Réðu nýjan þjálfara sama dag og Solskjær var orðaður við félagið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. júní 2024 21:15 Solskjær hefur ekki þjálfað síðan 2021. John Walton/Getty Images Fyrr í dag virtist sem Ole Gunnar Solskjær, fyrrverandi þjálfari Manchester United, væri við það að taka við Bestiktas í tyrknesku úrvalsdeild karla í fótbolta. Sá orðrómur virtist byggður á sandi þar sem Giovanni Van Bronckhorst er tekinn við liðinu. Besiktas var sagt hafa mikinn áhuga á að ráða hinn 51 árs gamla Norðmann sem hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Man United árið 2021. Það er ESPN sem greindi frá. Þar segir að samkomulagið sé ekki í höfn en Besiktas sé vongott um að ná að semja við framherjann fyrrverandi. 🚨🇳🇴 Ole Gunnar Solskjær is close to becoming the new manager of Beşiktaş, reports @ESPN! 🦅Turkish football spicing things up with the managerial market. 🇹🇷👀 pic.twitter.com/G1YExQsU8N— EuroFoot (@eurofootcom) June 5, 2024 Solskjær hefur ekki tekið að sér þjálfarastarf síðan hann var látinn fara frá Man United haustið 2021. Besiktas hefur verið í þjálfaraleit síðan í apríl þegar liðið lét Fernando Santos fara. Upphaflega horfði Besiktas til Solskjær áður en það réð Santos. Einhver hjá ESPN virðist hafa verið dreginn á asnaeyrum því ekki löngu eftir að fréttin með Solskjær fór í loftið var Besiktas búið að tilkynna nýjan þjálfara og sá er hvorki frá Noregi og spilaði aldrei með Man United. Hinn 49 ára gamli Van Bronckhorst átti hins vegar farsælan feril og spilaði meðal annars með stórliðum á borð við Arsenal, Barcelona, Rangers og Feyenoord í heimalandinu. Þá spilaði hann 106 A-landsleiki. Hollendingurinn hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord og var þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til Kína áður en hann tók við Rangers í Skotlandi árið 2021, sléttum 20 árum eftir að hann yfirgef félagið sem leikmaður. Þar var hann aðeins í eitt ár eða til ársins 2022 og hefur verið án starfs síðan. Það er þangað til í dag þegar hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Besiktas. Beşiktaş'a hoş geldin Giovanni van Bronckhorst! 🦅#WelkomGvB pic.twitter.com/GEXIpWuvcq— Beşiktaş JK (@Besiktas) June 5, 2024 Tyrkneska liðið átti erfitt uppdráttar í deildinni á nýafstöðnu tímabili og endaði heilum 46 stigum á eftir meisturum Galatasaray. Besiktas varð hins vegar bikarmeistari og spilar því í Evrópudeildinni á komandi leiktíð. Fótbolti Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36 Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36 Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Besiktas var sagt hafa mikinn áhuga á að ráða hinn 51 árs gamla Norðmann sem hefur ekki þjálfað síðan hann lét af störfum hjá Man United árið 2021. Það er ESPN sem greindi frá. Þar segir að samkomulagið sé ekki í höfn en Besiktas sé vongott um að ná að semja við framherjann fyrrverandi. 🚨🇳🇴 Ole Gunnar Solskjær is close to becoming the new manager of Beşiktaş, reports @ESPN! 🦅Turkish football spicing things up with the managerial market. 🇹🇷👀 pic.twitter.com/G1YExQsU8N— EuroFoot (@eurofootcom) June 5, 2024 Solskjær hefur ekki tekið að sér þjálfarastarf síðan hann var látinn fara frá Man United haustið 2021. Besiktas hefur verið í þjálfaraleit síðan í apríl þegar liðið lét Fernando Santos fara. Upphaflega horfði Besiktas til Solskjær áður en það réð Santos. Einhver hjá ESPN virðist hafa verið dreginn á asnaeyrum því ekki löngu eftir að fréttin með Solskjær fór í loftið var Besiktas búið að tilkynna nýjan þjálfara og sá er hvorki frá Noregi og spilaði aldrei með Man United. Hinn 49 ára gamli Van Bronckhorst átti hins vegar farsælan feril og spilaði meðal annars með stórliðum á borð við Arsenal, Barcelona, Rangers og Feyenoord í heimalandinu. Þá spilaði hann 106 A-landsleiki. Hollendingurinn hóf þjálfaraferil sinn hjá Feyenoord og var þar í fjögur ár. Þaðan fór hann til Kína áður en hann tók við Rangers í Skotlandi árið 2021, sléttum 20 árum eftir að hann yfirgef félagið sem leikmaður. Þar var hann aðeins í eitt ár eða til ársins 2022 og hefur verið án starfs síðan. Það er þangað til í dag þegar hann var tilkynntur sem nýr þjálfari Besiktas. Beşiktaş'a hoş geldin Giovanni van Bronckhorst! 🦅#WelkomGvB pic.twitter.com/GEXIpWuvcq— Beşiktaş JK (@Besiktas) June 5, 2024 Tyrkneska liðið átti erfitt uppdráttar í deildinni á nýafstöðnu tímabili og endaði heilum 46 stigum á eftir meisturum Galatasaray. Besiktas varð hins vegar bikarmeistari og spilar því í Evrópudeildinni á komandi leiktíð.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Tengdar fréttir Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36 Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36 Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Fleiri fréttir „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Sjá meira
Mourinho að taka við liði í Tyrklandi José Mourinho virðist hafa gengið frá samkomulagi um að taka við þjálfun tyrkneska félagsins Fenerbahce. 31. maí 2024 11:36
Fenerbahce staðfestir Mourinho Jose Mourinho verður næsti þjálfari Fenerbahce. Tyrkneska félagið staðfesti þetta óformlega á miðlum sínum i dag. 2. júní 2024 14:36
Bellingham bað um bolamynd eftir úrslitaleikinn fyrir mömmu sína Jude Bellingham varð í gærkvöldi Evrópumeistari með liði sínu Real Madrid eftir 2-0 sigur á Dortmund í úrslitaleik. Það var hins vegar stórstjarnan sjálf sem var á fullu í bolamyndum eftir leikinn. 3. júní 2024 07:01