með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi Vilhjálmur Birgisson segir ákvörðun Arion banka um að hækka vexti á verðtryggðum lánum með ólíkindum og merki um taumlausa græðgi, sem hann segir hafa fengið að viðgangast á íslenskum fjármálamarkaði um árabil. Neytendur 11.9.2024 16:39
Arion banki hækkar vexti hressilega Útlánavextir Arion banka hækka talsvert frá og með deginum í dag. Hinir stóru viðskiptabankarnir tveir hafa ekki tilkynnt vaxtahækkun. Neytendur 11.9.2024 10:19
Greiðslubyrði gæti farið hríðlækkandi á næsta ári Samkvæmt greiningu fjármála- og efnahagsráðuneytisins gæti greiðslubyrði þrjátíu milljóna króna óverðtryggðs íbúðaláns á breytilegum vöxtum lækkað um fimmtíu þúsund króna á mánuði á næsta ári. Neytendur 10.9.2024 10:32
Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendastofa hefur ákveðið að skoða heildstætt merkingar og framkvæmd gjaldtöku bílastæða hjá ellefu fyrirtækjum. Þetta kemur fram í svari stofnunarinnar við fyrirspurn fréttastofu. Neytendur 9.9.2024 07:48
Skinkan langódýrust í Prís Prís er enn ódýrasta matvöruverslunin tæpum fjórum vikum eftir opnun. Það er niðurstaða nýjasta verðlagseftirlits ASÍ. Frá upphafi ágústmánaðar hafa fjórar stærstu matvöruverslanir landsins lækkað verð sín. Verðlag á matvöru lækkaði um 0,5 prósent á milli júlí og ágúst. Neytendur 6.9.2024 12:01