Einir yngstu garðyrkjubændur landsins eru í Norðlingaholti Bjarki Sigurðsson skrifar 4. júní 2024 20:01 Krökkunum finnst virkilega gaman að mæta í gróðurhúsið. Vísir/Sigurjón Á leikskólanum Rauðhóli í Norðlingaholti rækta börnin ýmiskonar grænmeti, kryddjurtir og plöntur í nýju gróðurhúsi. Það sem er ræktað endar á diskum barnanna, sem finnst flestum kálið vera best. Í gróðurhúsinu er ræktað kál, tómatar, baunir, steinselja og fleira. Börnin sáu um að gróðursetja flestar plönturnar, með aðstoð starfsmanna. „Við erum að læra allskonar, meðal annars að bera virðingu fyrir náttúrunni, hvoru öðru og líka hvaðan maturinn kemur. Það eru allskonar markmið sem koma inn í svona vinnu í gróðurhúsi,“ segir Ingveldur Ævarsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli. Ingveldur Ævarsdóttir er leikskólakennari á Rauðhóli.Vísir/Sigurjón „Við erum að rækta kál og tómata. Svo erum við líka að rækta radísur,“ segir Embla Máney sem var á fullu í gróðurhúsinu þegar fréttastofu bar að garði. Hvað er best að borða af þessu? „Tómata.“ Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu.Vísir/Sigurjón Tómatarnir eru þó ekki vinsælastir hjá öllum. Viljið þið segja mér hvað er best? „Kál,“ heyrðist nánast í kór hjá flestum krökkunum. Finnst öllum kálið best? „Tómatur,“ sagði einn sem var ekki sammála hinum. En radísurnar, eru þær ekki góðar? „Nei, þær eru sterkar,“ heyrðist aftast í hópnum. Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu á hverjum degi, og það er margt sem þarf að huga að. „Þetta er töluvert mikil vinna. En það er áhuginn hjá börnunum og gleðin sem skapast í kringum þetta sem heldur okkur við efnið. Ég tala nú ekki um þegar við förum út í gróðurhús, náum okkur í salat og borðum það í hádeginu. Þá eru þau svo stolt af því að þau settu niður þessi litlu fræ fyrir nokkrum mánuðum síðan og eru síðan bara að borða það í hádegismat,“ segir Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum, sem starfar á Rauðhóli. Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum.Vísir/Sigurjón Og í gulri veðurviðvörun þarf að syngja og óska eftir því að sólin mæti á svæðið. Krakkarnir sungu Sól, sól skín á mig fyrir fréttamann, vonandi að lagið geri sitt. Reykjavík Leikskólar Garðyrkja Matur Krakkar Skóla- og menntamál Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira
Í gróðurhúsinu er ræktað kál, tómatar, baunir, steinselja og fleira. Börnin sáu um að gróðursetja flestar plönturnar, með aðstoð starfsmanna. „Við erum að læra allskonar, meðal annars að bera virðingu fyrir náttúrunni, hvoru öðru og líka hvaðan maturinn kemur. Það eru allskonar markmið sem koma inn í svona vinnu í gróðurhúsi,“ segir Ingveldur Ævarsdóttir, leikskólakennari á Rauðhóli. Ingveldur Ævarsdóttir er leikskólakennari á Rauðhóli.Vísir/Sigurjón „Við erum að rækta kál og tómata. Svo erum við líka að rækta radísur,“ segir Embla Máney sem var á fullu í gróðurhúsinu þegar fréttastofu bar að garði. Hvað er best að borða af þessu? „Tómata.“ Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu.Vísir/Sigurjón Tómatarnir eru þó ekki vinsælastir hjá öllum. Viljið þið segja mér hvað er best? „Kál,“ heyrðist nánast í kór hjá flestum krökkunum. Finnst öllum kálið best? „Tómatur,“ sagði einn sem var ekki sammála hinum. En radísurnar, eru þær ekki góðar? „Nei, þær eru sterkar,“ heyrðist aftast í hópnum. Krakkarnir sjá um að vökva í gróðurhúsinu á hverjum degi, og það er margt sem þarf að huga að. „Þetta er töluvert mikil vinna. En það er áhuginn hjá börnunum og gleðin sem skapast í kringum þetta sem heldur okkur við efnið. Ég tala nú ekki um þegar við förum út í gróðurhús, náum okkur í salat og borðum það í hádeginu. Þá eru þau svo stolt af því að þau settu niður þessi litlu fræ fyrir nokkrum mánuðum síðan og eru síðan bara að borða það í hádegismat,“ segir Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum, sem starfar á Rauðhóli. Aldís Björk Óskarsdóttir, meistaranemi í leikskólakennarafræðum.Vísir/Sigurjón Og í gulri veðurviðvörun þarf að syngja og óska eftir því að sólin mæti á svæðið. Krakkarnir sungu Sól, sól skín á mig fyrir fréttamann, vonandi að lagið geri sitt.
Reykjavík Leikskólar Garðyrkja Matur Krakkar Skóla- og menntamál Mest lesið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Voru í sjötta sæti í undankeppninni Lífið Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Lífið Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Lífið Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Lífið Fleiri fréttir Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Krakkatían: Eurovision, jarðskjálftar og dvergar Voru í sjötta sæti í undankeppninni Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Ísland fékk stig frá þessum löndum Austurríki sigurvegari Eurovision 2025 Íslendingar á samfélagsmiðlum: „Við hljótum að vinna þetta?“ Klúróvision í kvöld: „Þetta fer svo fyrir brjóstið á okkur að við förum úr fötunum“ Vaktin: Stórsigur Austurríkis og VÆB fengu 33 stig Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjá meira